Handrit.is
 

Um

Vefurinn www.handrit.is er samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Arnamagnæanske Samling).

www.handrit.is byggir m.a. á Sagnanetinu - www.sagnanet.is - sem var opnað 1. júlí 2001 en vinna við það hófst 1. júlí 1997, og tölvutækri handritaskrá sem var unnin í Stofnun Árna Magnússonar og Árnasafni á árunum 2001 og 2004.

Efniviður handritanna samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, m.a. heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta. Einnig er þar drjúgur hluti norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna auk þess sem fjöldi handrita geymir ýmist kvæði, rímur eða lausavísur. Einnig er veittur aðgangur að stafrænum myndum handrita.

Fullnaðarskráningu er ekki lokið og verður hún unnin í nokkrum áföngum.

Lýsingar handritanna eru unnar samkvæmt TEI P5 staðli. Nánari upplýsingar um staðalinn er að finna á þessari vefslóð: www.tei-c.org.

Ef einhverjar spurningar vakna um verkefnið og hvernig vefurinn virkar sendið þá tölvupóst á handrit [hjá] handrit.is.