Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 171 a fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-11r)
Sörla saga sterka
Titill í handriti

Hér byrjast sagan Sörla hins sterka og er svo hljóðandi sem eftir fylgir

Upphaf

Í þann tíma sem Hálfdan konungur Brönufóstri …

Niðurlag

… gjörði hann hertuga.

Baktitill

Úti er þessi saga af Sörla hinum sterka.

1.2 (11r)
Vísa um Sörla sögu
Upphaf

Saga enduð sýnist mér / af Sörla hinum sterka / lýðir sjá hún lofsverð er / sökum lista frægðarverka.

Athugasemd

Vísan er með hendi skrifara.

Efnisorð
3 (11v-18v)
Sturlaugs saga starfsama
Titill í handriti

Sagan af Sturlaugi hinum starfsama

Upphaf

Haraldur hét kóngur einn er réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… en Rögnvaldur varði ríki Sturlaugs.

Baktitill

Endast hér sagan af Sturlaugi starfsama.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og fangamark BM? // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 6 , 8-9 , 10 , 14 , 16 , 18 ).

Blaðfjöldi
i + 18 + i blöð (306 mm x 191 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki efst í hægra horni 1-18.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað (eitt tvinn)
  • II: bl. 1-6 (3 tvinn: 1+6, 2+5, 3+4)
  • III: bl. 7-14 (4 tvinn: 7+14, 8+13, 9+12, 10+11)
  • IV: bl. 15-18 (2 tvinn: 15+18, 16+17)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 265-275 mm x 160-165 mm.
  • Línufjöldi er 46-51.
  • Síðutitlar.
  • Griporð.

Ástand

Handritið er nokkuð skítugt og blettótt en texti virðist vera óskertur víðast hvar. Þó skerða blettir texta á bl. 15r og 18r.

Skrifarar og skrift

Með ýmsum höndum, fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúraðir upphafsstafir á bl. 1r, 8v, 11v (einn blekfylltur og annar með andlitsteikningu, 12r, 12v (með andlitsteikningu), 13v (stærstur og tilkomumestur), 17r, 18r.

Línufyllingar á bl. 2r, 3r-v, 6v, 7r.

Ígildi bókahnúts á bl. 11r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar á bl. 15v, líklega með hendi skrifara.

Band

Band frá 1983 (310 mm x 214 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 141.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. október 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.
  • ÞÓS skráði 25. júní 2020.
  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 6. desember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 2. apríl 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. janúar 1886 (sjá  Katalog I 1889:141 (nr. 254). ).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 1983.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn