Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 164 c fol.

Flóamanna saga ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-8r)
Flóamanna saga
Titill í handriti

Saga af nokkrum landnámsmönnum sérdeilis Þorgils Þórðarsyni kölluðum orrabeinsfóstra og nokkrum Flóamönnum.

Upphaf

Haraldur kóngur Gullskeggur réð fyrir Sogni …

Niðurlag

… móður Steinunnar, móður Herdísar, móður Bjarnar, föður Gissurar galla, föður Hákonar, föður Jóns.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Bókstafur A í tvöföldum hring // Ekkert mótmerki (2, 4, 6, 8).

Blaðfjöldi
8 + i blöð (313 mm x 194 mm). Blað 8v hefur upphaflega verið autt (sjá Spássíugreinar og aðrar viðbætur.)
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með dökku bleki 1-8.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn)
  • II: bl. 1-8 (4 tvinn: 1+8, 2+7, 3+6, 4+5)
  • III: bl. 9-11 (3 brot)
  • IV: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Einn dálkur.
  • Leturflötur er ca 275-280 mm x 155-160 mm.
  • Línufjöldi er ca 60-64.

Ástand

  • Neðri helmingur hefur verið skorinn af blaði 8 (neðan við niðurlag sögunnar) og pappír úr umslagi límdur á í staðinn.

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur.
  • Blendingsskrift.

Skreytingar

  • Við lok uppskriftar er einhvers konar bókahnútsígildi (líkt og tvö öfug P, belgir blekfylltir). Þetta tákn er einnig í fleiri handritum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Mannanöfn á blaði 8v. Þar á meðal er nafnið Daði Jónsson. Nöfnin Jón Halldórsson og Margrét Pétursdóttir má m.a. lesa á umslagspappírsbútnum sem límdur var neðan við blað 8.

Band

Pappaband (313 mm x 200 mm x 4 mm) er frá 1772-1780.

Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 133. Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 5 fol., AM 108 fol., AM 113 d fol., AM 129 fol. og AM 163 k fol.

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá Jóni Daðasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 29. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. ÞÓS skráði 24. júní 2020.

VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 7. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010,

DKÞ grunnskráði 31. október 2001,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. desember 1885 í Katalog I; bls. 133 (nr. 224).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Flóamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 56
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn