Handrit.is
 

Manuscript Detail

SÁM 42 I-II

There are currently no images available for this manuscript.

Lækningabækur

Name
Jón Hannesson 
Birth
1678 
Occupation
Farmer 
Roles
Owner 
More Details
Name
Hannes Gunnlaugsson 
Birth
1640 
Death
1686 
Occupation
Farmer 
Roles
Scribe 
More Details
Name
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Birth
02 June 1976 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Name
Guðrún Ingólfsdóttir 
Birth
01 May 1959 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Name
Oddur Oddsson 
Birth
1565 
Death
16 October 1649 
Occupation
Priest 
Roles
Author 
More Details
Note
Samsett úr tveimur handritum.

Physical Description

Support
Pappír.
No. of leaves
394 blöð í oktavó.
Binding

Band frá 1671 (172 mm x 106 mm x 52 mm). Tréspjöld og kjölur klædd brúnu skrautþrykktu skinni með spennum, en þvengi og krækjur vantar. Kjölur upphleyptur. Fangamark skrifara “HGS” og “ANNO” er þrykkt á fremra spjald, en ártalið 1671 (“MDCLXXI”) á aftara spjald. Engin haldbær skýring finnst á misræminu milli ártalsins á bandinu (1671) og skriftarári fremra handritsins (1673). Ekkert bendir til annars en að bæði handritin hafi verið bundin í einu.

Accompanying Material

 • Fremst í handritinu er laus seðill með hendi frá 20. öld. Á honum eru nöfnin Karl Jónsson Múla og Sigurður, en einnig skammstafanirnar “Gest” og “Bkr”. Vera kann að hér sé átt við Karl Anton Jónsson bónda í Múla í Álftafirði (1887-1962).
 • Milli bl. 83 og 84 er útsaumað bókamerki.

History

Provenance

Sennilega á þessi ferilslýsing við bæði handritin: Á bl. 282v vottar Þorleifur Kláus Brynjólfsson bóndi á Ystu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði (Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1953 (III), 1956:60) að hann hafi keypt handritið af Birni Jónssyni. Ekkert er vitað um Björn þennan, en leiða má getum að því að e.t.v. sé þetta sonur Jóns Hannessonar Gunnlaugssonar. Björn lést erlendis, en annað er ekki vitað um ævi hans (Espólín 957). Þorleifur skrifar og nafn sitt nokkrum sinnum á 283v og klausu á þýsku um að hann hafi fengið handritið frá Birni.

Síðar hefur handritið komist í eigu Brynjólfs Halldórsson Hólabiskups Brynjólfssonar, en hann seldi það Jóni Gunnlaugssyni, presti á Ríp, 2. janúar 1767 (283r). Ekki er vitað hvernig Brynjólfur eignaðist handritið, en vera kann að Þorleifur Kláus hafi gefið honum það, en hann var föðurbróðir Brynjólfs.

Acquisition

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu af dönskum manni á árunum 1971-1994.

Additional

Record History

 • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 1. mars 2001 eftir ópr. skrá um SÁM-handrit.
 • GI skráði 19. janúar 2004.

Contents

Part I ~ SÁM 42 I
1(1r-106r)
Compendium medicinale
Rubric

“Compendium | medicinale | edur | stutt agrip lækningslÿ|starennar | jnnehalldande tvo par|ta | fyrre vmm yyn ytrere soottarferlenn | sÿdare vmm þauh ytre sőtta | tilferlenn hin almennustu: | Saman skrifad | epter Manuale Medico sa̋luga | s: Odds a̋ Reinevóllum og sal: | Jőns Sigurdßonar j Kära|nese | af mier Hannese Gunnlógßyne | Anno 1673”

Incipit

Hofudverkur af kulda

Explicit

“og þek þig so vel og svitna 3 stunder”

Note

Á 1v er tafla yfir mælieiningar: “Notæ ponderum usitatorum”.

Aftan við er latnesk vísa: Inimici medicorum ajunt.

Lækningabókin er að mestu skrifuð eftir Manuale medica þeirra Odds Oddssonar á Reynivöllum (AM 700 a 4to) og fósturföður hans Jóns Sigurðssonar í Káranesi (sbr. 1r). Um lækningabækur séra Odds á Reynivöllum, sjá Stefán Karlsson 1981.

Lækningabókinni er skipt í tvo hluta og hefst sá síðari á 37r: “Annar partur lækn|inganna | vmm wtvortis mein|semder”.

Bl. 15r og 36v auð, bl. 25r að mestu autt.

Keywords
2(106v-108r)
Registur yfir þetta lækningakompendium
Rubric

“Registur yfer þetta læ|kninga compendium”

Note

Neðan við efnisyfirlitið á bl. 108r: “Gloria magna Deo; compar | tibi gloria nate | flamine cum sancto, glo|ria magna Deo”.

3(108v-110r)
Viðbót við lækningabókina
Incipit

Oximel simplex crassos humores

Explicit

“stroked j naser|nar og umm þunnvangana”

Keywords
4(110v-111r)
Kvikasilfur
Rubric

“Kvikasilfur”

Incipit

1 Cornelius Agrippa skrifar ad sa̋ | madur

Explicit

“ad la̋ta stulku vnna sier ok | sig ad ellta”

Note

Aftan við stendur: “Þetta er skrifad j synu gillde”.

Bl. 111v autt.

Physical Description

Support
Pappír
No. of leaves
111 blöð í oktavó (157-158 mm x 101-102 mm). Auð blöð: 15r, 36v og 111v; 25r að mestu autt.
Foliation

Blaðmerking með bleki 1-104 (2r-105r).

Collation

Fjórtán kver:

 • 1 stakt blað (titilsíða).
 • Kver I: bl. 2-9, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 10-17, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 18-25, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 26-33, 4 tvinn.
 • Kver V: bl. 34-41, 4 tvinn.
 • Kver VI: bl. 42-49, 4 tvinn.
 • Kver VII: bl. 50-57, 4 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 58-65, 4 tvinn.
 • Kver IX: bl. 66-73, 4 tvinn.
 • Kver X: bl. 74-81, 4 tvinn.
 • Kver XI: bl. 82-89, 4 tvinn.
 • Kver XII: bl. 90-97, 4 tvinn.
 • Kver XIII: bl. 98-105, 4 tvinn.
 • Kver XIV: bl. 106-111, 3 tvinn.

Condition

 • Gömul viðgerð á bl. 1.
 • Vottar e.t.v. fyrir raka, einkum aftarlega í hdr.
 • Blettur á 4v og 5r.

Layout

 • Leturflötur er 115-123 mm x 73-78 mm.
 • Línufjöldi er 20-24.
 • Griporð, en á stöku stað eru síðustu orð á síðu í stöðu griporðs.

Script
Decoration

Litskreytt titilsíða á 1r, litur rauður, grænn og gulur.

Litskreyttur titill, kaflanúmer, kaflafyrirsögn og upphaf á 37r.

Pennaflúr í kaflaheitum og kaflanúmerum, t.d. 20v, 30v, 51v og 55r.

Pennaflúraðir upphafsstafir í upphafi kafla, t.d. 20v og 31v.

Pennaflúraðir stórir stafir, t.d. 29v, 33v og 34v.

Bókahnútur á 108r.

Örlítið pennaflúr um sum griporð, t.d. 45r.

Additions

 • Viðbót við texta á 97r.
 • Af bleklit að dæma hefur efnisgreinum stundum verið bætt aftan við texta, t.d. 31r og 36r.
 • Áherslumerki, t.d. 15v og 42v.
 • Pennaprufur á 25v og 111r.
 • Víða eru rauð strik í handritinu, e.t.v. til áherslu og minnis, t.d. 14v og 16v.

Accompanying Material

Milli bl. 9 og 10 er laust blað, autt, úr sama pappír og önnur blöð handritsins. Ekki er ljóst hver tilgangurinn er með þessu blaði. Um önnur fylgigögn, sjá inngangsfærslu.

History

Origin

Skrifað af Hannesi Gunnlaugssyni frá Reykjafirði í Vatnsfjarðarsveit, árið 1673 (1r).

Provenance

Sjá inngangsfærslu.

Part II ~ SÁM 42 II
1(1r-259v)
Libellus medicinalis
Rubric

“Libellus medici|nalis. | Læknÿnga kver korn: Jnne | halldande, j fyrstu nockud af læknings | bők Niels Mikels sonar, j annan mata | wr bők sera Christians Villassonar: j þr|idia lagie: nockra jurta og grasa regi|stur sem hier vaxa: med sőttanna nofnum: | j fiőrda ma̋ta vmm na̋tturur ymislegra | tegunda, saman skrifad Gude til æru | og dyrdar enn na̋unganum (ef ske mætte) | til gagns og nytsemda. | Lofe Drottenn allar þiőder, og | mikle hann allur lÿdur | … Anno Domini M:DC:LX:IX”

Incipit

Fyrsta bők Niels Michels sonar

Explicit

“Hue usque Deodatus phylosophiæ et | medicinæ doctor”

Note

Lækningabókin er að mestu skrifuð eftir bókum Níelsar Mikaelssonar og Kristjáns Villadssonar.

Titilsíðan er á 1r, á 1v er bæn (Bæn Remundi Lullii sem hann var vanur að biðja áður hann gaf þeim sjúku sín medicamenta ), en bókin hefst síðan á 2r.

Aftan við stendur: Excelsus super omnes Deos do|minus et super cælos gloria | ejus. | Finis hujus libri. | Anno 1669

Keywords
2(260r-276v)
Registur þessarar bókar
Rubric

“Registur þessarar bookar”

Note

Bl. 274v autt, sem og bl. 276r, ef frá er talin blaðmerkingin 280.

3(277r-281v)
Almennustu sóttaferlaregistur uppá ABC yfir framanskrifað kver þetta, að því fljótara sérhvað finnast megi
Rubric

“Almennustu soottaferla | registur uppa ABC yfer fram|anskrifad kver þetta, ad þvÿ fliőt|ara sierhvad finnast meige”

Note

Bl. 282r autt, ef frá er talin blaðmerkingin 287. Um efnið á 282v-283v, sjá spássíugreinar og aðrar viðbætur, sem og feril.

Physical Description

Layout

 • Leturflötur er 125-135 mm x 81-87 mm.
 • Línufjöldi er 22-31.
 • Griporð eru víðast hvar, en þeim fylgja gjarnan síðustu orð á síðu, t.d. 3v, 4v, 5v og 6v. Á stöku stað eru síðustu orð á síðu í stöðu griporðs, t.d. 13v, 15v og 17v.
 • Númer á spássíum, t.d. 12r, 27v og 28r.

Script
Decoration

Litskreytt titilsíða á 1r, litur rauður, grænn og blár.

Pennaflúr í titli á 277r.

Laufskreyti á spássíu á 69v.

Bókahnútar á 1r, 6r, 19r, 26r, 52v, 57r, 118r, 131r, 134r, 135r, 259v og 282v (viðbót).

Additions

 • Víða tilvísanir til efnis, t.d. 2v og 3r.
 • Svo virðist sem efnisgrein hafi verið bætt aftan við texta á 61v.
 • Leiðréttingar og viðbætur við textann út á spássíum og inni í texta, t.d. 71r, 72r-v og 73r.
 • Upplýsingar um feril á 282v og 283r (sjá feril).
 • Vísupartur á 282v: Guð minn lof þitt greiðist/gjörvalls heims um hring.
 • Áherslumerki, t.d. á 67v og 81v.
 • Víða rauð strik í handritinu, e.t.v. til áherslu og minnis, t.d. 5v og 6r.

Accompanying Material

Sjá inngangsfærlsu.

History

Origin

Skrifað árið 1669 (1r) og með sömu hendi og fremra handritið, þ.e. með hendi Hannesar Gunnlaugssonar.

Provenance

Á bl. 282v vottar Þorleifur Kláus Brynjólfsson bóndi á Ystu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði (Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1953 (III), 1956:60) að hann hafi keypt handritið af Birni Jónssyni. Ekkert er vitað um Björn þennan, en leiða má getum að því að e.t.v. sé þetta sonur Jóns Hannessonar Gunnlaugssonar, skrifara handritsins. Björn lést erlendis, en annað er ekki vitað um ævi hans (Espólín 957). Þorleifur skrifar og nafn sitt nokkrum sinnum á 283v og klausu á þýsku um að hann hafi fengið handritið frá Birni.

Síðar hefur handritið komist í eigu Brynjólfs Halldórsson Hólabiskups Brynjólfssonar, en hann seldi það Jóni Gunnlaugssyni, presti á Ríp, 2. janúar 1767 (283r). Ekki er vitað hvernig Brynjólfur eignaðist handritið, en vera kann að Þorleifur Kláus hafi gefið honum það, en hann var föðurbróðir Brynjólfs.

Bibliography

AuthorTitleEditorScope
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1953 (III), 1956:60
Espólín 957
Manuale medica
Stefán Karlsson 1981.
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1953 (III), 1956:60
Espólín 957
« »