Handrit.is
 

Manuscript Detail

SÁM 69

There are currently no images available for this manuscript.

Stóridómur — Diskursus Oppositivus; Copenhagen, 1755-1777

Name
Guðmundur Andrésson 
Death
1654 
Occupation
Scholar 
Roles
Scribe; Author; Poet; Scholar 
More Details
Name
Hannes Finnsson 
Birth
08 May 1739 
Death
04 August 1796 
Occupation
Bishop 
Roles
Owner; Scribe; Author; Correspondent 
More Details
Name
Guðrún Ása Grímsdóttir 
Birth
23 September 1948 
Occupation
 
Roles
Scholar 
More Details
Name
Þórunn Sigurðardóttir 
Birth
14 January 1954 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Language of Text
Icelandic (primary); Latin

Contents

1(3r-7v)
Stóridómur
Rubric

“Forordning sem fyrirsegir straff í legorðssökum á Íslandi, kölluð Stóridómur, allra náðugast confirmeraður af kong. Friðrik II.”

Incipit

Vér Árni Gíslason, Þorlákur Jónsson, Gunnar Gíslason …

Explicit

“… tveimur dögum síðar en fyrr segir.”

1.1(7v-8v)
Confirmation
Rubric

“Confirmation”

Incipit

Vér, Friðrik annar, með Guðs náð …

Explicit

“… þann 13a dag Aprilis, Anno Domini 1565. Nostro sub sigillo F.R.”

2(9r-40r)
Discursus Oppositivus
Rubric

“Discursus oppositivus eður Skrif á móti Stóradómi sem svo almennilega kallast”

Incipit

Ljóst mun vera velflestum skjallegum mönnum …

Explicit

“… hefur ekki orðið barnshafandi í sinni sýslu?”

3(40r-v)
Kvæði um ritgerð Guðmundar Andréssonar
Rubric

“Epigramma”

Incipit

Keimmikill kvennadómur / kannað hefur af manni …

Explicit

“… sjúkan hokra með búkinn.”

Keywords
3.1(40v)
Vísa
Incipit

Ljósum rétti lögum með …

Explicit

“… utan dyrnar stæði. FINIS.”

Keywords

Physical Description

Support
Pappír (vatnsmerki á saurblöðum).
No. of leaves
i + 40 + i blöð í 4to (201 +/- 1 mm x 158 +/- 1 mm). Auð blöð: 1-2.
Foliation
Handritið er ómerkt.
Collation

Níu kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-12, 2 tvinn.
 • Kver III: bl. 13-16, 2 tvinn.
 • Kver IV: bl. 17-20. 2 tvinn.
 • Kver V: bl. 21-24, 2 tvinn.
 • Kver VI: bl. 25-28, 2 tvinn.
 • Kver VII: bl. 29-32, 2 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 33-36, 2 tvinn.
 • Kver IX: bl. 37-40, 2 tvinn.

Condition

 • Leturflötur hefur dökknað.
 • Blek hefur smitast í gegn á bl. 3v, 7r og 9v.

Layout

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 170 +/- 2 mm x 130 +/- 2 mm.
 • Línufjöldi er 27-30.

Script

Líklega með hendi Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups. Textinn er að mestu með fljótaskrift en fyrirsagnir, nöfn og ýmis hugtök með kansellískrift. Kvæðið á bl. 40r-v er enn fremur með kansellískrift.

Decoration

Fyrirsagnir flúraðar og stafir blekfylltir (bl. 3r, 7v og 9r).

Stórir flúraðir upphafsstafir á bl. 3r, 7v og 9r.

Additions

Strikað hefur verið undir orð og setningar með rauðu á blöðum 9r-40v.

Nafnið Sigurjón Sigurðsson stendur skrifað á saurblaði.

Binding

Pappaspjöld (206 mm x 164 mm x 14 mm) klædd skinni, kjölur upphleyptur.

Accompanying Material

 • Ex libris límdur á fremra spjaldblað með nafninu Magnús Kjaran.
 • Gjafabréf dagsett 1. desember 2000 undirritað af Sigríði Kjaran og Sigurjóni Sigurðssyni fylgir SÁM 68-70.

History

Origin

Handritið var líklega skrifað í Kaupmannahöfn á árunum 1755-1777.

Ritgerð Guðmundar Andréssonar móti Stóradómi er prentuð í útgáfu Jakobs Benediktssonar (1948). Í inngangi getur Jakob ekki þessa handrits. Ljóst er af greinargerð Jakobs fyrir skyldleika handritanna sem hann notaði við útgáfuna að þetta handrit tilheyrir þeim handritaflokki sem runninn er frá glötuðu eftirriti (*a) frumritsins sem er í NKS 1942 4to og Jakob prentar ritgerðina eftir. Handritum sem runnin eru frá *a skiptir Jakob í tvo flokka I og II og af sérstökum lesháttum sem hann tilgreinir úr flokki I er auðséð að SÁM 69 tilheyrir þessum flokki sem runninn er frá handritinu AM 209 c 4to. Það handrit er skrifað um 1700 og beint eftir því voru gerðar fimm uppskriftir í Kaupmannahöfn (Deilurit, xlvi-xlix). Líkur benda til að Hannes Finnsson hafi skrifað SÁM 69 í Kaupmannahöfn beint eftir AM 209 c 4to sem nú er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hannes var í Kaupmannahöfn við nám og störf árin 1755-1767 og 1770-1777 (Sjá greinargerð frá GÁG).

Provenance
Handritið var í eigu Magnúsar Kjarans næst á undan gefanda en það hefur verið í eigu ættmenna hans um langa hríð. Afi Magnúsar, Árni Thorsteinsson, var dóttursonur Hannesar Finnssonar (sbr. gjafabréf).
Acquisition
Hjónin Sigríður Kjaran og Sigurjón Sigurðsson afhentu Stofnun Árna Magnússonar handritið 1. desember 2000.

Additional

Record History

ÞS skráði handritið 10.-14. maí 2010. Stuðst var við greinargerð frá GÁG.

« »