Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 398 fol.

Flóamanna saga ; Danmörk, 1750-1798

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-46v (bls. 1-92))
Flóamanna saga
Titill í handriti

Flóamanna saga

Upphaf

Haraldur kóngur gullskeggur réð fyrir Sogni …

Niðurlag

… föður Gissurar galla föður Hákonar föður Jóns.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 46 + i blöð (330 mm x 210 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-92.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er ca 23-25.

Skrifarar og skrift

Með hendi Guðmundar Magnússonar, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Nafn á neðri spássíu bl. 1r: GSchöning.
  • Víða leiðréttingar á spássíum, sumt eftir öðrum handritum.

Band

Band frá 19. öld (336 mm x 217 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd brúnleitum marmarapappír. Skinn á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er tímasett til síðari hluta 18. aldar í Katalog I , bls. 308, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1750-1798.

Ferill

Kom til Árnasafns frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Flóamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 56
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Observations on some manuscripts of Egils saga,
Umfang: s. 3-47
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn