Skráningarfærsla handrits

SÁM 151

Þjóðtrú ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-21r)
Lófalestur
Titill í handriti

Chyromania eða handaskoðun sem kennir að ákveða sérhvörrar manneskju hlutfall og tilkomandi forlög, náttúru og sinnislag hvertveggja eftir línum í lófunum á manni, skrifað af Dr. Rúðolph Galatio til Malborg ár 1621

Upphaf

Um handarlistina sem ekki er hin sísta meðal náttúrlegra lista …

Athugasemd

Í sumum handritum er höfundur sagður Rudolf Goclenius.

Ritið er í 35 greinum.

Efnisorð
2 (21v-23r)
Lófalestur
Titill í handriti

Stuttur viðbætir um handarskoðun

Efnisorð
3 (23r-24v)
Handarlínur
Titill í handriti

Nokkur merki í lófum

Efnisorð
4 (25r-v)
Lófalestur
Titill í handriti

Lítill viðbætir um hitt annað

Efnisorð
5 (26r-27v)
Fingrastafróf
Titill í handriti

Fingramáls stafróf

Efnisorð
6 (27v-28r)
Kvæði
Upphaf

Fjólan smáa föl að sjá …

Athugasemd

4 erindi. Skrift máð.

7 (28v)
Kvæði
Upphaf

Hugleiðum tímann hugsum …

Athugasemd

Skriftin mjög máð.

8 (29r-35v)
Draumaráðningar
Titill í handriti

Nokkrar draumaráðningar

9 (35v-36v)
Hulinhjálmur
Titill í handriti

Hulin hjálmur

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
36 bl. (168 mm x 103 mm).
Tölusetning blaða
Bl. 1-27r eru tölusett 1-51. Bl. 27v-30r ótölusett en 30v-36v eru tölusett 1-16.
Kveraskipan

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-28, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 29-36, 4 tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Línufjöldi ca 22 í meginhluta handritsins.

Leturflötur er ca 150 mm x 90 mm.

Ástand
Blöðin eru laus úr bandi. Blöðin eru skítug og blettótt, einkum fremsta og aftasta blað.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Skreytingar

Teikningar af höndum á bl. 5v, 17r, 23r-24v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 28r hefur verið bætt við: Kærar þakkir fyrir lánið Steinmóður minn þó að jeg hafi ekki getað lesið nema sumt, líði þjer ætíð vel. Vertu blessaður og sæll. Stína Havsteen.

Band

Handritið er óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á 19. öld.

Ferill
Úr eigu Ögmundar Helgasonar, börn hans gáfu.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 1. september 2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 20. apríl 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn