Skráningarfærsla handrits

SÁM 40

Íslenskar þjóðsögur

Titilsíða

Íslenskar þjóðsögur. Safnað hefur Þorsteinn Þorkelsson, I. bindi

Á aftanverðri titilsíðu er þessi vísa:Oss þá góða gleðin flýr/ og gjörist margt að buga / 'Sökkva bekkjar' dísin dýr / dapran lífgar huga.

Innihald

1 (2r-4v (bls. iii-viii))
Íslenskar þjóðsögur
Titill í handriti

Formáli

Upphaf

Þá er ég var lítill var það fyrir mér eins og flestum öðrum börnum að mér þótti frábærlega mikið gaman að sögum …

Niðurlag

… En það er nauðsynlegt að fá sögurnar úr sem flestum áttum til samanburðar, að velja úr þeim það sem best og fyllst er sagt. Syðra-Hvarfi, 1. ágúst 1900. Þorsteinn Þorkelsson.

Efnisorð
2 (5r-6v (bls. ix-xii))
Íslenskar þjóðsögur
Titill í handriti

Efnisröð

Upphaf

I. Álfasögur

Niðurlag

II. Einstakra manna sögur

3 (7r-100r (bls. 3-187))
Íslenskar þjóðsögur
Titill í handriti

I. Álfasögur

Athugasemd

Blað 7r er titilsíða. Blað 7v er autt.

3.1 (8r-10v (bls. 3-8))
Sagan af Þóreyju húsfreyju
Titill í handriti

1. Þórey húsfreyja

Upphaf

Jón hét maður og var Sigurðsson, hann var svarfdælskur að ætt …

Niðurlag

… Þau voru foreldrar Jónasar skálds, Sigluvíkur-Jónasar.

3.2 (10v-14r (bls. 8-16))
Sagan af ferðafólkinu að Brekku
Titill í handriti

2. Ferðafólkið er kom að Brekku

Upphaf

Jón hét maður og var Guðmundsson. Hann bjó á Brekku í Svarfaðardal …

Niðurlag

… Og vóru þau foreldrar séra Zófoníasar prófasts í Viðvík.

3.3 (14r-16r (bls. 16-19))
Bí, bí og bí, bí
Titill í handriti

3. Bí, bí og bí, bí

Upphaf

Einu sinni bjuggu hjón nokkur á Hyllum á Árskógsströnd …

Niðurlag

… mundi það hafa verið Hyllnabarnið sem hvarf um veturinn og mundi það hafa verið numið burt af álfum.

Skrifaraklausa

Sögnin er af Árskógsströnd.

3.4 (16r-23r (bls. 19-33))
Sagan af klútnum
Titill í handriti

4. Klúturinn á hyllunum

Upphaf

Einu sinni voru vinnuhjú á (!) í Ytri-Haga á Árskógsströnd …

Niðurlag

… Haft er eftir presti að hann þóttist meiri gæfumaður eftir þennan atburð heldur en áður.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

3.5 (23r-27r (bls. 33-41))
Sagan af Björgu á Glerá
Titill í handriti

5. Björg á Glerá

Upphaf

Einu sinni bjuggu hjón nokkur allvel efnum búin á Glerá í Kræklingahlíð …

Niðurlag

… Þótti hún væn kona og hamingjusöm og varð gömul og munu afkomendur hennar þar enn lifa.

Skrifaraklausa

Sögn þessi er úr Eyjafirði.

3.6 (27r-30v (bls. 41-48))
Glæsibæjarpresturinn
Titill í handriti

6. Presturinn í Glæsibæ

Upphaf

Einu sinni var prestur nokkur í Glæsibæ í Kræklingahlíð …

Niðurlag

… Ekki er getið um að hann hafi oftar orðið var við huldufólk en aldrei síðan neitaði hann tilveru þess.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

3.7 (31r-32v (bls. 49-52))
Barnagullin
Titill í handriti

7. Barnagullin

Upphaf

Þá er séra Magnús Einarsson var prestur á Tjörn …

Niðurlag

… En hann var dulur á að tala um þau málefni.

Skrifaraklausa

Sögnin er eftir Sigríði sjálfri og er áreiðanleg.

3.8 (33r-34v (bls. 53-56))
Sagan af rauðu húfunum
Titill í handriti

8. Rauðu húfurnar

Upphaf

Um aldamótin 1700 bjó sá maður í Möðrufelli í Eyjafirði er Jón hét …

Niðurlag

… Jón bjó lengi í Möðrufelli og var lánsmaður.

Skrifaraklausa

Eftir sögn Sigr. Magn.dóttur.

3.9 (35r-39v (bls. 57-66))
Sagan af Guðlaugu Bjarnadóttur
Titill í handriti

9. Guðlaug Bjarnadóttir

Upphaf

Guðlaug hét kona, hún var Bjarnadóttir …

Niðurlag

… Aldrei giftist hún eða var við karlmann kennd. Hún dó öndverðlega á nítjándu öld.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

3.10 (40r-41r (bls. 67-69))
Sagan af Jóni Kolbeinssyni
Titill í handriti

10. Jón Kolbeinsson

Upphaf

Jón hét maður og var Kolbeinsson …

Niðurlag

… Það er sagt að Jón væri forfaðir Einars í Nesi, Kristjáns amtmanns og þeirra bræðra.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk og þingeysk sögn.

3.11 (41v-44r (bls. 70-75))
Sagan af Jóni í Hryflu
Titill í handriti

11. Jón í Hryflu

Upphaf

Á fyrri hluta nítjándu aldar bjuggu þau hjón í Hryflu í Ljósavatnsskarði er Jón og Ragnhildur hétu …

Niðurlag

… en hafði enga stafi er smiðir eru þó vanir að setja á skeiðar sínar.

Skrifaraklausa

Þessi saga var mér sögð af vitrum manni og skilgóðum úr Þingeyjarþingi.

3.12 (44r-49r (bls. 75-85))
Sagan af Jóni á Skjöldólfsstöðum
Titill í handriti

12. Jón á Skjöldólfsstöðum

Upphaf

Það var ekki löngu eftir aldamótin 1800 …

Niðurlag

… Eftir hennar dag komst það á ringulreið og munu þá stokkar og skildir af því hafa verið bræddir upp. Ekki voru þeir mjög fagursmíðaðir en efnismiklir.

Skrifaraklausa

Aldraður kvenmaður er Aðalbjörg hét, ættuð úr Þingeyjarþingi, sagði mér sögu þessa fyrir fullum þrjátíu árum (nálægt 1870) og kvaðst hún hafa verið unglingur á Skjöldólfsstöðum er hún heyrði Jón bónda segja hana. Og hefi ég reynt til að segja hana sem líkast því er hún sagði, það er ég frekast man. En ég tel víst að einhverjir sem kunnugri eru, muni kunna hana réttari og fyllri en hér er frá skýrt. Ei að síður mætti hafa mitt handrit til samanburðar.

3.13 (49v-56r (bls. 86-99))
Ljósmóðirin
Titill í handriti

13. Ljósmóðirin

Upphaf

Það var á bæ einum á Austurlandi að þar bjuggu hjón nokkur …

Niðurlag

… Eftir þetta útbreiddist sagan í kyrrþey og líklegt er að saga þessi hafi viðhaldist fyllri og betri nálægt þeim stöðum, þar sem menn trúðu hún hefði við borið.

Skrifaraklausa

Mig minnir ég hafi heyrt hana úr Þingeyjarþingi.

3.14 (56v-60v (bls. 100-108))
Jólanóttin
Titill í handriti

14. Jólanóttin

Upphaf

Það var á einum mikilsháttar bæ í Húnaþingi …

Niðurlag

… því aldrei framar varð vart við stúlku þessa. Pilturinn hafði litið mjög vel og góðmannlega út.

3.15 (61r-62r (bls. 109-111))
Ein sit ég úti grátin
Titill í handriti

15. Ein sit ég úti grátin. Brot.

Upphaf

Sagt er það hafi einu sinni verið stúlka ein á bæ, er var trúlofuð manni nokkrum ungum er brá heiti við hana …

Niðurlag

… Þetta er ekki nema lítið brot. Vísurnar hljóta að vera fleiri og einhver sögn að fylgja þeim er ég hefi eigi heyrt.

3.16 (62v-65r (bls. 112-117))
Sagan af Móbergs-Hjálmu
Titill í handriti

16. Móbergs-Hjálma

Upphaf

Á Móbergi í Langadal í Húnaþingi bjó einu sinni bóndi nokkur ungur og efnilegur …

Niðurlag

… Bóndi sá er getið var um bjó til elli á Móbergi og var lánsmaður.

Skrifaraklausa

Sögnin er úr Húnaþingi.

3.17 (65v-72v (bls. 118-132))
Sagan af Ólafi og Jóni
Titill í handriti

17. Ólafur og Jón

Upphaf

Á bæ nokkrum suðaustur undir Eyjafjöllum bjó bóndi sá er Árni hét …

Niðurlag

… En aldrei þorði hann að forvitnast um byggðir Ólafs bróður síns.

Skrifaraklausa

Sagan er eftir kvenmanni suðaustan af landi, er ferðaðist um Svarfaðardal nálægt 1850.

3.18 (73r-79r (bls. 133-145))
Sagan af Jóni og Þórði
Titill í handriti

18. Jón og Þórður

Upphaf

Að austanverðu í Önundarfirði er veiðistöð sú er Kálfseyri heitir …

Niðurlag

… Góðar urðu samfarir þeirra Þórðar og Kristínar. Þau bjuggu að Kirkjubóli eftir Ögmund og var Þórður gildur og góður bóndi.

Skrifaraklausa

Þessi saga var mér sögð af manni vestan af landi fyrir löngu síðan.

3.19 (79v-82v (bls. 146-152))
Hjónadóttirin
Titill í handriti

19. Hjónadóttirin

Upphaf

Það er sagt að á bæ einum fremst í sveit hafi búið hjón nokkur fátæk …

Niðurlag

… En það vissu þau seinast til dóttur sinnar að hún var húsfreyja í steininum á dalnum og leið vel.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

3.20 (83r-92v (bls. 153-172))
Sagan af Þóru drottningu
Titill í handriti

20. Þóra drottning

Upphaf

Það bar við í Rauðuskriðu í Þingeyjarþingi, eitt vor eftir sumarmál …

Niðurlag

… Vinnumaður tók síðan jörðina í vald sitt, gifti sig og fór að búa. Bjó til elli í Rauðuskriðu og varð gildur bóndi.

Skrifaraklausa

Sögnin er eftir Svarfdæling er hafði dvalið nokkur ár í Þingeyjarþingi.

3.21 (93r-94v (bls. 173-176))
Yfirsetukaupið
Titill í handriti

21. Yfirsetukaupið

Upphaf

Á kirkjustað nokkrum í Rangárþingi var sauðamaður nokkur ungur að aldri, gætinn og greindur og dulur í skapi …

Niðurlag

… Líka þótti mönnum það benda til þess að hann varð hinn mesti lánsmaður.

Skrifaraklausa

Þessi saga var mér sögð af Sunnlendingi er þekkti manninn fyrir mjög löngu.

3.22 (95r-96v (bls. 177-180))
Lambasetan
Titill í handriti

22. Lambasetan

Upphaf

Þegar séra Páll Halldórsson er seinna varð prestur að Þönglabakka, 1836-1840 …

Niðurlag

… Séra Páll var prúðlyndur maður, góðgjarn og vel þokkaður. Varð ei gamall.

Skrifaraklausa

Sögnin er úr Þorgeirsfirði.

3.23 (96v-98v (bls. 180-184))
Langspilið
Titill í handriti

23. Langspilið

Upphaf

Það hefur lengi verið trú manna …

Niðurlag

… Þá leit ég upp, segir hann, og sá þá að dyrnar vóru orðnar troðfullar af ljúflingsfólki og þá hætti ég að slá.

Skrifaraklausa

Eitt af börnum þeim er þarna vóru viðstödd var unglingsstúlka er Sofjá hét, dóttir séra Gísla Magnússonar á Tjörn, sannorð og ráðvönd. Og hún sagði mér frá.

3.24 (98v-100r (bls. 184-187))
Hljóðið
Titill í handriti

24. Hljóðið

Upphaf

Björn Halldórsson hét merkur bóndi á Syðra-Holti í Svarfaðardal, d. 1795 …

Niðurlag

… Og var lengi eftir þetta að menn komu ekki lengur í skemmuna til að heyra Jón slá langspil sitt.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

Athugasemd

Blað 100v er autt.

4 (101v-169v (bls. 189-326))
II. Einstakra manna sögur
Titill í handriti

II. Einstakra manna sögur

Athugasemd

Blað 101r er titilsíða. Blað 101v er autt.

Efnisorð
4.1 (102r-110r (bls. 191-207))
Sagan af Oddi sterka
Titill í handriti

25. Oddur sterki

Upphaf

Sturla er maður nefndur. Segja nokkrir ættfróðir menn að hann væri Vilhjálmsson …

Niðurlag

… Margir göfgir menn hafa komið af Oddi svo sem Jón læknir Pétursson, Guðríður biskupsfrú, Pétur biskup og bróðir hans, Helgi Hálfd. og fleiri.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

Athugasemd

Röng blaðsíðumerking: bls. 206 og 207 í handriti eru merktar 106 og 107 í handriti.

Efnisorð
4.2 (110v-113r (bls. 208-213))
Sagan af Galdra-Leifi
Titill í handriti

26. Galdra-Leifi

Upphaf

Það er sagt að Þórður Þorleifsson frá Möðruvöllum hafi fyrst búið í Skagafirði og flust þaðan suðaustur í Hreppa …

Niðurlag

… Og komst þar í kynni við ljúflingskonu eins og segir í þætti hans, í neðanmálssögum Ísafoldar. Hann dó 1647.

Skrifaraklausa

Sagan er eftir kvenmanni suðaustan af landi, er ferðaðist um Svarfaðardal nálægt 1850.

Athugasemd

Röng blaðsíðumerking: bls. 209 er merkt 109 í handriti.

Efnisorð
4.3 (113v-115v (bls. 214-218))
Sagan af Halli harða
Titill í handriti

27. Hallur harði

Upphaf

Hallur Bjarnason í Möðrufelli, Pálsonar sýslumanns Grímssonar, á Möðruvöllum …

Niðurlag

… Hallur átti fjölda barna og var hinn kynsælasti maður.

Skrifaraklausa

Einhvern tímann var til á Urðum lítill söguþáttur, ritaður af Halli harða og þaðan er þetta tekið eftir minni.

Efnisorð
4.4 (116r-116v (bls. 219-220))
Sagan af sr. Þorkeli Þorsteinssyni
Titill í handriti

28. Sr. Þorkell Þorsteinsson. 1723

Upphaf

Árni Skaftason og Þorkell Þorsteinsson hétu skólapiltar tveir á Hólum á dögum Steins biskups …

Niðurlag

… En lík séra Þorkels rak ekki að landi fyrr en seint um sumarið. Þá bar það upp að Sauðanesi á Langanesi svo séra Árni söng yfir því og þótti það allmerkilegt.

Efnisorð
4.5 (117r-121v (bls. 221-230))
Sagan af sr. Eyjólfi lærða
Titill í handriti

29. Séra Eyjólfur lærði. 1745.

Upphaf

Séra Eyjólfur var sonur Jóns Eyjólfssonar sýslumanns í Kjósarsýslu og vísi lögmanns …

Niðurlag

… Hann var svo ritviss að sannsögur með hans hendi þóttu jafnréttar og skinnbækurnar. Hann þýddi fyrsta orðið 'Theólógía' - Guðfræði. Hann var lítillátur og vinsæll.

Efnisorð
4.6 (122r-131r (bls. 231-249))
Sagan af sr. Jóni Halldórssyni
Titill í handriti

Séra Jón Halldórsson. 1779.

Upphaf

Séra Jón Halldórsson á Völlum var sonur merkisbónda og lögsagnara …

Niðurlag

… Kunnugir menn sögðu að Páll sýslumaður Melsteð sonur hans, hefði erft þunglyndið af föður sínum en gáfnaskarpleikann af afa sínum.

Skrifaraklausa

Að mestu svarfdælsk sögn.

Athugasemd

Vantar kaflanúmer; 30.

Efnisorð
4.7 (131v-156r (bls. 250-299))
Sögur af sr. Magnúsi Einarssyni
Titill í handriti

31. Séra Magnús Einarsson. 1794.

Athugasemd

Eftirfarandi eru tíu sögur af séra Magnúsi Einarssyni.

Efnisorð
4.7.1 (131v-134r (bls. 250-255))
Séra Magnús og Jón Pétursson
Titill í handriti

1. Séra Magnús og Jón Pétursson.

Upphaf

Séra Magnús Einarsson, prestur á Tjörn í Svarfaðardal 1769-1794, var á sínum tíma álitinn gáfumaður mikill, andríkur mjög og skáld gott …

Niðurlag

… Og skildust þeir prestur og læknir bestu vinir og héldu vináttu sinni til dauðadags.

Efnisorð
4.7.2 (134v-136r (bls. 256-259))
Séra Magnús og Jörgin Hólm
Titill í handriti

2. Séra Magnús og Jörgin Hólm

Upphaf

Séra Magnús var forspár mjög og þótti oft vita margt með undarlegum hætti bæði framkomið og óframkomið …

Niðurlag

… og var þar foss undir og þar týndist hvor tveggja maðurinn og hesturinn. Og er það Grafará er þar rennur ofan.

Efnisorð
4.7.3 (136r-137v (bls. 259-262))
Séra Magnús og Jón á Urðum
Titill í handriti

3. Séra Magnús og Jón á Urðum

Upphaf

Jón hét maður og var Sigurðsson, gáfumaður og íþróttamaður mikill …

Niðurlag

… Og þótti mönnum þeir prestur og bóndi vera báðir nærgætnir.

Efnisorð
4.7.4 (137v-144v (bls. 262-276))
Séra Magnús og Finnur
Titill í handriti

4. Séra Magnús og Finnur

Upphaf

Finnur hét maður. Hann bjó á bæ þeim er heitir á Hjaltastöðum …

Niðurlag

… Síðan giftist hún Jóni dannibrogsmanni Sigurðssyni hinum ríka, er lengi bjó að Böggversstöðum í Svarfaðardal.

Skrifaraklausa

Sögn þessi er svarfdælsk eftir kunnugustu hlutaðeigendum.

Efnisorð
4.7.5 (145r-150r (bls. 277-287))
Séra Magnús, Þorkell smiður og Finnur
Titill í handriti

5. Séra Magnús og Þorkell smiður og Finnur

Upphaf

Þá er sér Magnús var prestur á Tjörn bjó sá maður á Jarðbrú, næsta bæ …

Niðurlag

… Og þótti mönnum þeir prestur og bóndi vera báðir nærgætnir.

Efnisorð
4.7.6 (150v-151r (bls. 288-289))
Gáið að börnunum
Titill í handriti

6. Gáið að börnunum

Upphaf

Það var eitt vor þegar farið var að vinna á túnum, að séra Magnús átti ferð fram í Skíðadal …

Niðurlag

… Að þrem dögum liðnum drukknaði eitt barnið frá Bakka í ánni.

Skrifaraklausa

Þessi sögn er áreiðanleg.

Efnisorð
4.7.7 (151r-151v (bls. 289-290))
Blár er Steinn
Titill í handriti

7. Blár er Steinn

Upphaf

Eitthvert sinn átti séra Magnús ferð út að Hraunum í Fljótum …

Niðurlag

… það hefði verið fyrirboði þess er prestur mælti og að hann hefði séð einhverja feigðarblæju yfir honum.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

Efnisorð
4.7.8 (152r-153r (bls. 291-293))
Klúturinn
Titill í handriti

8. Klúturinn

Upphaf

Það vóru fjölda margir sem leituðu ráða til séra Magnúsar …

Niðurlag

… þá er hann vissi að ráða prests var leitað. En aldrei vissi neinn hver það hafði gert.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk sögn.

Efnisorð
4.7.9 (153v-155r (bls. 294-297))
Kaupstaðarferðin
Titill í handriti

9. Kaupstaðarferðin

Upphaf

Það var eitt haust að margir Svarfdælir fóru í kaupstað á Akureyri …

Niðurlag

… og mundi það hafa verið í fyrsta sinn er hans hefði orðið vart (hér) vestan fjarðar.

Skrifaraklausa

Sögnin er að mestu eftir Magnúsi prófasti Erlendssyni.

Efnisorð
4.7.10 (155r-156r (bls. 297-299))
Sendingin
Titill í handriti

Sendingin

Upphaf

Þórarinn sýslumaður og Magnús Einarsson komu eitt sumar af Alþingi og vóru ekki nema þeir tveir í förinni …

Niðurlag

… Og aldrei varð sýslumaður framar var við neina áleitni frá þessari hlið.

Skrifaraklausa

Svarfdælsk og eyfirsk sögn.

Efnisorð
4.8 (156v-169v (bls. 300-326))
Sagan af Jóni á Böggversstöðum
Titill í handriti

32. Jón á Böggversstöðum

Upphaf

Sigurður hét maður. Hann bjó á Jökli í Eyjafirði …

Niðurlag

… Margt var af afkomendum Valgerðar, ágætasta bændafólk. Þau Jón dannibrogsmaður og hún áttu einn son er Sveinn hét og dó hann ungur. Hans nafn bar fyrstur Sveinn bóndi á Hofi.

Athugasemd

Röng blaðsíðumerking: bls. 323, 324, 325 og 326 eru bls. 223, 224, 225 og 226 í handriti.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Bók.

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 169 blöð + i.
Tölusetning blaða

Engin blaðmerking en handritið er blaðsíðumerkt; v-xii; bls. 1-328.

Kveraskipan

22 kver.

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 15-22, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 23-30, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 31-38, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 39-46, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 47-54, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 55-62, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 63-70, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 71-78, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 79-86, 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 87-94, 4 tvinn.
  • Kver XIII: bl. 95-100, 3 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 101-108, 4 tvinn.
  • Kver XV: bl. 109-116, 4 tvinn.
  • Kver XVI: bl. 117-124, 4 tvinn.
  • Kver XVII: bl. 125-132, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: bl. 133-140, 4 tvinn.
  • Kver XIX: bl. 141-148, 4 tvinn.
  • Kver XX: bl. 149-156, 4 tvinn.
  • Kver XXI: bl. 157-164, 4 tvinn.
  • Kver XXII: bl. 165-169, 2tvinn + 1stakt blað.

Umbrot

Skrifað er á línustrikuð blöð með 17 áprentuðum línum.

Leturflötur er að öðru leyti ekki markaður.

Ástand

Ástand handrits er nokkuð gott.

Smá rifur eru á jöðrum kápuspjalda.

Skrifarar og skrift

Ein hönd; skrifari Þorsteinn Þorkelsson, Syðra-Hvarfi (sbr. innan á kápu).

Skreytingar

Fyrirsagnir eru vel afmarkaðar og kaflar númeraðir.

Band

Bundið.

Fylgigögn

Meðfylgjandi er miði undirskrifaður af Hallfreði Erni Eiríkssyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Handritið barst Stofnuninni með handritum Ólafs Davíðssonar frá Huldu Stefánsdóttur frænku hans (sbr. miði meðfylgjandi handriti).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • VH skráði handritið 30.september-3. október 2008
  • Jón Samsonarson skráði c. 1970 (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Lýsigögn