Skráningarfærsla handrits

SÁM 110

Rímur af Vilmundi viðutan ; Ísland, 1866

Titilsíða

Rímur af Vilmundi viðutan og Hjaranda fóstbræðrum, ortar árið 1815.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-48v )
Rímur af Vilmundi viðutan
Upphaf

Hallar fornu tvíblinds til …

Niðurlag

… flestum bast með togum.

Skrifaraklausa

Skrifaðar árið 1866 af Þ. Jónassyni

Athugasemd

Tíu rímur; ortar 1815 (sjá nánar Rímnatal 1966: 502).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 48 blöð + ii (165 mm x 98-99 mm).
Tölusetning blaða

Tölusetning blaða: 1-48 (27. sept. 2010).

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 135-140 mm x 80-82 mm.
  • Línufjöldi er ca 27-30.
  • Leturflötur er afmarkaður með blýanti að neðri spássíu undantekinni.

Ástand
.

  • Víða eru blettir á blöðum (sjá t.d. blöð 9v-10r og 17v).

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari er sbr. blað 48v Þ. Jónasson; snarhönd.

Skreytingar

Á titilsíðu eru fylltir stafir með svörtum lit; leturflötur síðunnar er afmarkaður með tvöfaldri línustrikun (sjá blað 1r).

Við upphaf rímna eru flúraðir og fylltir stafir (með svörtum lit), t.d. á blöðum 2r og 9v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (175 mm x 107 mm x 13 mm): Pappaspjöld eru klædd marmarapappír (bláum, hvítum, gulum og ljósrauðum). Blár shirtingur er á spjaldhornum og kili. Á kili er gylling og er titill rímnanna gylltur: Rímur af Vilmundi viðutan eftir Guðna Jónsson.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 107, 108, 109, 111 og 112.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1866 (sbr.48v).

Ferill
Það er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 226 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn) og var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

ÞS lagfærði skráningu 14. júlí 2017.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 110
  • Efnisorð
  • Rímur
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn