Skráningarfærsla handrits

SÁM 61 a

Gögn úr búi Jóhanns Sigurjónssonar skálds; m.a. hluti uppkasts að leikritinu Rung læknir ; Danmörku, 1899-1905

Tungumál textans
danska

Innihald

(1r-27v)
Bréf, uppkast að Rung lækni, ræða um íslenskar bókmenntir og fleira.
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Athugasemd

Skrift og framsetning efnis veldur því að ekki er alltaf auðvelt að henda reiður á hvar eitt efni hefst og öðru lýkur (sjá: t.d. Umbrot, Ástand) í þessari aðdráttarkompu skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar (sjá gjafabréf); þetta er stílabók með upphaflegum blöðum að hluta en einnig lausum viðbótarblöðum, mismunandi að gerð og ekki er víst að núverandi efnisröð, og sú sem hér er haldið við skráninguna, sé upphafleg. Byrjað er á bókinni að framan og aftan en blaðtali við skráninguna haldið fram frá öðru upphafinu. Miðjuopnan er auð.

  • 1) Naar du faar dette brev bliver du sikkert […… ……] bliver du vred i din stolthed … Þetta er upphaf blaðs 1r; bréfið eða frásögnin sem það gæti verið hluti af er hugsanlega fram haldið á blöðum 1r-4v.
  • 2) Á næstu fimm blöðum (5r-9v) er efni úr leikritinu Rung læknir (blað 6 er þó sennilega með öðru efni).
  • 3) Á blaði 10r er ræðuupphaf: Mine Damer og Herrer. Jeg vil tillade mig [ … …] den islanske Litteratur. Þetta eru aðeins þrjá línur og undir þeim er eftirfarandi kostnaðarlisti:

    Kjóllinn 35.-

    pakki 13.-

    pakki 3.-

    myndir 15.-

    buxur 14.-

    þvottur 3.-

    83.-

    Þar á eftir fylgja nokkrar andlitsrissur.

  • 4) Á blöðum 10v og 11 er fjallað um Pensionat og Lejligheder og samskipti Damer og Herrer af forskellig ælder …: Der var næsten aldrig en ledig Plads i [ …] Pensionat og dog kunde der være mange i det men havde leiglighederne paa anden sal ….
  • 5) Á blaði 12r sem á er skrifað ofvent við fyrri blöð, er efni sem tengist Rudolf sem var paa hjemvej … og fleiri andlitsrissur eru á blaði 12v.
  • 6) Á blaði 13 (á blaðið er skrifað með sama hætti og á blöð 1-11) er kvæðið: Kommer ikke den hvide Due …
  • 7) Á blaði 14r (skrifað ofvent við blað 13) er upplistun á persónum úr Lyga-Merði, þ.e. Egill Skallagrímsson, Hildigunnur, Hallgerður, Skarphéðinn, Guðrún Ósvífusdóttir (ekki meðal leikenda í upplistun í útgáfu leikgerðarinnar (sbr. Jóhann Sigurjónsson 1980: 70)) og Þorgerður; ca 12 línur með texta þar undir.
  • 8) Á 14v er bréf sem hefst Kære ven … og er til Pesehardt (?) Jernbaveg 5 (?).
  • 9) Á blaði 15 er efni í 10 línum; fyrir ofan þær stendur innan sviga (Grin vel Rubin).

Miðjuopnan er auð (þ.e. blöð 15v-16r). Blöð 16v-30v hafa öfugt efnislegt blaðtal þar sem skrifað er í bókina aftan frá, þ.e.a.s. það efni sem hér fer á eftir hefst á blaði 30v. Við skráninguna er blaðtali fram haldið.

  • 10) Á blöðum 16v-23v; (23v-16v) er aftur tekið til við ræðuna um íslenskar bókmenntir (sjá 3 hér fyrir ofan). Hún hefst með líkum hætti: Mine Damer og Herren. Jeg tillade mig … den islanske Litteratur.
  • 11) Blað 24 er laust blað í stærra broti (A4) en er á bókinni. Ekki er hér ljóst hvernig á að staðsetja það efnislega: [ … …] sejle som en graa Fugl …
  • 12) Blöð 25v-30v (30v-25v) virðast eiga saman; sömu persónur koma fyrir (Kongen eða Kingen(?) Norra, Nor.(?) og K. og H.) og blöðin sem eru laus eru annarrar gerðar en blöð stílabókarinnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Skrifbókarblöð: 29 (9 (laus) + 14 + 6 (laus)) + (A4): 1(laust); (215, (220), (277) mm x 177, (180), (215) mm).
Tölusetning blaða
Blöð eru ótölusett.
Kveraskipan

Tvö kver og 17 laus blöð

  • Kver I: blöð 10-21; 6 tvinn.
  • Kver II: blöð 22-23; 1 tvinn.
  • blöð1-9 og 24-30; 16 laus blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 190-210 mm x 160-170 mm.
  • Línufjöldi er 24 (línustrikuð blöð)- ca 39 (ólínustrikuð blöð).
  • Lausum blöðum hefur verið bætt við upphaflegu stílabókarblöðin og efni blaðanna á sér upphaf að framan sem aftan.

Ástand

  • Mörg blaðanna eru laus og ekki er vitað hvort hér er um upphaflega efnisröðun að ræða eða hvort í vantar.

Skrifarar og skrift

Jóhann Sigurjónsson; snarhönd.

Skreytingar

Framan og aftan á kápu eru rissaðar andlitsmyndir. Inni í bókinni eru einnig nokkrar slíkar myndir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Nafnið Jón Stefánsson kemur fyrir framan og aftan á kápu og Sauðárkrókur og fleira fremur ólæsilegt.
  • Lítið umslag með teikningu.

Band

Stílabók (215 mm x 175 mm x 5 mm). Þunn gráleit pappakápa með svörtum dúk á kili. Aftan á bókinni er stimpill: Peter N. Langsted, Bøg og Papirhandel, 42. Frederiksborggade 42. …

Handritið er í öskju með SÁM 61 b-e.

Fylgigögn

  • Gjafabréf í umslagi (tvö blöð (A4)) frá 12. desember 1996. Bréfið er frá Sveini Einarssyni og í því greinir hann frá innihaldi handritanna SÁM 61a-e.
  • Kort í ómerktu umslagi frá Sigurði Nordal til Sveins Einarssonar þar sem hann arfleiðir Svein að gögnunum.
  • Vélritaður miði sem á stendur: Gjöf frá Sveini Einarssyni 12. desember 1996

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Danmörku ca 1899-1905.

Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880 á Laxamýri. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Meðal frægustu verka hans eru Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Mörður Valgarðsson, Bóndinn á Hrauni og Rung læknir.

Handritið sem er í fimm hlutum (SÁM 61 a-e) varðveitir aðdráttarkompur skáldsins, sem geyma margvíslegan fróðleik um vinnubrögð hans og þróunarferil einstakra skáldverka, t. d. Bóndans á Hrauni, Fjalla-Eyvindar og Marðar Valgarðssonar(sbr. gjafabréf Sveins Einarssonar).

Jóhann Sigurjónsson dó 1919 (sjá Gunnar Gunnarsson 1940: 7-75 ).

Ferill

Sigurður Nordal fékk handritið að gjöf 1920 frá Ingeborg Sigurjónsson ekkju skáldsins.

Sigurður Nordal gaf síðan Sveini Einarssyni handritið og frá honum er það komið til Stofnunar Árna Magnússonar (sbr. gjafabréf).

Aðföng

Stofnunin fékk handritið í sína vörslu 12. desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði samkvæmt reglum TEIP5, 18. og 24. nóvember 2010.

Við skráningu var stuðst við eftirfarandi heimildir: Jóhann Sigurjónsson Ritsafn I-III 1980 , Gunnar Gunnarsson, formáli 1980: 7-75 ; Helge Toldberg 1966 ; Jón Viðar Jónsson 2000: 6-7 .

Lýsigögn
×

Lýsigögn