Skráningarfærsla handrits

SÁM 61 c

Gögn úr búi Jóhanns Sigurjónssonar skálds; m.a. fyrsta riss að Fjalla-Eyvindi ; Danmörku, 1909-1911

Tungumál textans
íslenska (aðal); danska

Innihald

1 (1r )
Gylfaginning
Upphaf

Löng er nótt / löng er önnur …

Athugasemd

Gylfaginning 42. vísa (sjá Snorra Edda 1952: 51-52).

Efnisorð
2 (1r )
Gylfaginning
Upphaf

En sægnípu Sleipnir …

Athugasemd

Skáldskaparmál 127. vísa (sjá Snorra Edda 1952: 139).

Efnisorð
3 (1r )
Sólarlag
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Upphaf

Sólin ilmar af eldi …

Athugasemd

Uppkast að kvæðinu sem virðist vera í mótun; þriðja erindið er skrifað upp fjórum sinnum; í handriti er strikað yfir allt efni kvæðisins. Í endanlegri útgáfu er kvæðið með öðru móti en þarna er (sjá Jóhann Sigurjónsson, Ritsafn III 1980: 99 ).

Fjórtán blaðleifar sem sýna að burtskorin blöðin hafa innihaldið texta (sjá blöð 2-15). Blað 16 er autt.

Efnisorð
4 (17r-44r)
Fjalla-Eyvindur
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Titill í handriti

I. þáttur

Upphaf

Kirkjugarður, aftarlega til vinstri …

Athugasemd

Enginn leiðbeinandi titill sem gefið gæti hugmynd um hvaða efni er hér á ferð. Efst á blaðinu stendur I. þáttur. Efni fyrsta þáttar er skrifað á íslensku. Inngangur annars þáttar sem hefst á blaði 27r er á íslensku en síðan er efnið ritað á dönsku. Tólf blaðbútar inn við kjöl, á sumum eru textaleifar; sá texti er skrifaður ofvent við annan texta.

Yfirleitt er skrifað á annað hvort blað og á stundum eru athugasemdir á versó-síðum; undantekningar eru þó frá þessu, sjá t.d. blöð 27v og 40v þar sem skrifað er beggja vegna á blöðin. Blöð 44v-49v eru auð.

Blöð 17r-44r eru hér talin tengjast Fjalla-Eyvindi þó upphaf fyrsta þáttar sé ekki með sama hætti og í endanlegri útgáfu; nafn Eyvindar kemur fyrir á blaði 26v. Efni blaða 50-51r gæti verið texti úr leikritinu: Bóndinn á Hrauni þar sem af upphafsstöfum í upphafi línu á blöðum 50r-51r má hugsanlega ráða að J standi fyrir nöfnin Jórunn, Jakobína eða Jón og B fyrir Björg en þetta eru persónur í því verki. En það þyrfti að skoða þetta nánar.

Sennilega hefur Jóhann unnið að einhverju marki að Fjalla-Eyvindi og Bóndanum á svipuðum tíma þar sem hann segir í bréfi til konu sinnar dags. 11. desember 1909 (talar reyndar um Bæinn í hrauninu, ekki Bóndann á Hrauni (sama verk?)): Nú ferðu að halda að ég hafi lokið við Eyvind, en þar verður þú fyrir vonbrigðum, ég hef ekki snert við Eyvindi, en þegar þú lest Bæinn í hrauninu, þá þekkirðu hann ekki aftur … ( Jóhann Sigurjónsson 1980 III: 214 ).

Skáldið hefur á stundum átt erfitt með að lesa skrift sína (skrásetjari sömuleiðis) því um hana segir hann fjórum dögum síðar: Ib, ég ætlaði að senda þér leikritið mitt því að það verður sjálfsagt ekkert af því að þú komir, en í vinnukappinu hef ég skrifað það svo illa að ég get naumast lesið það sjálfur, og ég get engum sent það, … ( Jóhann Sigurjónsson 1980 III: 214-215 ).

  • Á blaði 51v er texti sem hefst svo: Det var den sidste aften ….
  • Blað 52r er autt.
  • Á blað 52v er skrifað á um helming blaðsins. Textinn hefst svo: Hveroledes der brennede alle miner saurer …(?)
  • Blað 53: Jeg vil fortælle hvorledes byen (den store ubekendte) holdt indtog i mit sind.
  • Á blöðum 54r-56r er texti af öðrum toga - skriftin er illlæsileg; textinn virðist fjalla um en gammel enke og er byrjað á honum á blaði 54r og aftur um mitt blað 55r.

5 (56v-65v)
Ferðalýsing
Titill í handriti

En fodtur over Island

Upphaf

Klokken to(?) om natten bankede stormen paa mit vindue …

Athugasemd

Blað 66 er autt og á blöðum 67r-68r er textinn sundurlaus; frá blöðum 68v til efst á 73v virðist um samfelldan texta að ræða. Umfjöllunarefnið gæti tengst ferðalýsingunni á blöðum 56v-65v því efst á blaði 68v nefnir höfundur bæði Akureyri og Reykjavík. Skrifað er með blýanti og auk þess sem skriftin er erfið aflestrar þá er blýið mjög ljóst. Athuga þarf textann nánar.

Á blöðum 74r-78v er lítill texti

því aðeins er skrifað lítillega á blöð 75r, 77v og 78v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
52 blöð (303 mm x 195 mm) + 26 blaðleifar.
Tölusetning blaða
Blöð eru ótölusett.
Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: blöð 1-3; 1 blað + 2 blaðleifar inn við kjöl.
  • Kver II: blöð 4-39; 12 blöð + 24 blaðleifar inn við kjöl
  • Kver III: blöð 40-76; 19 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 190 mm x 170 mm.
  • Línufjöldi er 24 (áprentaðar línur).

Ástand

  • Blaðleifar sýna að blöð hafa verið skorin (klippt) úr heftinu. Textaleifar gefa hugmynd um hversu mikill texti hefur glatast.
  • Fremra kápuspjaldið er laust að hluta.

Skrifarar og skrift

Jóhann Sigurjónsson; snarhönd.

Band

Stílabók (215 mm x 180 mm x 5 mm). Grá pappakápa; grá-brúnleitur strigi á kili.

Handritið er í öskju með SÁM 61 a, b, d-e.

Fylgigögn

  • Gjafabréf í umslagi (tvö blöð (A4)) frá 12. desember 1996. Bréfið er frá Sveini Einarssyni og í því greinir hann frá innihaldi handritanna SÁM 61a-e.
  • Kort í ómerktu umslagi frá Sigurði Nordal til Sveins Einarssonar þar sem hann arfleiðir Svein að gögnunum.
  • Vélritaður miði sem á stendur: Gjöf frá Sveini Einarssyni 12. desember 1996

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Danmörku ca 1909-1911 bæði á íslensku og dönsku en leikritið Fjalla-Eyvindur var samið á íslensku og dönsku jöfnum höndum og kom fyrst út á dönsku síðla hausts 1911… endurútgefinn tvisvar um daga höfundar: 1913 og 1917 og er sá texti verulega frábrugðinn texta frumútgáfunnar … (sjá nánar Jón Viðar Jónsson 2000: 6-7).

Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880 á Laxamýri. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Meðal frægustu verka hans eru Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Mörður Valgarðsson, Bóndinn á Hrauni og Rung læknir.

Handritið sem er í fimm hlutum (SÁM 61 a-e) varðveitir aðdráttarkompur skáldsins, sem geyma margvíslegan fróðleik um vinnubrögð hans og þróunarferil einstakra skáldverka, t. d. Bóndans á Hrauni, Fjalla-Eyvindar og Marðar Valgarðssonar(sbr. gjafabréf Sveins Einarssonar).

Jóhann Sigurjónsson dó 1919 (sjá Gunnar Gunnarsson 1940: 7-75 ).

Ferill

Sigurður Nordal fékk handritið að gjöf 1920 frá Ingeborg Sigurjónsson ekkju skáldsins.

Sigurður Nordal gaf síðan Sveini Einarssyni handritið og frá honum er það komið til Stofnunar Árna Magnússonar (sbr. gjafabréf).

Aðföng

Stofnunin fékk handritið afhent 12. desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið samkvæmt reglum TEIP5, 16. nóvember 2010.

Við skráningu var stuðst við eftirfarandi heimildir: Jóhann Sigurjónsson Ritsafn I-III 1980 , Gunnar Gunnarsson, formáli 1980: 7-75 ; Helge Toldberg 1966 ; Jón Viðar Jónsson 2000: 6-7 .

Lýsigögn
×

Lýsigögn