Skráningarfærsla handrits

SÁM 117

Málrúnir ; Ísland, 1800-1899

Innihald

(1r-8v)
Málrúnir
Titill í handriti

Málrúnir og þeirra kenningar; a er ár

Upphaf

Himnaskenking jarðar …

Niðurlag

… Æfi ýmis coreyra(?)

Athugasemd

Blöð 5v-8v eru auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
8 blöð (156-158 mm x 100-101 mm).
Tölusetning blaða
Blöð voru ótölusett en merkt með blýanti af skrásetjara (3. janúar 2011): 1-8.
Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 90-92 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-23.
  • Kaflaskipting; rúnunum er skipt í kafla í stafrófsröð.

Ástand

  • Einungis eitt kver, óinnbundið.
  • Blöðin eru nokkuð notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur. Kansellískrift á fyrirsögnum, annars snarhönd/sprettskrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir eru með stærri og á stundum blekfylltum stöfum (sbr. blað 1r).

Band

Einungis eitt kver - óinnbundið.

Fylgigögn
Meðfylgjandi er blað (A4) dagsett 22. apríl 1981, undirritað af Sigurjóni Björnssyni þar sem fram koma upplýsingar um handritið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var sennilega skrifað á Íslandi á nítjándu öld.
Ferill

Í meðfylgjandi bréfi (sjá: Fylgigögn) kemur fram að gefandinn Sigurjón Björnsson, hafi fengið handritið frá Elínu Lilju Sæmundsdóttur, „Vancuver í Bandaríkjunum“ [svo] en handritið fann hún í bréfasafni föður síns, Sæmundar Björnssonar en hann fluttist vestur um haf 1902.

Aðföng

Sigurjón Björnsson til heimilis að Álfhólsvegi 24, Kópavogi afhenti Stofnun Árna Magnússonar handritið 22. febrúar 1981 (sjá: Fylgigögn).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið 3. janúar 2011.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Málrúnir

Lýsigögn