Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

SÁM 173

Vikusálmar ; Ísland, 1800-1850

Innihald

1 (1r-21r)
Vikusálmar
Athugasemd

Vantar framan af og innan úr.

Efnisorð
2 (21r-37v)
Vikusálmar
Titill í handriti

Enn aðrir vikusálmar. Fyrst morgunsálmar. Lagið: Guðs son kallar komið

Upphaf

Dagur burt tekur dimma nátt …

Lagboði

Guðs son kallar komið til mín

Athugasemd

Vantar aftan af og innan úr.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
37 bl. (110 mm x 103 mm).
Tölusetning blaða
Handritið er blaðsíðumerkt 3-86.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur 85-90 mm x 75-80 mm.
  • Línufjöldi ca 15.
  • Griporð sums staðar.

Ástand
  • Vantar framan af, a.m.k. eitt blað; eitt blað vantar á milli bls. 22 og 25, eitt blað milli bls. 48 og 51, og 3 blöð milli bls. 70 og 77. Einnig vantar aftan af handritinu.
  • Handritið er lúið og er ytri spássía fúin, einkum fremst. Vegna þessa er texti skertur á bl. 1-2.
  • Nokkur blöð laus úr bandi.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Band

Bundið í skinn (120 mm x 105 mm).

Saumað með hamptaumi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar.

Ferill

Handrit að líkindum úr eigu Þorvarðar Bergþórssonar á Leikskálum í Haukadal, Dalasýslu.

Aðföng
Gjöf frá Hákoni Heimi Kristjónssyni, Kópavogi, 21. desember 2017.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 3. mars 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn