Skráningarfærsla handrits

SÁM 56

Líkræður, húskveðjur og kveðskapur

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-100r)
Líkræður, húskveðjur og kveðskapur
Efnisorð
1.1 (1r-12v)
Tvær líkræður
Efnisorð
1.1.1 (1r-8v)
Líkræða
Upphaf

Algóði himneski faðir …

Niðurlag

… sem lausnina þráum.

Athugasemd

Halldóra Jóhannesdóttir, 15 vetra. Hún dó 12. þ. m. kl. 12 og vantaði hana þá aðeins 20 daga í 15 ár (sjá blað 4r).

Efnisorð
1.1.2 (9r-13v)
Líkræða
Upphaf

Óttist ekki, því eg flyt yður mikinn fögnuð …

Niðurlag

… gefi Guð oss öllum að lokum. Amen.

Athugasemd

Halldóra Jóhannesdóttir, 6 ára. Á blaði 9r er þess getið að stúlkan hafi verið barn á Akureyri, 6 ára, dáin 22. nóv. 1882. Þar stendur einnig: Líkræða Akureyrarkirkju, 27. desember 1882

Blöð 14r-15v eru auð.

Efnisorð
1.2 (16r-35v)
Húskveðja og líkræða yfir frú Katrínu Thorarensen
Athugasemd

Katrín Thorarensen dó 21. september 1872 (sjá blöð 16r og 20r). Hún var fædd þann 5. febrúar 1798 og giftist 12. september 1821 Þórarni Thorarensen (sbr. 29v).

Sami skrifari er að húskveðju og líkræðu.

Efnisorð
1.2.1 (16r-24v)
Húskveðja
Upphaf

Í þessu nafni amen. Já í þínu nafni Jesús Kristur …

Niðurlag

… allt til dagsins drottins vors Jesú Krists. Amen.

Athugasemd

Blað 25 er autt.

Efnisorð
1.2.2 (26r-35v)
Líkræða
Upphaf

Himneski faðir! Til þín leitar andi vor …

Niðurlag

… allra sem lausnina þráum. Amen. Í þessu nafni. Amen.

Athugasemd

Blöð 26v-27v eru auð.

Efnisorð
1.3 (36r-47v)
Húskveðja og líkræða yfir Lárusi Thorarensen, sýslumanni
Athugasemd

Lárus Thorarensen, dáinn 1864, fæddur 1799(sjá seðil).

Húskveðja og líkræða eru saman í tólf blaða hefti.

Efnisorð
1.3.1 (36r-39v)
Húskveðja
Upphaf

Æ hugga þá sem hryggðin slær …

Niðurlag

… Í þér minn Jesú Kristi. - Amen í Jesú nafni. Amen.

Efnisorð
1.3.2 (40r-47v)
Líkræða
Upphaf

Eitt sinn fer dauðinn oss að höndum …

Niðurlag

… Amen. Í Jesú nafni. Amen.

Efnisorð
1.4 (48r-63v)
Líkræða og húskveðja yfir Stefáni Andreas Thorarensen og ungbarninu Önnu Carólínu Friðriku Velschow
Athugasemd

Stefán Thorarensen lést 2. mars 1868 en hann var fæddur 21. júlí 1837 (sjá seðil). Ungbarnið Anna Carólína Friðrika Velschow lést 7. mars 1868

Ræðurnar eru í sínu heftinu hvor; líkræðan er í tíu blaða hefti og húskveðjan í sex blaða hefti.

Að öllum líkindum eru ræðurnar ritaðar með sömu hendi.

Efnisorð
1.4.1 (48r-57v)
Líkræða
Upphaf

Í Jesú nafni, Ó drottinn blessa þessa samkomu …

Niðurlag

… eftir hita og þunga dagsins. Amen. Í Jesú nafni. Amen.

Athugasemd

Ræðan var flutt í Spákonufellskirkju 13. marzen 1868 við jarðarför assistents Stephans Andreasar Thorarenseni er andaðist 2. s.m. og Önnu Carolínu Frikriku Velschow er andaðist 7. hinn sama mánaðar.

Efnisorð
1.4.2 (40r-47v)
Húskveðja
Upphaf

Í Jesú nafni! - Heilagi faðir helga þú oss í þínum sannleika …

Niðurlag

… hvort þeir eru fjær eða nær. Amen. Í Jesú nafni. Amen.

Athugasemd

Kveðjan var flutt í Höfðakaupstað, 13. marzen 1868 við líkkistur assistents Stephans Andreasar Thorarenseni og ungbarnsins Önnu Carolínu Frikriku Velschow er andaðist 7. hinn sama mánaðar.

Efnisorð
1.5 (48r-63v)
Líkræða yfir Þórarni Thoranrensen
Athugasemd

Þórarinn Thorarensen lést 1871 áttatíu og þriggja ára gamall (sbr. seðil)

Upplýsingar virðast stemma við framkomnar upplýsingar um Katrínu Thorarensen (sjá lið 1.2) og gæti hann hafa verið eiginmaður hennar.

Efnisorð
1.5.1 (64r-71v)
Líkræða
Upphaf

Sælir eru þeir er lokið hafa við stríð sitt …

Niðurlag

… blessi allra vor banastund í Jesú nafni amen.

Athugasemd

Að því er fram kemur á seðli var Þórarinn verslunarmaður á Akureyri og í Reyðarfirði.

Efnisorð
1.6 (48r-63v)
Líkræða yfir Þórarni Thorarensen
Athugasemd

Þórarinn Thorarensen lést 1871 áttatíu og þriggja ára gamall (sbr. seðil).

Upplýsingar virðast stemma við framkomnar upplýsingar um Katrínu Thorarensen (sjá lið 1.2) og gæti Þórarinn hafa verið eiginmaður hennar.

Efnisorð
1.6.1 (72r-85v)
Um Arnljót Ólafsson prest á Bægisá
Titill í handriti

Séra Arnljótur

Upphaf

Í brestum sínum var hann barn tímans …

Niðurlag

… ekki vegna Guðseðlis, þess sem er í öllum, jafnvel þeim verstu.

Athugasemd

Blöð 83r-85r eru að mestu auð. Sitthvað er párað á blað 85v.

Efnisorð
1.7 (86r-90v)
Brot
Athugasemd

Eitt stakt blað og tveir tvíblöðungar; ekki úr sama handriti.

Efnisorð
1.7.1 (86r)
Fødselsdage
Titill í handriti

Fødselsdage

Upphaf

Jaqobine …

Niðurlag

… October 1840.

Athugasemd

Blaðið er stakt og bakhliðin er auð. .

Efnisorð
1.7.2 (87r-90v)
Brot úr líkræðu
Upphaf

… þær er þeir …

Niðurlag

… tími sem er uppskerutími …

Efnisorð
1.8 (91r-100r)
Brot
Athugasemd

Blöðin eru misstór og skrifuð af fleiri en einum skrifara. Þau eru ýmist stök, tvö eða fjögur saman.

1.8.1 (91r-91v)
Útlegging
Titill í handriti

Útlegging

Upphaf

Kveð ég nú fagra fósturjörð …

Niðurlag

… best fær huggarinn séð.

Athugasemd

Blaðið er stakt.

1.8.2 (92r-95v)
Eftirmæli o.fl.
Athugasemd

Eftirmæli 1847: Undrar engan, þó und blæði …; Sumarlok til Björns yngra bróður míns 1948: Nú er veðrið vært og blítt …, Fjarri 1848: Ó þér fjöll, sem hyljið tindum fagran dal …

Fjórblöðungur; blöð 92r-93r eru tvídálka, hin eru eindálka.

1.8.3 (96r-97v)
Sendibéf og kvæði
Athugasemd

Úr bréfi: Þegar skildum síðsta sinni, …; Hestvísa: Gráskjóni …, Eftir tvö börn, 1851: Hér hvíla blómin æsku ungu ….

Tvíblöðungur.

1.8.4 (98r-98v)
Til Arnljóts míns
Athugasemd

Á blaði 98v stendur Til Arnljóts míns. Undirskrift á blaði 98r bendir til þess að sendandinn sé vinur Arnljóts og frændi. 1) Gleði þér búi á brám …; 2): Tryggð í hjörtum bræðra búi ….

Stakt blað.

1.8.5 (99r-100r)
Enginn titill
Upphaf

Það var á eyrinni þorrablót …

Niðurlag

… þeim var sá bekkur of lár.

Athugasemd

Einn ungur fýr skrifar undir (sjá blað 100r).

Tólf erindi.

Tvíblöðungur. Blað 100v er autt.

2 (101r-122v)
Rímtal og sendibréf frá síðari hluta nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu.
2.1 (101r-112v)
Rímtal
Titill í handriti

Rímtalsmál

Athugasemd

Nítjándu aldar skrift er á texta en á forsíðu stendur (líklega úr forriti): Hér skrifast það elsta rímtalsmál sem brúkað hefur verið til forna á Norðurlöndum. Skrifað á Vestfjörðum anno 1627.

Tvö samanbrotin gulleit blöð mynda kápu um blöðin sem eru mjög viðkvæm og víða hefur molnað úr jöðrum þeirra en texti er þó nokkuð heill. Tvö A4 blöð eru sömuleiðis utanum efnið.

Efnisorð
2.2 (113r-122r)
Sendibréf
Athugasemd

Nokkur sendibréf skrifuð á síðari hluta nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu.

Blöð 119v, 121v, og 122v eru auð.

  • Bréf dagsett í Tungusveit 10. desember 1883, sendandi: J.E. Pálmason.
  • Bréf dagsett í Reykjavík 7. október 1880, sendandi: Kristinn Daníelsson, viðtakandi: frænka Kristins.

    Í bréfinu kemur fram að frænka Kristins hefur beðið hann um að láta smíða skó á sig, skóarinn þarf nákvæmari mál til að smíða eftir.

  • Bréf dagsett á Kolfreyjustað 6. september 1904, sendandi:Guðrún, viðtakandi: Guðrún frænka sendanda.

    Í bréfinu kemur meðal annars fram að dóttir Guðrúnar er væntanleg til dvalar hjá frænku sinni norður í landi. Dóttirin hyggst stunda nám á Hólum. Guðrún biður frænku sína jafnframt um að hlutast til um að dóttir sín fái kennslu í orgelleik.

  • Bréf dagsett í Reykjavík 22. júlí 1898, sendandi:Jón A. Hjaltalín, viðtakandi: kær vinur.

    Í bréfinu eru bataóskir Jóns til vinar síns, minnst á Þingvallafund og pólitík. Jón getur þess að óvíst sé um áframhaldandi þingsetu sína.

  • Bréf dagsett í Kaupmannahöfn 19. mars 1876, sendandi: J.J. Thorarensen samkvæmt undirskrift (J. J. Thorarensen, Reikjarfjord kemur einnig fram með upphleyptum stöfum í vinstra horni blaðs 120r). Á blaði 122r sem er lítill blár miði er sama undirskrift undir kveðjuóskum til ættingja.

Efnisorð
3 (123r-138v)
Tvær ritgerðir
Efnisorð
3.1 (123r-130)
Vorhugur
Upphaf

Vorið er nú í nánd …

Athugasemd

Undirritað Á. Ólafsson.

Blað 130v er autt.

Efnisorð
3.2 (131r-138v)
Um kosningarétt
Upphaf

Menn eiga margar framfarir að þakka hinum almenna atkvæðisrétti …

Athugasemd

Þetta er þýðing úr frönsku á "Le suffrage …" eftir Alfred Fouillée.

Líklega gerð í september 1884.

Ásamt þýðingunni sem er í pappakápu er þýsk bók eftir Ephraim Gotthold Lessing (1729-1781) Nathan der Weise. Bókin er merkt Sigurður Guðmundsson.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Mismunandi pappír.

Blaðfjöldi
Mismunandi stærðir blaða.
Umbrot

Blöðin eru þéttskrifuð; innri og ytri spássíur eru nánast engar.Efri og neðri spássíur eru settar í stöku uppskriftir.

Ástand

Misjafnt.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Skriftin

Band

Óbundið… ( mm x mm x mm). Handritið er varðveitt í umslagi sem merkt er með svörtum tússpenna: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Efni handritsins er skipt í þrennt og um hvern hluta er pappakápa. Blöð eru af ýmsum stærðum og gerðum og ýmist nokkur saman eða stök. Innan hvers hluta er efnið víðast hvar flokkað þannig að samanbrotið A4 blað er sett utan um þau blöð sem á einhvern hátt heyra saman.

Fylgigögn

Blað (A4), undirritað af Jónasi Kristjánssyni 16. febrúar 1994 (sjá nánar um feril).

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á 19. öld (sbr. innihaldsupplýsingar og ópr. lista SÁM).

Ferill

Í bréfi sem fylgir handritinu stendur: Miðvikudaginn 16. febrúar 1994 kom í Árnastofnun Jón Lárus Ingvason, Birkigrund 12 í Kópavogi, ásamt konu sinni, og afhenti stofnuninni nokkur bréf og handritadröslur. Hann kvaðst hafa haft meira af slíku tagi í sinni vörslu, og hefði hann látið Amtsbókasafnið á Akureyri fá það sem þeir kærðu sig um, en þetta hefði gegnið af. Kvaðst hann vilja láta okkur hafa það frekar en henda því, eins og hann kvað að orði. Aðspurður hvort þetta væri frá fjölskyldu hans kvað hann svo ekki vera, heldur hefði hann hirt þetta á öskuhaugunum á Akureyri. Reykjavík, 16. febrúar 1994, Jónas Kristjánsson.

Aðföng

Gefið Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 16. febrúar 1994.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið í júní 2010

Lýsigögn