Skráningarfærsla handrits

SÁM 147

Trúarrit ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Trúarrit
Athugasemd

Slitur úr trúarriti í tveimur pörtum, sennilega úr tveimur blöðum fremur en einu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
2 blöð (eða slitur úr tveimur blöðum).
Umbrot

Eindálka.

Strikað hefur verið fyrir leturfleti

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Örlítið pennaflúr.

Band

Blaðslitrin hafa nýlega verið plöstuð og lögð í pappamöppu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, líklega á seinni hluta 17. aldar.

Ferill

Frá Magnúsi Má Lárussyni. Á miða sem lá með blaðinu hefur Stefán Karlsson skrifað: Gjöf til Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi frá Magnúsi Má Lárussyni 29. mars 1996. Á umslag sem blaðið lá í hefur einhver (ef til vill Magnús Már Lárusson) skrifað: Úr bandi utan um Selnecker: Spegill eilífs lífs í Benediktssafni. Aths. frá GMG: Hér virðist eitthvað málum blandið því að Spegill eilífs lífs, sem kom út á Hólum 1607, er eftir Philipp Nicolai.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók við handritinu 29. mars 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 31. mars 2021 og 20. apríl 2021.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Trúarrit

Lýsigögn