Skráningarfærsla handrits

SÁM 90 I-II

Rímur ; Ísland, 1800-1899

Titilsíða

Rímur af Konráð keisarasyni og Róðbert svikara. Ortar af Guðbrandi Erlindssyni anno MDCCLX. Rímur af Hrólfi Gautrekssyni. Ortar af Árna Sigurðssyni anno 1822.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 85 + i blöð.
Ástand

Blöð eru notkunarnúin.

Aftasta tvinnið er laust úr bandinu.

Þarfnast lagfæringar.
Band

Band (170 mm x 105 mm x 17 mm) er sennilega frá síðari hluta nítjándu aldar. Pappaspjöld eru klædd rauð-/svarrauðyrjóttum pappír. Blár shirtingur er á kili. Saurblöð tilheyra þessu bandi og mynda tvinn við spjaldblað, bæði að framan og aftan. Aftara spjaldblað er límt yfir texta úr Rímum af Hrólfi Gautrekssyni.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 85, 86, 87, 88 og 89.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Meðfylgjandi er miði með númeri handrits á afhendingarlista.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á nítjándu öld.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 27 á afhendingarlista (sjá fylgigögn). Það var áður í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í ágúst 2010.

Hluti I ~ SÁM 90-I.

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-48v)
Rímur af Konráð keisarasyni og Róðbert svikara
Höfundur

Guðbrandur Erlindsson

Upphaf

Valur herjans fl …

Niðurlag

… Óðinn knúðan síðast leið í stóð. Endir.

Athugasemd

Tíu rímur.

Í Rímnatali eru rímurnar sagðar ortar af Guðbrandi Einarssyni. Þar eru tilgreind þrjú handrit sem varðveita rímurnar en sagt að mansöngva vanti. Hér eru rímurnar með mansöngvum. Hndr.: Lbs. 1789, ÍB 149 brot, ÍB 294 8vo (sjá Rímnatal 1966: 317).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
48 blöð (162 +/- 1 mm x 99 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða
Upphafleg blaðsíðumerking 1012(!)-202. Blaðsett af skrásetjara með blýanti 1-48.
Kveraskipan

Sjö kver.

  • Kver I: blöð1-2, 1 tvinn.
  • Kver II: blöð 3-10, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 11-18, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 19-26, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 27-34, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 35-42, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 43-48, 2 tvinn + 2 laus blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 138-145 mm x 90 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-30.

Skrifarar og skrift

Sennilega með hendi Jónasar Jónssonar (sbr. blöð 30r og 48v).

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína í kafla eru til dæmis með stærra letri en er á meginmáli (sjá t.d. blöð 30r og 34v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blöð 1 og 2 gætu verið innskotsblöð; skriftin er önnur en sú sem annars er á texta rímnanna.
  • Stimpill Halldórs Steinmanns er tvítekinn á titilsíðu handritsins H. Steinmann.
  • Ritað er með bláu no. 32.
  • Á blað 30r hefur skrifarinn skrifað: Það virðist ekki ómaksins vert að skrifa lengur þessa mansöngva svo fánýta JJS.
  • Á blað 48v er skrifað undir fyrirsögninni: Eftirfylgir það sem miskrifast hefur í þessum rímum og þar á eftir fylgir upptalning með tilvísun í textastað.
  • Á blaði 48v er hugsanlega nafn skrifarans: Skrifað hefur Jónas Jónsson (sjá einnig: Skrift).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á nítjándu öld.

Hluti II ~ SAM 90 II

Tungumál textans
íslenska
1 (49r-85r)
Rímur af Jasoni bjarta
Titill í handriti

Rímur af Jasoni bjarta ortar af Jóni Þorsteinssyni

Upphaf

Fyrst skal herjans horna lá …

Niðurlag

… Fýsir mig nú hvíld að ná.

Efnisorð
2 (85v)
Rímur af Hrólfi Gautrekssyni
Titill í handriti

Rímur af Hrólfi Gautrekssyni, ortar af Árna Sigurðssyni fyrrum á Skútum, anno 1822

Athugasemd

Hér er aðeins titilsíða rímnanna sýnileg; aftara spjaldblað hefur losnað frá og sést þá að skrifarinn hefur skrifað a.m.k. tvö blöð til viðbótar af efni rímnanna; annað blaðið hefur verið límt á kápuspjaldið, hitt er þar ofan á og ofan á það hefur núverandi spjaldblað verið límt. Í þessu síðasta kveri gætu því hafa verið þrjú tvinn.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
36 blöð (162-163 mm x 82-83 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal 1-73. Blaðsett af skrásetjara með blýanti 49-85.

Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 73-81, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 82-85, 1 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 140 mm x 85-90 mm.
  • Línufjöldi er 26-28.
  • Síðutitill.

Ástand

  • Band þarfnast lagfæringar; blöð 84 og 85 eru laus úr bandinu.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, síðfljótaskrift; nöfn, fyrirsagnir og fyrsta lína í rímu með sprettskrift.

Skreytingar

Titilsíður eru með uppfylltum stöfum og á þeirri fyrri (sjá 1r) er lítilsháttar flúr í kringum stafi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Stimpill H. Steinmanns (sjá blað 49r).
  • Ritað er með bláu no. 33.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á nítjándu öld.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 90 I-II
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn