Handrit.is
 

Manuscript Detail

SÁM 68

There are currently no images available for this manuscript.

Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal — Ræða (prédikun) Jóns Vídalíns biskups um lagaréttinn; Iceland, 1750-1760

Name
Jón Halldórsson 
Birth
06 November 1665 
Death
27 October 1736 
Occupation
Priest 
Roles
Author; Scribe; collector 
More Details
Name
Arngrímur Jónsson Vídalín ; lærði 
Birth
1568 
Death
27 June 1648 
Occupation
Priest, Rector Officialis; Rector 
Roles
Scholar; Owner; Author; Poet; Translator 
More Details
Name
Jón Þorkelsson Vídalín 
Birth
21 March 1666 
Death
30 August 1720 
Occupation
Bishop 
Roles
Owner; Scribe; Author; Correspondent; Marginal 
More Details
Name
Vigfús Jónsson 
Birth
12 June 1706 
Death
02 January 1776 
Occupation
Priest 
Roles
Author; Scribe 
More Details
Name
Magnús Ketilsson 
Birth
29 January 1732 
Death
18 July 1803 
Occupation
District/county magistrate 
Roles
Scribe; Author; Correspondent 
More Details
Name
Guðrún Ása Grímsdóttir 
Birth
23 September 1948 
Occupation
 
Roles
Scholar 
More Details
Name
Þórunn Sigurðardóttir 
Birth
14 January 1954 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Note
Aðeins sögur Skálholtsbiskupa.
Language of Text
Icelandic (primary); Latin

Contents

1(1r-221v)
Sögur Skálholtsbiskupa
1.1(1r-10v)
Formáli
Incipit

Þó hinum stoltu Pharizæis …

Explicit

“… og því samankomið í eitt bindi.”

Note

Formálinn er saga fyrstu kristni á Íslandi með skírskotun í Heilaga Ritningu og íslensk fornrit jafnt sem Arngrím lærða neðanmáls.

Keywords
1.2(11r-v)
Skrá yfir kaþólska biskupa í Skálholti
Rubric

“Röð eða registur þeirra pápísku biskupanna í Skálhol[ti]”

Incipit

Ísleifur Gissurarson …

Explicit

“… Ögmundur Pálsson.”

Note

Getið er um fæðingarár biskupanna, hvers lenskir þeir voru eða hvaðan af landinu, vígsluár, fjölda ára í embætti, aldur og andlát eða burthvarf af biskupsstól.

Keywords
1.3(11v)
Skrá yfir lútherska biskupa í Skálholti
Rubric

“Registur hinna evangelísku biskupa í Skálholti”

Incipit

Gissur Einarsson …

Explicit

“… Jón Þorkelsson Vídalín.”

Note

Getið er um fæðingarár biskupanna, hvers lenskir þeir voru eða hvaðan af landinu, vígsluár, fjölda ára í embætti, aldur og andlát eða burthvarf af biskupsstól.

Keywords
1.4(11v-12v)
Skrá yfir biskupslaus ár á Íslandi
Rubric

“Nær og hvað oft hér hafi verið biskupslaust í Íslandi síðan Ísleifur varð biskup”

Incipit

Anno 1008 eftir dauða Ísleifs …

Explicit

“… biskupslaust varð allt til þessa.”

1.5(12v-13r)
Skrá yfir hvenær þrír eða fleiri biskupar hafa verið samtímis í landinu
Rubric

“Þrír biskupar og fleiri hér í senn á Íslandi”

Incipit

Anno 1188 þrír biskupar á Íslandi …

Explicit

“… og að 2 biskupar væri hér ekki eins.”

Keywords
1.6(14r-220v)
Sögur Skálholtsbiskupa á kaþólskri tíð
Incipit

Ísleifur biskup var kominn af hinum göfugustu landnámsmönnum …

Explicit

“… svo hún hefur andast anno 1561.”

Note

29 kaflar. Kaflafyrirsagnir eru nöfn viðkomandi biskups.

2(222r-411r)
Sögur Skálholtsbiskupa á lútherskri tíð
Incipit

Síðan Ísland byggðist …

Explicit

“… samt lifir mannorðið lengst.”

Note

Hefst á formála. Þá eru 8 kaflar. Kaflafyrirsagnir eru nöfn viðkomandi biskups.

Bibliography

Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal I 1903-1910

3(413r-420v)
Prédikun á 4. sunnudag eftir trinitatis
Rubric

“Concio Episcopi Mag: Vídalíni Dominica iv. post trinitatis De jure. Exegesis.”

Incipit

Næst heilögu Guðs orði …

Explicit

“… fyrir þína forþénustu. Amen.”

Keywords

Physical Description

Support
Pappír.
No. of leaves
i + 420 + i blöð (190 +/- 1 mm x 153 +/- 1 mm). Auð blöð: 13v, 221r-v, 411v-412v.
Foliation
Handritið var blaðsíðumerkt 1-26, 1-412 og 1-373, en víða hafa tölurnar skorist af við bókband, einkum í fyrstu tveimur hlutunum. Bl. 222-224 og 413-420 eru ómerkt. Auð bl. eru ómerkt.
Condition

  • Í skurði við bókband hefur iðulega skorist ofan af síðutitlum og blaðsíðutölum.
  • Rifnað hefur af efra horni ytra megin á fremstu 5 blöðunum þannig að texti hefur skerst.
  • Blöð eru morkin á jöðrum, einkum fremst og aftast, og hafa blöð verið styrkt með pappírsræmum.
  • Leturflötur hefur dökknað. Vatnsblettur á bl. 32r-33v.

Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165-175 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-27.
  • Síðutitlar.

Script

Bl. 1r-115r og 126r-133v með hendi Vigfúsar Jónssonar, fljótaskrift.

Bl. 115v-126r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

Bl. 134r-420v með óþekktri hendi, fljótaskrift. Bl. 332v-336v með sprettskrift.

Decoration

Fyrirsagnir eru blekfylltar og sums staðar dálítið flúraðar.

Mannsandlit teiknað í staf í fyrirsögn á bl. 14r, 62v, 136r.

Additions
Víða eru efnisatriði skrifuð utanmáls í fyrsta hluta ritsins (að bl. 145v) með hendi Magnúsar Ketilssonar.
Binding

Band frá ca 1750-1760 (197 mm x 152 mm x 75 mm). Tréspjöld klædd skinni. Einfalt flúr á kápu og kili. Blá saurblöð fremst og aftast. Spjaldblöð úr sama pappír.

Accompanying Material

  • Ex libris límdur á fremra spjaldblað með nafninu Magnús Kjaran.
  • Gjafabréf dagsett 1. desember 2000 undirritað af Sigríði Kjaran og Sigurjóni Sigurðssyni fylgir SÁM 68-70.

History

Origin
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1750-1760. Það mun vera eitt helsta handrit biskupasagnanna og standa nærri frumritinu um margt (sbr. Jón Þorkelsson 1903-1910:xxii).
Provenance
Á fremra saurbl. stendur: “Steinúlfur Grímsson þessi bók keypt eftir sýslum. J. Thoroddsen á Leirá”. Innan á fremri kápu efst fyrir miðju stendur nafnið A. Thorsteinss. landfógeti. GÁG gískar á að Magnús Ketilsson hafi eignast handritið að biskupasögunum eftir séra Vigfús Jónsson í Hítardal sem var sonur höfundar. Síðar eignaðist Jón Thoroddsen sýslumaður handritið.
Acquisition
Hjónin Sigríður Kjaran og Sigurjón Sigurðsson afhentu Stofnun Árna Magnússonar handritið 1. desember 2000.

Additional

Record History

ÞS skráði 25. maí - 2. júní 2010 (Stuðst var við greinargerð frá GÁG).

Bibliography

AuthorTitleEditorScope
Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal I 1903-1910
« »