Skráningarfærsla handrits

SÁM 61 d

Gögn úr búi Jóhanns Sigurjónssonar skálds; ýmiss konar brot ; Danmörku, 1899-1919

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska; franska

Innihald

1 (1- )
Ýmiss konar brot
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Þrjár glósubækur (ein án kápu og í hana virðist vanta (sbr. blöð 1r-22v)), laus blöð með textabrotum og sendibréfum. Brúnn umbúðarpappír er sniðinn í tvinn utan um efnið.

1.1 (1- 22)
Brot I
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Upphaf

Jeg har engang set en gammel mand dö …

Athugasemd

(upphaf texta efst á blaði 2r).

Blöð úr glósubók. Skrifað er í bókina inn að miðju beggja vegna. Í blöðin virðist vanta þar sem eiginlegt upphaf er hvorugu megin. Blöðin eru óheft og mynda ellefu tvinn. Stöku blöð eru auð.

Í öðrum hlutanum virðist vera um frásögu eða -sagnir að ræða en í hinum er hugsanlega leikrit því oftar en ekki skiptast á skammstafanir í upphafi lína; annarsvegar tr.(?) eða Fr.(?) og hins vegar digt. og e.t.v. eitthvað fleira.

Í miðju kversins eru tvö erindi: Það fyrra hefst: Ég dreg fyrir gluggana dimmmjúk tjöld (eða: Drag fyrir gluggana dimmmjúk tjöld) / dagurinn vill ekki líða / en þá get ég haldið að komið sé kvöld / drag fyrri gluggana! Seinna erindið: Rökkrið það minnir svo mikið um (!) þig / myrkur og ljós í einu - / ég óska ekki eftir neinu.

1.2 (23-35)
Brot II
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Þrettán laus blöð. Meðal efnis er:

  • Uppkast (?) að bréfi til Eysteins(?). Fjórar línur eru þar fyrir ofan (að því er virðist ótengdar bréfinu) og í þeirri efstu er nafnið Njáll; bréfið er á blöðum 23r-25r (blað 25v er autt) og hefst á ávarpinu: Kære Eysteinn. Hør nu gamle ven …. Bréfið undirritar skáldið J. Sigurjónsson.
  • Bréf (blöð 26r-27v (blöð 26v-27r eru auð)) til danskra skattayfirvalda vegna áranna 1913-1914: Til det höje skattedepartment.
  • Þrjú blöð (28r-30v) með sínu textabrotinu hvert.
  • Blað 31: Þankar um hvad det islandske Folk mener, om dem af deres digtere, som skriver paa dansk. Þar er m.a. minnst á Einar Hjörleifsson Kvaran.
  • Blöð 32r-35v: Textabrot og bréf (fjögur blöð), þar á meðal bréf sem hefst á orðunum Kære du.

1.3 (36-69)
Brot III
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Stílabók í blárri pappírskápu (kápuspjöld teljast blöð nr. 36r og 69r). Þrjátíu og eitt blað + 1 blaðleif og 2 stök blöð (1 tvinn).

  • 1) Blað 1r hefst á þessum orðum: Jeg elskar dig om Natten … og skrifað er niður fyrsta blaðið tæplega hálft. Hornrétt á textann og fyrir neðan hann er annar texti.
  • 2) Blöð 1v-4r: Nokkur textabrot (blað 4v er autt).
  • 3) Blöð 5r-8v: Franskar stílæfingar (blöð 9-13 eru auð að mestu).
  • 4) Á blaði 14r er kvæði: Om dagen da er jeg … (blöð 14v-15r eru auð).
  • 5) Blöð 15v-16r eru bókhaldsgögn; sýna tekjur og gjöld.
  • 6) Blöð 16v-25r eru auð fyrir utan smátextabrot og athugasemdir á blöðum 18v-19r, 22r og 23r (blað 20r er aðeins blaðbútur).

Á blöð 25v-31v er skrifað ofvent við annan texta bókarinnar (fyrir utan texta á blöðum 22r og 23r sem einnig er settur fram á þennan hátt) þar sem skráð er í bókina aftan frá og er textinn því í öfugri röð við blaðtal (31v-25v).

  • 7) Blöð 25v-26v (26v-25v): Stílæfingar á nýíslensku.
  • 8) Blöð 27r-28r (28r-27r): Úr gamalli landafræði.
  • 9) Blað 28v: Upphaf bréfs : Hjartkæri faðir minn. Ég óska þess að þessar línur mínar megi hitta þig glaðan og heilbrigðan. Af mér er ekkert að segja. En heldur en ekkert ætla ég að skrifa þér það litla sem mér hefur orðið ágegnt
  • 10) Blöð 29r-31v (31v-29r): Blöð 29r og 30r eru auð; útreikningar og krot eru á blaði 29v, og á blaði 31 er texti sem merktur er I [....].
  • 11) Tvinn með tveimur textabútum.

Á kápu eru þrjár rissaðar andlitsmyndir af karlmönnum.

Efnisorð
1.4 (70-75)
Brot IV
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Þrjú rúðustrikuð bókartvinn (6 blöð); frásögn á dönsku skrifuð með býanti.

1.5 (76-95)
Brot V
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Glósubók í brúnleitri kápu (hér blöð: 76r og 95r) með álímdum kringlóttum gráum miða sem á stendur: H. Christensen, Gl. Kongevej no. 85, Bog [og] papirhandel; brúnleitur strigi á kili. Pennateikning af seglskútu er á fremra kápuspjaldi.

Eitt kver (18 blöð, þar af er eitt rifið) sem er laust úr kápunni.

Efnið virkar sundurlaust og að mestu skrifað á dönsku bæði með blýanti og penna. Nokkur blöð eru auð (blöð 79r, 80v-85r og á ca fjórum blöðum eru einungis nokkrar línur (sjá blöð 77, 78v, 79v og 94v).

Ein síða (blað 79r) er á íslensku (e.t.v. fleiri). Eftir því sem best verður lesið er fyrirsögnin þar:I. Surtshellir. Óbundið mál eða trúarjátning minna tilfinngina. Textinn hefst á þessum orðum: Ég vil drottna yfir skrílnum … og niðurlagið: (Ég er eins og örninn, einn míns liðs. Smáfuglarnir skelfast við þyt vængja minna og unglömbin hripa sig þegar þau sjá mig bera eins og ský fyrir sólina.)

1.6 (96-102)
Brot VI
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Sjö blöð (tvinn (samanbrotin auglýsing), þrjár númeraðar (bls. 65-70) línustrikaðar pappírsarkir og eitt tvinn (samanbrotið blað):

  • 1) Blöð 96r-97v: Texti á dönsku skrifaður aftan á samanbrotna auglýsingu frá Fahrende Musikanten 25. desember 1917 Textinn er sennilega uppkast að bréfi til herr direktør.
  • 2) Blöð 98r-100v: Texti (danskur) á þremur línustrikuðum pappírsörkum númer 65-70; skrifað er á rektó-hliðar blaða með blýanti.
  • Blöð 101r-103v:Texti á samanbrotnu tvinni (illlæsilegur). Blað 101r er að mestu autt og blað 102 er autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
102 blöð; misstór (sjá: Ástand).
Tölusetning blaða
Blöð eru ótölusett.
Ástand

  • Textabútar skrifaðir niður á laus blöð og í stílabækur.

Skrifarar og skrift

Jóhann Sigurjónsson; snarhönd.

Band

Tilsniðinn umbúðarpappír sem myndar kápu um Ýmiss konar brot, þ.e. mismunandi efni sem skrifað er í glósubækur og blöð af ólíkri gerð og stærð.

Handritið er í öskju með SÁM 61 a-c og e.

Fylgigögn

  • Gjafabréf í umslagi (tvö blöð (A4)) frá 12. desember 1996. Bréfið er frá Sveini Einarssyni og í því greinir hann frá innihaldi handritanna SÁM 61a-e.
  • Kort í ómerktu umslagi frá Sigurði Nordal til Sveins Einarssonar þar sem hann arfleiðir Svein að gögnunum.
  • Vélritaður miði sem á stendur: Gjöf frá Sveini Einarssyni 12. desember 1996

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Danmörku ca 1899-1919. Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880 á Laxamýri. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Meðal frægustu verka hans eru Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Mörður Valgarðsson, Bóndinn á Hrauni og Rung læknir.

Handritið sem er í fimm hlutum (SÁM 61 a-e) varðveitir aðdráttarkompur skáldsins, sem geyma margvíslegan fróðleik um vinnubrögð hans og þróunarferil einstakra skáldverka, t. d. Bóndans á Hrauni, Fjalla-Eyvindar og Marðar Valgarðssonar(sbr. gjafabréf Sveins Einarssonar).

Jóhann Sigurjónsson dó 1919 (sjá Gunnar Gunnarsson 1940: 7-75 ).

Ferill

Sigurður Nordal fékk handritið að gjöf 1920 frá Ingeborg Sigurjónsson ekkju skáldsins.

Sigurður Nordal gaf síðan Sveini Einarssyni handritið og frá honum er það komið til Stofnunar Árna Magnússonar (sbr. gjafabréf).

Aðföng

Stofnunin fékk handritið athent 12. desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið samkvæmt reglum TEIP5, 16. nóvember 2010.

Við skráningu var stuðst við eftirfarandi heimildir: Jóhann Sigurjónsson, Ritsafn I-III 1980 , Gunnar Gunnarsson, formáli 1980: 7-75 ; Helge Toldberg 1966 ; Jón Viðar Jónsson 2000: 6-7 .

Lýsigögn
×

Lýsigögn