Skráningarfærsla handrits

SÁM 59

Nokkur brot skrifuð á 20. öld, fleiri en einn skrifari

Tungumál textans
íslenska (aðal); íslenska

Innihald

1 (1r-11r )
Tvö kvæði eftir Þorstein M. Borgfjörð
Höfundur

Þorsteinn M. Borgfjörð

1.1 (1r-3r )
Gestur Oddleifsson og kappar hans
Höfundur

Þorsteinn M. Borgfjörð

Upphaf

Ég lagði af stað í lystitúr …

Niðurlag

… oss finnst það Adams sonum.

Athugasemd

Vísurnar eru alls níu. Í uppskriftinni er níunda vísan aðeins hálf og yfir hana strikað en hún er öll á blaði 3r með annarri hendi.

Blað 3v er autt.

1.2 (4r-11r )
Bæjarríma
Höfundur

Þorsteinn M. Borgfjörð

Upphaf

Margt í alheimnum að sjá …

Niðurlag

… fjalla jökull harma þrunginn.

Athugasemd

Á blöðum 10r-11r eru skýringar á þeim nöfnum sem nefnd eru í rímunni.

Blað 11v er autt.

2 (4r-11r )
Um tíðarfar 1907
Titill í handriti

Til minnis um tíðarfar 1907

Upphaf

Ísinn fór af fljótinu laugardag 4. maí …

Niðurlag

… snjór víða í sköflum óþiðinn.

Athugasemd

Á blaði 11v er nafna- og launalist.

Lýsing á handriti

Skrifarar og skrift

Þrír óþekktir skrifarar?

Band

Óbundið. Utanum blöðin eru tvær pappakápur, hvor á móti annarri.

Fylgigögn
Meðafylgjandi eru tvö umslög með merki Háskólans á Akureyri og þau merkt: Próf. Stefán Karlsson, Stofnun Árna Magnússonar …, einnig er meðfylgjandi ódagsett bréf til Stefáns Karlssonar með haus Háskólans á Akureyri.

Uppruni og ferill

Uppruni

Brotin eru sennilega skrifuð í Vesturheimi á 20. öld (sbr. SÁM-skrá).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar fékk brotin send frá Haraldi Bessasyn í umslagi sem merkt er Hákskólanum á Akureyri ásamt bréfi með samhljóðandi haus.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið í júlí 2010

Lýsigögn
×

Lýsigögn