Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 217 b fol.

Sögubók ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-11v)
Harðar saga
Titill í handriti

Saga af Hörð og hans fylgjörum þeim Hólmverjum.

Upphaf

Á dögum Haralds ens hárfagra byggðist mest Ísland …

Niðurlag

… segja menn eftir engan mann sekan hafi jafnmargir í hefnd verið drepnir sem Hörð.

Baktitill

Lúkum vér svo sögu Hólmverja.

2 (12r-28v)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Hér byrjar Glúms sögu

Upphaf

Helgi hét maður og var kallaður Helgi enn magri …

Niðurlag

… allra vígra manna hér á landi.

Baktitill

Og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.

2.1 (28v)
Vísa um Víga-Glúm
Upphaf

Glúmur tamur vopnum var …

Efnisorð
3 (29r-42v)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Sagan af Hávarði enum halta Ísfirðingi og syni hans Ólafi Bjarnil.

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… og færir bústað sinn upp í þennan Þórhallsdal.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1 , 3 , 5 , 7 , 10 , 13-14 , 17-18 ) // Mótmerki: Fangamark IB ( 2 , 4 , 6 , 8-9 , 11-12 , 15-16 , 19 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Hjartarhöfuð í tvöföldum kringlóttum ramma // Ekkert mótmerki ( 21-22 , 24 , 27 , 29 , 31 , 33 , 35 , 37 , 41-42 ).

Blaðfjöldi
i + 42 + i blöð (333 mm x 215 mm).
Tölusetning blaða

Handritið er blaðmerkt 1-42.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 285-295 mm x 175-185 mm.
  • Línufjöldi er 38-42.
  • Griporð.

Ástand

Gert hefur verið við handritið sums staðar við kjöl og texti skerst dálítið, t.d. á bl. 20r og 28r.

Skrifarar og skrift

Líklega með hendi Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Skreytingar

Stórir pennaflúraðir stafir í titlum (bl. 1r, 12r, 29r).

Pennadregið flúr undir griporðum.

Litlir bókahnútar á bl. 11v, 28v, 42v.

Band

Band frá því um 1970 (339 mm x 235 mm x 17 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Sigurðar Jónssonar lögmanns (sbr. bl. 1a í AM 217 a fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1970 (eða fyrr).

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 1972.

Notaskrá

Titill: Antiquités Russes
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Hast, Sture
Titill: Pappershandskrifterna till Harðar saga,
Umfang: XXIII
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Íslenzkar Fornsögur, Gluma og Ljósvetninga saga
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Þorláksson
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: STUAGNL, Íslendinga sögur, Hávarðar saga Ísfirðings
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson, Gísli Brynjúlfsson
Umfang: XV
Lýsigögn
×

Lýsigögn