Um handrit.is

Vefurinn www.handrit.is er samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling). Einnig má hér finna nokkur handrit úr einkaeigu og handrit varðveitt á öðrum stofnunum.

handrit.is byggir m.a. á Sagnanetinu – www.sagnanet.is – sem var opnað 1. júlí 2001 en vinna við það hófst 1. júlí 1997, og rafrænni handritaskrá sem var unnin í xml-staðli á Stofnun Árna Magnússonar og Árnasafni á árunum 2001–2004. Vefurinn handrit.is var opnaður formlega 21. apríl 2010.

Vefurinn veitir aðgang að fjölda handrita frá ólíkum tímaskeiðum. Elstu handritin eru skinnblöð frá 12. öld en þau yngstu eru skrifuð á pappír á 20. öld. Efniviður handritanna er fjölbreyttur. Í þeim má m.a. finna sögur, rímur og kvæði, lögbækur, lækningabækur, stjörnuspeki, sendibréf og margt fleira. Hægt er að vafra á síðunni eftir efnisflokkum.

Vefurinn hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2010 og hefur hlotið styrki frá ENRICH, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar, Vísindasjóði RANNÍS, Þjóðhátíðarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Skráning og myndataka

Unnið hefur verið að skráningu handrita frá opnun vefsins og eru skráningarfærslur misítarlegar. Í sumum tilvikum hafa handrit verið ítarskráð, og teljast þá fullskráð, og í öðrum tilvikum eru handrit aðeins grunnskráð. Enn er þó nokkur fjöldi handrita óskráður á vefinn og er unnið að því jafnt og þétt að bæta við fleiri handritum. Í þeim tilfellum sem skráningu er ábótavant er bent á skráningu í prentuðum skrám, en þær eru:

Stafrænar myndir af handritunum eru birtar við skráningarfærslur eftir því sem tækifæri gefst til og ástand handritanna leyfir.

Lýsingar handritanna eru unnar samkvæmt TEI P5 staðli. Nánari upplýsingar um staðalinn er að finna á þessari vefslóð: https://tei-c.org/.

Ef einhverjar spurningar vakna um verkefnið og hvernig vefurinn virkar sendið þá tölvupóst á handrit(hja) handrit.is