Handrit.is
 

Manuscript Detail

SÁM 32

There are currently no images available for this manuscript.

Þjóðfræðasafn frá Jóni Samsonarsyni

Name
Sveinbjörn Beinteinsson 
Birth
04 July 1924 
Occupation
Allsherjagoði 
Roles
Donor; Author; Scribe 
More Details
Name
Hallgrímur Eldjárnsson 
Birth
01 August 1723 
Death
12 April 1779 
Occupation
Priest 
Roles
Poet; Author 
More Details
Name
Stefán Ólafsson 
Birth
1619 
Death
29 August 1688 
Occupation
Priest 
Roles
Translator; Poet 
More Details
Name
Stefán Karlsson 
Birth
02 December 1928 
Death
02 May 2006 
Occupation
Scholar 
Roles
Scholar 
More Details
Name
Hallgrímur Pétursson 
Birth
1614 
Death
27 October 1674 
Occupation
Priest 
Roles
Poet; Author; Scribe; Marginal 
More Details
Name
Árni Magnússon 
Birth
13 November 1663 
Death
07 January 1730 
Occupation
Professor, Arkivsekretær (Secretary of the Royal Archives) 
Roles
Scholar; Author; Scribe; Poet 
More Details
Name
Valgerður Hilmarsdóttir 
Birth
15 May 1956 
Occupation
 
Roles
Cataloguer 
More Details
Language of Text
Icelandic

Contents

1(1r)
EyjaþulaHér sé Guð í Svefneyjum …
Rubric

“Eyjaþula”

Incipit

Hér sé Guð í Svefneyjum …

Explicit

“… að selurinn liggi á skerjunum.”

Note

Þulan er vélrituð upp eftir Önnu Ólafsdóttur á Flateyri við Önundarfjörð (í blaðið vantar bút (ca 1/4 hluta blaðsins) og hefur það verið heft við annað blað (A4)).Sveinn Gunnlaugsson fyrrv. skólastjóri á Flateyri og maður Önnu Ólafsdóttur benti mér á að Hergilsey komist í byggð 1783, og taldi að þulan hlyti að vera ort fyrr, þar sem í henni séu taldar allar byggðar eyjar á firðinum. Jón Samsonarson.”

Keywords
2(2r-6r)
Bæjarríma úr Þverárhlíð, NorðtungusóknFuglinn Óma flýgur minn …
Author

Helgi Jónsson á Höfða

Rubric

“Bæjarríma”

Incipit

Fuglinn Óma flýgur minn …

Explicit

“… Til þín talað, er þig að dreyma.”

Note

Ari Gíslason kennari á Akranesi afhenti Jóni Samsonarsyni kvæðið 8. sept. 1992; það er með hendi Sveinbjarnar Beinteinssonar alsherjargoða frá Draghálsi. Meðfylgjandi er vélrit Ara eftir uppskrift Sveinbjörns (sbr. blað 2r (umslag með áprentuðum “haus” Stofnunar Árna Magnússonar)).

Keywords

3(7r-9r)
Sendibréf og barnagælur
Note

Sendandi: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Sendibréfið er vélritað á blað (A4) sem rifið hefur verið neðan af. Efni frá Árna er einnig á tveimur miðum; annar er vélritaður en hinn handskrifaður.

3.1(7r)
Sendibréf
Note

Bréf til Jóns Samsonarsonar og konu hans Helgu, dagsett 3. apríl 1964.

3.1.1(7r)
Klappa saman lófunum …
Incipit

Klappa saman lófunum …

Explicit

“… og tína upp eftir spóunum.”

3.1.2(7r)
Klappa saman lófunum …
Incipit

Klappa saman lófunum …

Explicit

“… láta ekki pabba vita.”

Note

Rifið hefur verið neðan af blaðinu og aðeins má greina handskrifaða undirskrift Árna að hluta.

3.2(8r)
Bráðum kemur pabbi …
Incipit

Bráðum kemur pabbi …

Explicit

“… fyrir litla drenginn sinn. (… fyrir litla hópinn sinn)”

Note

Vísuna lærði (Árni) ungur vestur á Þorbergsstöðum af móður sinni og systur. “Með þetta var farið í rökkrinu, áður en kveikt var, til að róa börn. Síðasta vo. var haft með tvennu móti eftir því sem við átti. Ása systir mín mun hafa sagt, að hópinn sinn væri það rétta, en ég man fyrst eftir drenginn sinn” (sjá blað 8r)

3.3(9r)
Stúlkan í steininum …
Incipit

Stúlkan í steininum …

Explicit

“… með bláa spæninum.”

Note
Efst á miðanum, sem er handskrifaður, stendur: “Andrés Björnsson”. Miðinn er undirritaður “A.Bj. ” og var í pappírskápu með efni Árna Björnssonar.

Fyrir neðan vísuna er skrifað: “Móðir mín (f. 1878) mataði mig með þessari vísu. Ein skeið eftir hverja ljóðlínu. … (Úr Skagafirði).”

4(10r)
Máná veit ég væna …
Author

Jakob Jónsson (?)skáld í Valadal (1724-91)

Incipit

Máná veit ég væna …

Explicit

“… minna er um í Skörðum.”

Note

Eitt handskrifað blað (A4). Uppskrift Jóns Samsonarsonar eftir Ásu Ketilsdóttur frá Fjalli, 5.11.1985. Ása “kunni hrafl úr “þulunni” en hafði að öðru leyti skrifað hana upp eftir móður sinni, sem þá var í Rvík.”

Keywords
5(11r)
Passlegar þóttu píkurnar þar í …
Incipit

Passlegar þóttu píkurnar þar í …

Explicit

“… gefðu mér hana Rósu, því girnd mín er bráð.”

Note

Eitt vélritað blað (A4). “Skrifað upp af Áslaugu Thorlacius eftir Friðriku Jónsdóttur í Fremsta-Felli í Kinn. Friðrika er föðursystir Áslaugar, fædd 1877, alin upp [á]Hriflu” (sjá neðanmáls með hendi Jóns Samsonarsonar (með blýanti) á blaði 11r.

Keywords
6(12r)
Að telja úr í leik
Rubric

“Leikir: 1. spurningablað. Að telja úr í leik”

Note

Eitt ljósrit (A4). Spurningar og svör: Bjarni Einarsson handritafræðingur svarar spurningum um ætt sína og uppruna og hvernig talið hafi verið úr leik í æsku hans.

Keywords
7(14r-16r)
Sagan af Gýpu
Rubric

“Gýpa”

Incipit

Það bjó kerling í koti sínu …

Explicit

“… Allir voru svo glaðir yfir því að hafa sloppið svona vel úr þessu háskalega ævintýri.”

Note

Samanheft eru þrjú línustrikuð, handskrifuð blöð (A4) og umslag. Fremst er bréf skrifað að Hofsnesi 18. mars 1970. Það er til Jóns Samsonarsonar frá Bjarna Sigurðssyni. Þar á eftir er uppskrift Bjarna á sögunni af Gýpu eins og Guðrún Sigurðardóttir á Fagurhólsmýri sagði hana (sbr. blað 13r) og að lokum gult umslag (blað 16) merkt “mag. art. Jón Samsonarson”; póststimpill er frá [Fagurh]ólsmýri.

8(17r-28r)
Þulur, Grýlukvæði, vísur/húsgangar, barnaleikir og gáta
Note

Saman í pappírskápu eru tíu handskrifuð, línustrikuð blöð (tvær gerðir blaða - verso-síður auðar), ljósrit og umslag. Á blað 27r (umslag) hefur Jón Samsonarson skrifað 18.3.1972: “Þessi blöð eru skrifuð af Birni Jónssyni bónda á Kóngsbakka í Helgafellssveit veturinn 1971-1972, en hann kveðst hafa skrifað eftir minni og eins og hann lærði af föður sínum og öðrum á heimilinu í uppvexti sínum.”

8.1(17r-19r)
Þulur
Rubric

“Þulur”

Note

1) Gekk ég upp á hólinn … , 2) — Tíkin hennar Leifu … , 3) — Karl hljóp yfir á … , 4) — Sat ég undi[r] fiskahlaða föður míns … , 5) — Táta, Táta teldu dætur þínar … , 6) — Hver er kominn úti?… , 7) — Karl og kerling riðu á Alþing …

Keywords
8.2(20r)
Grýlukvæði
Rubric

“Grýlukvæði”

Note

1) Grýla reið með garði … , 2) — Grýla kallar á börnin sín … , 3) — Boli, boli bankar á hurð, með bandinu sínu langa … , 4) — Boli, boli bankar á dyr, biður upp að ljúka … ;

Keywords
8.3(21r)
Vísur (húsgangar)
Rubric

“Vísur (húsgangar)”

Note

1) Við skulum ekki hafa hátt, hér er maður á glugganum … , 2) — Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga … , 3) — Komin er hér Katrín lúka … , 4) — Imba pjökk er orðin skökk … , 5) — Ingibjörg vill eiga mann … , 6) — Illa lætur Imba og Jón … , 7) — Helga missti hnífinn sinn … , 8) — Við skulum róa því við erum fjórir …

Keywords
8.4(22r-25r)
Barnaleikir
Rubric

“Barnaleikir”

Incipit

Algengt var að börn færu í útileiki …

Explicit

“… sveitarliminn Sesselju semað er í skinnpeysu.”

Note

Í leikjunum er oft farið með þulur, s.s. Ósi bósi ljár á ljósi … , — Gekk ég upp á eina brú … , — Arka barka bungararka … og vísur, s.s. — Komdu nú að kveðast á … , — Tunnan valt og úr henni allt … , — Undan landi ýtti þjóð… , — Datt ég ofan í djúpa lind … . Í lok leikjakaflans eru tvær gamlar söngvísur: — Hlæja tindar, tún og rindar … og — Í hellir skessu hún Signý sat …

Keywords
8.5(26r)
Gáta
Author

Össur Jónsson (?) (Hlíðarskáld)

Rubric

“´Gáta”

Incipit

Hljóp ég inn að höllum …

Explicit

“… enda gátun finni.”

Note
Fyrir neðan gátuna eru skýringar.

Blað 27 er ljósrit af blaði 26.

Keywords

9(29r-30r)
Bokki sat í brunni …
Incipit

Bokki sat í brunni …

Explicit

“… og skefur gullhattinn sinn.”

Note
Saman í klemmu eru tvö blöð (A4 og A5).

“Þuluna skrifaði Eiríkur Þormóðsson upp eftir Björgu Stefánsdóttur, Rauðumýri 12 Akureyri og Fríðu Stefánsdóttur, Skólastíg 5 Akureyri sem báðar námu hana á unglingsárum sínum í Fnjóskadal”(sbr. blað 30r).

Keywords
10(31r-32r)
Skrá yfir filmur Landsbókasafns Íslands sem Stofnun Árna Magnússonar hafði að láni 1. september 1982.
Rubric

“Skrá um mjófilmur sem Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi hefur að láni frá Landsbókasafni Íslands, 1. sept. 1982.”

Note

Tvö línustrikuð handskrifuð blöð (A4). Skráin er gerð 8.11.1982 og fyrir hönd handritadeildar ritar Grímur M. Helgason.

11(33r-40r)
Sagnaþættir
Note
Sjö vélrituð blöð (A4) og gult umslag. Jón Guðmundsson á Skáldsstöðum skráði “að gamni” sínu nokkrar sagnir eftir Guðmundi Jónssyni sem lengi átti heima á Ingunnarstöðum í Geiradal (sjá blað 33r, bréf skrifað að Skáldsstöðum þann 17.11.1970).

Umslagið, blað 40r er merkt Jóni Samsonarsyni; á því eru frímerki og póstsimpill (ólæsilegur) og með penna er skrifað í efra horn þess, vinstra megin: “Í þjóðfræðasafnið”.

11.1(34r)
Dularfulla skipið
Rubric

“Skipið sem enginn vissi deili á”

Incipit

Veturinn 1935 var ég í Tungugröf og hafði þar hest og kindur …

Explicit

“… Ég tel víst að þetta skip hafi verið huldufarkostur. Önnur skýring finnst mér ekki geta komið til greina.”

Colophon

“Skráði eftir Guðmundi Jónssyni á Ingunnarstöðum í Geiradal

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 34r).

11.2(35r)
Draugagangur á Ósi
Rubric

“Draugagangur á Ósi við Steingrímsfjörð”

Incipit

Mér datt í hug að festa á blað nokkrar smásagnir …

Explicit

“… Enda eins og fyrr segir voru þeir bræður báðir heiðarlegir og grandvarir menn.”

Colophon

“Sögn þessa skráði Guðmundur Jónsson, Ingunnarstöðum

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 35r).

Keywords
11.3(36r)
Hver barði í þekjuna?
Rubric

“Hver barði í þekjuna?”

Incipit

Þegar ég var oðrinn fullorðinn en átti heima við Steingrímsfjörð …

Explicit

“… enda svo margt sem maður skilur ekkert í af því taginu er maður kallar yfirnáttúrleg öfl. Og læt ég þetta á þrykk án nokkurra útskýringa. ”

Keywords
11.4(37r)
Höggin í Kerasteini
Rubric

“Höggin í Kerasteini”

Incipit

Þegar maður fer, hvort heldur norður eða suður Tröllatunguheiði …

Explicit

“… Við Jens fórum svo dálítið lengra upp á heiðina og héldu[m] síðan heim og bar þar ekki fleira til tíðinda í okkar ferð.”

Colophon

“(Skráð eftir Guðmundi Jónssyni frá Ingunnarstöðum) ”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 37r).

Keywords
11.5(38r-39)
Hver kallaði á móðir mína?
Rubric

“Hver kallaði á móðir mína”

Incipit

Þegar ég var krakki fyrir innan fermingu átti ég heim í Tungugröf …

Explicit

“… Lýkur þar með þessari stuttu sögn. Hún segir frá einu því fyrirbæri sem við vitum ekki skýringu á.”

Keywords
11.6(39r)
Hver var fimmti maðurinn?
Rubric

“Hver var fimmti maðurinn?”

Incipit

Það var síðla hausts að það fóru fjórir Kollfirðingar til Hólmavíkur …

Explicit

“… Hef ég svo ekki þessa sögu lengri en þeir menn sem voru þarna [á] ferð eru allir horfnir yfir landamæri lífs og dauða. Blessuð sé minning þeirra.”

Colophon

Guðmundur Jónsson frá Ingunnarstöðum. ”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 39r).

Keywords
12(41r-42r)
Lausavísur
Author

Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásgarði

Note
Tvö vélrituð blöð (A4).

Sjö vísur. Sú fyrsta vísan var kveðin á efri árum Guðrúnar: Syndum máluð sagan er … , önnur og þriðja í tilefni af dauða elstu dóttur Guðrúnar: — Ég skal ekki mögla um skaparans stjórn … , — Síst mér sneiðir sorgin hjá … . Heiti sitt batt Guðrún í þeirri næstu: — Hálft er dregið heiti mitt … og síðan er — Ein ég róla um eyðihól … . Um fæðingu Guðlaugar Friðjónsdóttur (Sæmundssonar) í Hólum orti Guðrún: Allt bar til í einu þar … . Og að lokum er bragarbót er Guðrún gerði við vísu er Jens Sæmundsson hafði gert um Guðjón á Kýrunnarstöðum: — Guðjón skýr sér gæfu býr … .

Keywords
13(43r)
Stebbi sál, stakk sig á nál …
Incipit

Stebbi stál, stakk sig á nál …

Explicit

“… seldi sína sál, fyrir grautarskál.”

Note
Vélritaður miði. “HÖE eftir minni af Snorrabrautinni frá því um 1940. Leikbróður hans Stefáni Jónssyni, nú pípulagningarmanni í Keflavík, var oft strítt með vísunni”

Neðan við er dagsetningin 17.8.1983 handskrifuð með rauðu.

Keywords
14(44r-107v)
Sendibréf og barnagælur og þulur
Note
Efni frá Hannesi Péturssyni skáldi sem hann hefur eftir móður sinni. Sendibréfið er handskrifað línustrikað blað (A4) og því fylgja tvö samskonar blöð, einnig handskrifuð. Skrifað er á blöðin beggja vegna. Hannes segir: “Þetta, sem ég hef skrifað niður hér að framan, lærði mamma (f. 1894) allt sem krakki á Breiðabólstað í Vesturhópi” (sjá blað 46v). Með þessum blöðum í hefti er umslag (blað 47) merkt Jóni M. Samsonarsyni, Kaupmannahöfn. Póststimpill: “Reykjavík 6.1.64”. Aftan á umslaginu er mark og heimilisfang sendanda: “H.P. Bólstaðahlíð 66 Reykjavík”.

Lítil skrifblokk (merkt “Sumarið 1963, JMS” með hendi Jóns Samsonarsonar) er með fyrrnefndu efni Hannesar í pappírskápu. Í henni eru nokkrar bænir og vísur sem raktar eru til Hannesar Péturssonar og dr. Sveins Bergsveinssonar; þetta er efni sem þeir lærðu af formæðrum sínum og -feðrum.

Blöð 56v-107v eru auð.

14.1(44r-46v)
Sendibréf
Note

Bréf til Jóns Samsonarsonar fráHannesi Péturssyni skáldi 4.1.1964. Meðfylgjandi er efni sem Hannes hefur eftir móður sinni.

14.1.1(45r)
MorgunbænOfan af sænginni eg nú stíg …
Incipit

Ofan af sænginni eg nú stíg…

Explicit

“… leiði mig svo að minni gröf.”

14.1.2(7r)
Nípuleikur
Incipit

Hvar býr hún Nípa? …

Explicit

“… og allt það versta í koti kerlingar.”

Keywords
14.1.3(45r-v)
Fagur fiskur í sjó …
Incipit

Bráðum kemur pabbi …

Explicit

“… á hendina detta.”

Keywords
14.1.4(45v)
Legg í lófa karls, karls …
Incipit

Legg í lófa karls, karls …

Explicit

“… og berja'ann, ef hann horfir á.”

Keywords
14.1.5(45v)
Bankar hann á dyrnar, …
Incipit

Bankar hann á dyrnar …

Explicit

“… og gengur inn.”

Keywords
14.1.6(45v)
Herra Snorri hurrufrí (?), …
Incipit

Herra Snorri hurrufrí (?) …

Explicit

“… knárri, verri smærri.”

Keywords
14.1.7(46r)
Upp, upp, fiskikarl, …
Incipit

Upp, upp, fiskikarl, …

Explicit

“… hún er nærri dauð.”

Keywords
14.1.8(47r)
Eníga, meníga …
Incipit

Eníga, meníga…

Explicit

“… dobbelt es.”

Note

Úrtalningarvísa.

Keywords
14.1.9(46r-v)
Einn og tveir, inn komu þeir …
Incipit

Einn og tveir, inn komu þeir …

Explicit

“… Teldu nú áfram og teldu nú vel.”

Keywords
14.2(48r-107v)
Sumarið 1963, JMS
Rubric

“Sumarið 1963, JMS”

Note
Minnisbók “Merkur Notér-Blok Nr. 536 100 blade”; nokkrar bænir og þulur ritaðar með hendi Jóns Samsonarsonar eftir heimildum Hannesar Péturssonar, og dr. Sveins Bergsveinssonar en efnið höfðu þeir lært af formæðrum sínum og -feðrum.

Verso-síður eru auðar og blöð 56v-107v eru auð.

14.2.1(50r)
MorgunbænNú er ég klæddur og kominn á ról …
Incipit

Nú er ég klæddur og kominn á ról …

Explicit

“… að ganga í dag svo líki þér.”

Colophon

Hannes Pétursson lærði ungur af ömmu sinni sem var úr Fljótum. Fór með þetta á morgnana sem morgunbæn.”

Note

(Skrifaraklasuan er á blaði 50r).

14.2.2(51r)
Kvöldbæn
Incipit

Nú legg ég augun aftur, …

Explicit

“… þinn engil, svo ég sofi rótt.”

Colophon

Hannes Pétursson lært af ömmu sinni úr Fljótum. Kvöldvers. Amman hét Ingibjörg Jónsdóttir, alin upp á Haganesi í Fljótum.

Note

(Skrifaraklasuan er á blaði 51r).

14.2.3(52r-53r)
Leikjavísur
Keywords
14.2.3.1(52r-53r)
Ella, mella, kúadella …
Rubric

“Í feluleikjum þegar krakkar voru að fela sig grúfði einn sig og taldi, t.d. upp að 100, og hann endaði talninguna með eftirfarandi vísu:”

Incipit

Ella, mella, kúadella …

Explicit

“… kross, gullfoss.”

Colophon

“Þessi vísa var meira notuð til að velja úr einn leikara.”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 52r-53r).

Keywords
14.2.3.2(52r-53r)
Úllen, dúllen, doff …
Rubric

“Þá var einnig notað:”

Incipit

Úllen dúllen doff …

Explicit

“… úllen dúllen doff.”

Colophon

“Þessar vísur voru einkum notaðar til að velja einn úr. H.P. er ekki eins viss um þessa eftirtalningu. Hannes Pétursson. Alg. á Sauðárkróki sími 1935-45.”

Note

(Skrifaraklasuan er á blaði 53r).

Keywords
14.2.4(54r)
Barnagælur
Colophon

Hannes Pétursson; lært af föður sínum sem söng þetta hvorn tveggja saman. Héldust í hendur og strákurinn sté. H.P. man lagið.”

Keywords

14.2.4.1(54r)
Stígur hann við stokkinn …
Incipit

Stígur hann við stokkinn …

Explicit

“… litli strákahnokkinn.”

Keywords
14.2.4.2(54r)
Stígur hann lalli, …
Incipit

Stígur hann lalli …

Explicit

“… stígur af snilli.”

Keywords
14.2.5(55r-56r)
Bænir
Note
Bænir sem dr. Sveinn Bergsveinsson sem alinn var upp í Strandasýslu lærði af móður sinni. “Móðir hans lét hann fara með röð kvöldbæna sem ætíð var eins. þar á meðal var: 1. Faðir vor, 2. Ó þá náð að eiga Jesú, 3. Jesú bróðir besti, 4. Ó Jesú andlátsorðið þitt. ”

“Á morgna þegar hann var klæddur fór hann með Nú er ég klæddur og kominn ár ról” (sjá blað 55r).

Keywords
14.2.5.1(56r)
Ferðabæn
Incipit

Ég byrja reisu mína …

Explicit

“… frá hættu allri greiði.”

Colophon

“Bænin var e.t.v. tvö erindi. Sveinn er ekki viss um orðið heim.”

Note
Ferðabænina lærði Sveinn af móður sinni.

“Sveinn man að sögð voru ævintýri og þjóðsögur, m.a. sagan af Kleppu. Pr. í þj.JÁ.”

Keywords
15(108r)
“Eingelskir” sem “Íslands veiði brjála”
Note

Úrklippa úr Tímanum frá 23.12.1975 en þar er grein eftir Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará um þulu sem “hún lærði á barnsaldri af konu er hét Elín Jónsdóttir, fædd árið 1830. Elín lærði þuluna, þegar hún var barn, af gamalli konu.” Jón Samsonarson telur mögulega um 200 ára kveðskap að ræða (frumortan af gömlu konunni?).

Keywords
15.1(108r)
Greinin: “Eingelskir” sem “Íslands veiði brjála”
Incipit

Mikið er til í landinu af gömlum þulum …

Explicit

“… að þeir eigi einhvern rétt til þess að veiða fiskinn á miðum okkar.”

Keywords
15.2(108r)
Þula
Incipit

Ef að þú ferð út á sjó …

Explicit

“… Þegjandi ganga þorskarnir í ála.”

Keywords
16(109r)
Bændaríma úr Norðtungusókn 1815-20
Author

Helgi Jónsson

Incipit

Fuglinn Óma flýgur minn, með flugi þungu …

Explicit

“… mörgum trúi ég hann sé hollur.”

Colophon

“Vísu um Helgavatn vantar”

Note
(Skrifaraklausan (vélrituð) er á blaði 109r).

Ríman er vélrituð á eitt blað (A4).

Meðfylgjandi er umslag merkt “Stofnun Árna Magnússonar” en á það hefur Jón Samsonarson skrifað upplýsingar um aðföng (skrifað með penna):“ Þetta blað gaf mér Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum, Borg. J.S.”

Fyrir neðan undirskrift Jóns er getið um afhendingardaginn, þ.e. 11. sept. 1992.

Keywords
17(110r-113v)
Sagan af Flóka sæbúa
Rubric

“Sagan af Flóka sæbúa”

Incipit

Eitt sinn bjuggu karl og kerling í hrörlegu koti. …

Explicit

“… Ekki er getið orðaskipta milli hjónanna er þau hittust.”

Colophon

“Skrásett hefir Jóhannes Guðmundsson, Húsavík.”

Note
(Skrifaraklausan er á blaði 113v).

Sagan er skrifuð á þrjú línustrikuð blöð (A4). Meðfylgjandi í hefti er umslag merkt Jóni Samsonarsyni á “Handritastofun Íslands”. Á póststimpli þess má lesa: “Húsavík, 20.... 65”.

18(114r-119v)
Sendibréf, frásagnir og kvæði-
Note
Efni frá Jóhönnu Erlendsdóttur, Reykholti, Fáskrúðsfirði, dagsett 18.2.1969 og 17.2.1970. Meðal efnis eru frásagnir af sveitungum Jóhönnu og nokkur kvæði sem hefjast svo: Mamma sagði, mundu nú … (stök lausavísa), — Mikli drottinn, mannanna faðir … (“ort í tilefni dauða móður minnar Guðlaugar Jónsdóttur, frá Jarðlaugsstöðum), Nú er fleyi fram á ægi snúið …erfiljóð eftir Kristínu á Hólmum í Reyðarfirði.”

Efnið er skrifað á nokkur línustrikuð blöð; þrjú blöð eru í stærð A4, tvö eru minni.

Meðfylgjandi er umslag merkt Jóni Samsonarsyni, “Melhaga 11”. Án póststimpils.

19(120r-130r)
Þulur, barnagælur, lausavísur og gáta
Note

Efnið er handskrifað eða vélritað á mismunandi blöð og miða - oftast einungis á verso-hlið blaða.

Heimildamenn:

  • Blað 120r. Stefanía Eggertsdóttir (7.5.1964): “Brot úr þulu þar sem fingurnir voru taldir upp Við skulum stika stórum, sagði stöngin langa …
  • Blað 121r. Einn er að heiman, tveir hafa þeir verið …, “Skrifað eftir Einari Þorvaldssyni frá Hrísey, yfirkennara. Með þetta fór faðir hans, þegar þeir sáu fyrsta fiskinn á lóðinni. Fengið fyrir milligöngu Sigurðar Runólfssonar kennara.” Handskrifaður miði með marki Jóns Samsonarsonar “J.S.”
  • Blað 122r. “ Katrín, tengdamóðir Odds Benediktssonar próf. lærði sem barn vísuna: ”Stebbi stál, stakk sig á nál, … Handskrifaður miði með marki Jóns Samsonarsonar “J.S.” 17.8.1983.
  • Blað 123r. “Gr.H.” er skrifað undir vísuna: Eníga meníga, súkkata, mæ … og neðar á blaðinu er viðbót með blýanti Grímur Helgason. Handskrifað blað (upphaflega í stærð A4 en rifið í tvennt). Aftan á blaðinu er vélrituð vísa: — Ágæt fljóðin öll það skyldu kunna ….
  • Blöð 124r-130r. Oddfríður Sæmundsdóttir, 1) gáta (vélrituð): vestan af Snæfellsnesi, Ingimundur og hans hundur …; lausavísur og barnagælur (handskrifað): 2) — Pabbi minn er róinn …, 3) — Við skulum róa sjóinn á …, 4) — Vel stígur barnið / við bríkina mína …, 5) — Við skulum róa á selabát … (á blöðum 127r-129r eru vísurnar í 2), 3) og 4) vélritaðar); 6) þula: — Tíkin hennar Leifu ….

20(131r-144r)
Þulur og ævintýri
Note

Þrettán vélrituð blöð (A4) með efni sem Jónas Kristjánsson skráði eftir móður sinni, Rósu Guðlaugsdóttur. Rósa fæddist “25. mars 1885 á Stöng í Mývatnssveit. Fluttist ung með foreldrum sínum að Haganesi í Mývatnssveit, og síðan að Fremstafelli í Köldukinn árið 1892. Giftist Kristjáni Jónssyni frá Hriflu. Rósa dó 30. júlí 1962 ”(sjá blað 131).

20.1(132r-139r)
Þulur
Rubric

“Fáeinar þulur skrifaðar eftir Rósu Guðlaugsdóttur í Fremstafelli árið 1951.”

Note

Þulurnar eru: 1) Heyrði ég í hamrinum …, 2) — Sat ég undir fiskahlaða …, 3) — Poki fór til hnausa …, 4) — Þegiðu, þegiðu, sonur minn sæli …, 5) — Stígum við stórum …

Keywords
20.2(140r-144r)
Búkollusaga
Incipit

Eitt sinn bjuggu karl og kerling í koti. Þau áttu sér þrjár dætur …

Explicit

“… Þau áttu börn og buru og lifðu lengi og stjórnuðu vel.”

Colophon

“(Ritað orðrétt eftir frásögn móður minnar, Rósu Guðlaugsdóttur í Fremstafelli, sumarið 1951. J.K.)”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 144r).

21(145r-147r)
Austanáttin að austan gerir mann hraustan
Note
Þrír blaðstubbar eða miðar; tveir í tengslum við máltækið “Austanáttin að austan gerir mann hraustan …”, heimildarmaður er: Jónas Þór Steinarsson c/o Fél. ísl. stórkaupmanna, ættaður úr Eyjum, til heimilis að Dvergabakka 22, Reykjavík (blöð 146r-147r).

Á þeim þriðja (blaði 145r) er þess getið að Skafti Ólafsson kunni sögu af sér og huldukonu, sem reið öfug í söðlinum. Ræða skuli það við ÓH.

22(148r-185r)
Samtíningur, sögusagnir, gamansögur og lausavísur
Note

Efni tekið saman af Kristínu Geirsdóttur, Hringveri, Tjörnesi. Þetta eru þrjátíu og átta línustrikuð skrifblokkarblöð, handskrifuð. Meðfylgjandi er gult umslag merkt: “ Mag. art. Jón Samsonarson, Handritastofnun Íslands …” og staður og dagsetning póststimpils er: “Húsavík10.12.1969” (sjá blað 185r).

22.1(148r-175r)
Sagnaþættir
Rubric

“Ýmiskonar sögusagnir og smælki, skráð af Kristínu Geirsdóttur.”

Note
Um er að ræða 53 mislangar frásagnir með fyrirsögnum, svo dæmi séu tekin: “Soðið er gott ” (þrjár línur (sjá blað 148r)), “Ég er nú vanur við annað eins” (fimm línur (sjá blað 149r)), “Hristu vinnukona” (16 línur (sjá blöð 164r-165r)) og “Sveitadrengurinn og prestsdóttirin” sem er á fjórða blað (sjá blöð 169r-172r).

Á blöðum 173r-175r er greinargerð dagsett í lok nóvember 1969. Þar leitast Kristín Geirsdóttir við að gera grein fyrir heimildarmönnum sínum en þá segir hún flesta gleymda því “þrátt fyrir vandlega umhugsun, er það tiltölulega mjög fátt, sem ég get munað um með vissu, hver hafi sagt mér. Ég bara heyrði þetta, þegar ég var barn og hygg að margt af því, kannski flest, hafi verið alþekkt.”

22.2(176r-182r)
Gamlar stökur
Rubric

“Nokkrar gamlar stökur, skrifaðar upp af Kristínu Geirsdóttur”

Note

Stökurnar eru 29 og getur Kristín þess á stundum hvert tilefni þeirra er eða um hvern er ort (sbr. blað 176r).

Keywords
22.3(183r-184r)
Sendibréf
Note

Bréfið er til Jóns Samsonarsonar frá Kristínu og fjallar um aðsent efni hennar o.fl. Það er dagsett að Hringveri þann 7.12.1969.

23(186r-228r)
Sögusagnir, gamansögur og lausavísur
Note

Ljósrit (A4) af efni Kristínar Geirsdóttur í lið 22 hér fyrir framan (sum blöð í tví- eða þríriti)

24(229r)
Að fela hlut
Note
Eitt handskrifað blað, ólínustrikað. Kristinn Kristmundsson greinir frá leik sem hann lærði (“Að fela hlut”) af systkinum sínum á Kaldbak í Hrunamannahreppi. Í leiknum var vísan: Að hverju leitar lóan … sungin mishátt eftir því hversu nálægt hlutnum leitandinn var.

Neðanmáls með hendi Jóns Samsonarsonar stendur: “Fengið 27.7.1963, JMS”.

Keywords
25(230r-232r)
Kirkjan stendur á sandinum …
Note

Umslag og tvö handskrifuð línustrikuð blöð (A4). Sendibréf til Jóns Samsonarsonar 21.sept. 1977 (sjá póststimpil (sbr. blað 230r) og dagsetningu bréfs (sbr. blað 231r) frá Magnúsi Sveinssyni fyrrverandi gagnfræðiskólakennara. Vísan Kirkjan stendur á sandinum … er þungamiðja bréfsins (231r-232).

26(233r-238r)
Ýmis kveðskapur …
Note
Samanbrotið línustrikað, handskrifað blað (A4) merkt Jóni Samsonarsyni og undirskrifað af Maríu M. Guðmundsdóttur (blað 233r), fjögur handskrifuð blöð með áprentuðum haus “Vinnuskilagrein” “frá… til… ” (blöð 234r-237r) og umslag merkt Jóni Samsonarsyni (blað 238r; póststimpill ólæsilegur að hluta “Reykjavík 11…”

Meðal efnis er: Draum dreymdi mig, dag fyrir liðinn … , — Hver hefur þennan létta væng mér léðan … , — Utanlands í einum bý, ekkja fátæk byggði … , — Aldan brast og brakaði fast … , — Aldan freyddi, öldin kveið …

.
27(239r-257r)
Sagnir og vísa
Note
Tvö blöð (A4) samanheft (blöð 239-240), annað að mestu autt, hitt vélritað; tvö vélrituð blöð (A4) samanheft (blöð 241r-242r); efri hluti línustrikaðs blaðs (handskrifað) (blað 243r); blað félags óháðra borgara “Borgarinn” 5. janúar 1973 og miði með hendi Jóns Samsonarsonar (blöð 244r-252v), fimm samanheft blöð (A4) (blöð 253r-257r); þrjú ljósrit og tvö vélrit (A4).

Verso-síður blaða (A4 og miða) eru auðar.

Tvær heimidir: Ólafur Halldórsson handritafræðingur og Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli.

27.1(240r-252v)
“Áður voru þjó þjó”, huldufólkssaga og vísa
Note

Ólafur Halldórsson.

27.1.1(240r)
Áður voru þjó þjó
Incipit

Það var einu sinni fyrir löngu að allt fólk fór til kirkju af bæ einum nema kerling gömul og karlæg …

Explicit

“… og lét taka þá fasta; urðu þeir að játa stuldinn og voru síðan hengdir.”

Colophon

“Þessa sögu lærði ég af móður minni, Lilju Ólafsdóttur í Króki, Gaulverjabæjarhr., en hún hafði lært hana sem barn af tveimur gömlum konum, Helgu Bjarnadóttur og Vilborgu … Ólafur Halldórsson

Note
(Skrifaraklausan er á blaði 240r).

Á blað 239r sem að mestu er autt hefur Jón Samsonarson ritað “Þessa sögu skrifaði ÓH fyrir mig á Hafnarárum sínum. JS.”

Keywords

27.1.2(241r-242r)
Áður voru þjó þjó
Incipit

Það var einu sinni fyrir löngu, að allt fólk fór til kirkju af bæ einum nema kerling gömul og karlæg …

Explicit

“… og lét taka þá fasta; urðu þeir að játa stuldinn og fengu sína refsingu.”

Colophon

“Þessa sögu skrifaði ég eftir minni vorið 1963. Söguna lærði ég af móður minni, Lilju Ólafsdóttur í Króki í Pörtum, þegar ég var barn, en henni sögðu söguna Helga Bjarnadóttir, fædd ca 1835 á Stampi í Skarðssókn á Landi, og Vilborg Jóhannsdóttir, fædd ca 1827 í Efra-Langholti í Hrunamannahrepp. Ólafur Halldórsson

Note
(Skrifaraklausan er á blaði 242r; vélrituð).

Hér hefur Ólafur Halldórsson vélritað sögu sína upp aftur og bætt við þar sem á vantaði um heimildarmenn.

Keywords

27.1.3(243r)
Lambið mitt með blómann bjarta …
Incipit

Lambið mitt með blómann bjarta …

Explicit

“… hinumegin á bakkanum.”

Colophon

“Þessa vísu kunnu allir þegar ég var barna í Króki í Gaulverjabæjarhreppi, en þar var fólk sem hafði alist upp í Flóanum og einnig gamall maður úr Rangárvallasýslu og kona hans úr Meðallandi. 26. ágúst 1963, Ólafur Halldórsson. ”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 243r).

Keywords
27.1.4(244r-252v)
Við áramót - Úr Borgaranum 5. janúar 1973
Note

Í blaði “Félags óháðra borgara”, Borgaranum, er á bls. 9 (249r), áramótahugleiðing Ólafs Halldórssonar “Við áramót” (framhald á bls. 11 (250r)). Í upphafi hugleiðingar sinnar segir Ólafur “Söguna um séra Jakob og silfurkönnuna”.

Keywords

27.1.4.1(249r)
Séra Jakob og silfurkannan
Incipit

Það var eitt sinn á gamlárskvöld að heimafólk í Gaulverjabæ hafði lokið störfum og sat í stofu við spil og aðra gleði …

Explicit

“… hún kvaddi hann glöð og ánægð, og hann sá hana aldrei síðan”

Note

Inni í blaðinu er handskrifaður miði (blað 248r), skrifaður af Jóni Samsonarsyni. Þar stendur: “Söguna um séra Jakob og silfurkönnuna lærði ÓH af móður sinni, Lilju Ólafsdóttur, en hún lærði af Ingibjörgu Pálsdóttur, sem var dóttir séra Páls Ingimarssonar, vinnukona hjá fósturforeldrum Lilju og “feiknarlega merkileg kona” (ÓH). Séra Páll var systursonur séra Jakobs og byrjaði sem aðstoðarprestur hjá honum. Ingibjörg kunni margt að segja af séra Jakobi. Ein sögnin var að hann hefði vígt barn út úr Drumbhól, sem er í Gaulverjabæ. Barnið hafði huldufólk tekið. J.S.”

27.2(253r-257r)
Áður voru þjó, þjó …
Note

Ljósrit (A4) af handskrifuðu handriti Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli (blöð 253r-255r). Á blöðum (A4)256r-257r er frásögnin vélrituð. Versó-síður blaða eru auðar.

Keywords

27.2.1(253r-255r)
Áður voru þjó, þjó …
Incipit

Á ríkisbæ undir Eyjafjöllum …

Explicit

“… og þeir tveir er nautinu stálu.”

Colophon

“Sögð í sandstöðu í Dyrhólahöfn, síðast 1905, svo ég heyrði. Áður sögð af Sigurði Björnssyni,, Dyrhólum. ”

Note
(Skrifaraklausan er á blaði 253r).

Á blaði 253r er niðurlag sögu úr handriti Eyjólfs og á blaði 255r er upphaf frásagnar næstu sögu á eftir: Maðurinn í stro[m]pinum.

Keywords

27.2.2(256r-257r)
Áður voru þjó, þjó …
Incipit

Á ríkisbæ undir Eyjafjöllum …

Explicit

“… og þeir tveir er nautinu stálu.”

Note

Vélrituð frásögnin.

Keywords

28(258r-265r)
Um Valtý á grænni treyju
Note

Átta línustrikuð handskrifuð blöð (A4).Versó-síður blaða eru auðar. Bréf til Jóns Samsonarsonar frá Páli Pálssyni frá Aðalbóli. Bréfið er dagsett á Egilsstöðum 29. apríl 1989. og er hugleiðing sendanda um “þjóðsöguna af “Valtý á grænni treyju” og þá aðallega um “Valtýsvetur” sem svo var kallaður hér austanlands og er líklega sá sami og í annálum kallst “Lurkur.” Þetta er nokkuð þýðingarmikið hvað varðar þjóðsöguna, því þar með er hægt að tímasetja aftökuna sem Valtýssagan segir frá” (sjá blað 258r).

29(266r-267r)
Barnagæla og bæn
Note

Tveir miðar; heimildarmaður er Rannveig J.E. Löve.

29.1(266r)
Gullið mitt og goðið …
Author

Sigrún B. Kristjánsdóttir, Bræðraminni, Bíldudal

Incipit

Gullið mitt og goðið …

Explicit

“… það eina sem hún mamma á.”

29.2(267r)
Þreytt er leggst ég nú til náða …
Incipit

Þreytt er leggst ég nú til náða …

Explicit

“… en eilíft líf burt frá þeim tekur.”

Keywords
30(268r-271r)
Þulur
Note

Heimildarmaður er: Rannveig Þormóðsdóttir, Rauðumýri 12, Akureyri.

Blöð 268r-269r eru saman í klemmu og blöð 270r-271r eru saman. Blöð 268 og 270 eru í stærð A4 og blöð 269 og 271 eru miðar. Aðeins er skrifað á rekto-hliðar blaða.
Keywords
30.1(268r-269r)
Sat ég undir fiskahlaða föður míns …
Incipit

Sat ég undir fiskahlaða föður míns …

Explicit

“… svo er lokið Lundúnakvæðið.”

Note

“Reykjavík 20. ágúst 1973. Rannveig Þormóðsdóttir, Rauðumýri 12, Akureyri, skrifaði upp þessa þulu eftir Björgu Stefánsdóttur sama stað, sem fædd er og uppalin í Fnjóskadal og Fríðu Stefánsdóttur, Skólastíg 5 Akureyri, sem einnig er Fnjóskdælingur.”

Keywords
30.2(270r-271r)
Þegiðu, þegiðu sonur minn sæli …
Incipit

Þegiðu, þegiðu sonur minn sæli …

Explicit

“… og Hnýfill og Stúfur og Velbrokkandi..”

Note

“Reykjavík 14. ágúst 1973. Rannveig Þormóðsdóttir, Rauðumýri 12, Akureyri, skrifaði upp þessa þulu eftir Björgu Stefánsdóttur sama stað, sem fædd er og uppalin í Fnjóskadal, og Sigrúnu Kristjánsdóttur Aðalstræti 62 Akureyri, sem einnig er Fnjóskdælingur.”

Keywords
31(272r-279r)
Ferðamannsóður og Grýluþula
Note

Heimildarmaður er: Sigríður Guðmundsóttir, Núpstúni, Hrunamannahreppi.

Blað 272 er umslag merkt Jóni Samsonarsyni. Það er í klemmu með fimm rúðustrikuðum blöðum (A5). Blöðin eru með hendi Sigríðar sem skrifaði kvæðin upp síðla árs 1971 og sendi Jóni þau samkvæmt póststimpli, 5.1.1972.

Blöð 279r eru ljósrit af fyrsta blaði Ferðamannsóðs.

31.1(273r-275r)
Ferðamannsóður
Incipit

Flugs til valdir fuglar tveir …

Explicit

“… og hníf sinn tekur hárb[e]yttan.”

Note

Nítján erindi (það síðasta ónúmerað). Blað 275r er autt að mestu (einungis síðasta vísan). Blað 275v sem er autt fyrir utan það að nafnið Guðmundur Árnason, Kárastíg 3, Reykjavík er ritað ofarlega á blaðið

Keywords

31.2(276r-277r)
Grýluþula
Incipit

Ekki linnir umferð um Fljótsdalinn enn …

Explicit

“… stórar eins og kálfskrof og og kartnöglur á.”

Note

Kvæðið er mun lengra en það birtist hér.

32(280r-282r)
Þulur
Note

Heimildarmaður er: Sigríður Jónsdóttir, Hrauntungu 43, sbr. miða (blað 280 ) sem fylgir í klemmu með tveimur línustrikuðum handskrifuðum blöðum (A4). Versó-hliðar eru auðar.

Keywords
32.1(281r)
Tíkin hennar Leifu
Incipit

Tíkin hennar Leifu, tók hún frá mér margt …

Explicit

“… hesta tólf og átján presta.”

Note

Á vinstri spássíu blaðs 281r er skrifað: “Ásgeir Bl. Magnússon lagði inn” og undir textann á sama blaði er skrifað með blýanti: “(úr þulu) eftir Sigríði Jónsdóttur, Hrauntungu 43, Kópavogi. Matthías Jónasson.”

Keywords
32.2(282r)
Senn kemur hann faðir minn …
Incipit

Senn kemur hann faðir minn …

Explicit

“… töluðu þau við einn stein.”

Keywords
33(283r-284r)
Þulur
Note

Tvö línustrikuð og handskrifuð blöð (A4). Heimildarmaður er: Sigurður Runólfsson.

Keywords
33.1(283r)
Komdu til mín á þrettánda kvöldið jóla …
Incipit

Komdu til mín á þrettánda kvöldið jóla …

Explicit

“…allt upp á einn disk.”

Note
Undir þulunni stendur, ritað með hendi Jóns Samsonarsonar: “Uppskrift Sigurðar Runólfssonar 27.8.1963. Lært af Pétri Sigurðssyni í Böðvarsdal í Vopnafirði 1913-1914. Pétur var gamall maður þá, ættaður af Bakkafirði. Pétur var móðurfaðir Sigurðar.”

Blað 283v er autt.

Keywords
33.2(284r-v)
Sat ég undir fiskihlaða föður míns …
Incipit

Sat ég undir fiskihlaða föður míns …

Explicit

“… nú er dauður Egill og Kegill í skógi.”

Note
Undir þulunni stendur, ritað með annarri hendi: “Uppskrift Sigurðar Runólfssonar 22.8.1963. Lært í Böðvarsdal í Vopnafirði.

Neðri hluti blaðs 284v er auður.

Keywords
34(285r)
Gáta
Incipit

Húsbóndans við hægri hlið / hef ég sessu og sæti …

Explicit

“… Grímur komdu og sjáðu.”

Note

Stefán Aðalsteinsson skráði. Hafði lært gátuna í bernsku á Vaðbrekku á Jökuldal.

Gátan er skrifuð á rúðustrikað skrifblokkarblað (A4) sem dagsett er 21.11.1990.

Keywords

35(286r-294r)
Að telja úr í leik
Note
Tvö blöð (A4) vélrituð (verso-hliðar eru auðar) og sjö miðar (miðarnir eru bútar úr blöðum og á verso-hliðum þeirra flestra eru myndir úr handritum). Stefán Karlsson skráði 1963.

Á blöðum 286r-287r eru svör Stefáns við “1. spurningablaði. Að telja úr í leik.” Á blöðum 288r-294r gerir hann grein fyrir þulum sem notaðar voru á Akureyri á árunum 1935-1940 við að “enimena”, þ.e. “fara með þulu til að velja úr fólk í upphafi leiks” (sjá blað 293r).

Sem dæmi má nefna þulurnar: Ingi, fingi, foffi, ralli …, — Drengurinn í dvölinni …, — Rænka undir rúminu …, — Eni, meni, min man … og — Gekk ég upp á háa brú …
Keywords
36(295r-303v)
Lag á nótum við 50. Passíusálm og “Kerlingin í forargryfjunni”
Note

Blað 295r er miði með upplýsingum um sendanda efnisins, Stein Stefánsson, skólastjóra á Seyðisfirði. Á blaði 296r er lag á nótum við Passíusálm nr. 50. Sálmurinn er eftir Hallgrím Pétursson og byrjar svo: — Dýrð, vald virðing … (sjá nánar Bragi óðfræðivefur (http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/log.php?ID=25)). Steinn Stefánsson raddsetti sálminn. Blöð 297r-302v eru ljósrit ((A4), verso-hliðar eru auðar) og blað 303 er óstimplað umslag merkt: “Flóka saga, Passíusálmalag.” “Frá Steini Stefánssyni skólastjóra, Seyðisfirði.”

Keywords
36.1(297r-302r)
Flóka saga
Rubric

“Kerlingin í forargryfjunni”

Incipit

Einu sinni voru karl og kerling. Þau voru mjög fátæk …

Explicit

“… Bjuggu þau síðan við sult og seyru til æviloka.”

Note

“Skrifað af konu minni Arnþrúði Ingólfsdóttur. Flutt á skólasetn. 1967 og lagt út af. Steinn St.” (sbr. blað 297r)

37(304r-310r)
Þulur, barnagæla og langloka
Note

Sjö ljósrituð línustrikuð blöð (A4), saman í klemmu; tvö handskrifuð og fimm vélrituð (verso-hliðar eru auðar), komin frá Þórði Tómassyni.

37.1(304r-305r)
Sendibréf
Note

Bréfið er ódagsett og er til Þórðar Tómassonar og undirskrifað “Sveinn Hjálmarsson, Vesturbergi 48, Reykajvík 109” (sjá blað 304r.Þula um sama efni og þulan sem vélrituð er í lið 37.2 er með hendi Sveins á blaði 305r, skrifuð eftir minni.

37.1.1(305r)
Þula um bæi undir Eyjafjöllum
Incipit

Norðarlega eru Nauthús …

Explicit

“… með skríkjunum nógum.”

Colophon

“es. Framan við þessa þulu vantar einhverjar hendingar. Þær hafa tapast mér úr minni á liðinni tíð. Ég verð nú 77 ára undir haustið. Veiktist fyrir 2 árum. Síðan hefur verið erfitt fyrir mig að hafa vald á penna, vegna dofa eða lömunar í hægri hendi. Sv.H.”

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 305r).

37.2(306r-307r)
Þula um bæi undir Eyjafjöllum
Rubric

“Þula um bæi undir Eyjafjöllum”

Incipit

Norðarlega eru Nauthús …

Explicit

“… og allt austur í Mýrdal.”

Note

Fyrir neðan þuluna er meðal annars greint frá því að um ævaforna þulu sé að ræða og að “Árni Magnússon lét skrifa hana upp í jarðabókaverki sínu og virðist hafa farið eftir munnlegri geymd. … Margir kunna hana fyllri en fram kemur í handriti Árna Magnússonar og mörg frávik voru gerð á henni þar…” (sjá nánar blað 307r). Greinargerðin endar óheil: “Ólíklegt er að …”

Keywords
37.3(308r)
Barnagæla og langloka
Colophon

“Handrit: Arelí Þorsteinsdóttir frá Reynivöllum.”

Note

Keywords

37.3.1(308r)
Berfætt er barnið að stíga …
Rubric

“Barnagæla ”

Incipit

Berfætt er barnið að stíga …

Explicit

“… er í fiskileiti.”

Keywords

37.3.2(308r)
Berfættur í búri kúrir …
Rubric

“Langloka”

Incipit

Berfættur í búri kúrir …

Explicit

“… humsaði við og sagði: Lilló.”

Keywords

37.3.3(308r)
Reynir hortug ræðugöng …
Incipit

Reynir hortug ræðugöng …

Explicit

“… fötin sortulitar.”

Keywords
37.3.4(309r)
Tveir hrafnar mættust við Almannagjá …
Incipit

Tveir hrafnar mættust við Almannagjá …

Explicit

“… ef þú segir öðrum frá.”

Keywords
37.3.5(309r)
Krumminn á skjánum kallar hann inn …
Incipit

Krumminn á skjánum kallar hann inn …

Explicit

“… Krumminn á skjánum.”

37.3.6(309r)
Heill sé þinn loðinnvöllur …
Incipit

Heill sé þinn loðinnvöllur …

Explicit

“… Hann fór síðan.”

Colophon

“Farið var afturábak með inntak þulunnar.”

Note

Skrifaraklalsan (vélrituð) er á blaði 309r.

Keywords
37.3.7(310r)
Stígum við stórum …
Incipit

Stígum við stórum …

Explicit

“… Heilagt er á morgun.”

Keywords
37.3.8(310r)
Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk …
Incipit

Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk …

Explicit

“… Grikkland að grárri meri.”

Keywords
37.3.9(310r)
Eg vildi að Ullarhraun yrði smér …
Incipit

Eg vildi að Ullarhraun yrði smér …

Explicit

“… Nausthóll að nýjum spónum.”

Keywords
38(311r-315v)
Dóttiririn mín fríða
Note

Fjögur línustrikuð skrifblokkarblöð (verso-síður auðar) frá Þorleifi Árnasyni á Neskaupstað til Jóns Samsonarsonar. Frímerkt umslag (315r) merkt Jóni Samsonarsyni er meðfylgjandi.

Keywords

38.1(311r-314)
Kvæði - Dóttirin mín fríða
Incipit

Dóttirin mín fríða hversu lengi ætlarðu þér mannlaus og ógift að bíða …

Explicit

“… Gott á sú sem slíks á að bíða, að sofa hjá honum kaupmann æ síðan. Endir.”

Colophon

“Þetta kvæði eða þulu, hvað sem við köllum það, lærði ég af móður minni en hvergi séð á prenti eða skrifað. Það hefur geymst [í] minni mínu af því [við] systkinin höfðum þetta stundum að leik á milli okkar. Með bestu kveðju Þorleifur Árnason, Miðstræti 8A, Neskaupstað.”

Note

Skrifaraklausan er á blaði 313r. Á blaði 314r biður Þorleifur Jón um að koma kvæðinu: Margir eiga högg í annars garði … til Árna Björnssonar cand. mag. þar sem hann muni ekki utanáskrift hans.

Keywords

39(316r-318v)
Kvæði - Þorkell átti dætur tvær
Note
Þrjú blöð (A4) saman í hefti (blað 316r er autt og versó-síður eru auðar) komin frá “Þórði Tómassyni í Skógum. JS.” (sjá blað 317r).

Heimildarmaður: Þórunn Bjarnadóttir frá Hraunkoti í Lóni.

Keywords

38.1(317r-318r)
Þorkell átti dætur tvær …
Incipit

Þorkell átti dætur tvær …

Explicit

“… Frúarinnar sómi, vel frúarinnar sómi.”

Colophon

“Kvæðið er skrifað upp eftir frú Þórunni Bjarnadóttur frá Hraunkoti í Lóni 5. febrúar 1971. Þórunn söng hluta þess inn á segulband, en átti erfitt með að halda réttri röð erinda og viðlagi, en lagið, sem hún lærði í æsku, mun þó koma rétt til skila í upptökunni. Þórunn er fædd 1884.”

Note

Skrifaraklausan er á blaði 318r.

Keywords

40(319r-322v)
Þulur, þulur og vísur um krumma, Grýluþulur og Dúðadurtskvæði
Note
Fjögur vélrituð blöð ((A4); vélritað er beggja vegna á blöðin).

“Blöðin eru gefin mér af Þuríði í Árbót [í Þingeyjarsýslu]. Þulurnar eru skrifaðar upp eftir því sem hún kunni. J.S.” (sjá blað 322v).

Með í öskjunni er listi yfir safnið eins og það var 5. febrúar 1991.

40.1(319r)
Þulur
Keywords
40.1.1(319r-320v)
Sat ég undir fiskahlaða föður míns …
Incipit

Sat ég undir fiskahlaða föður míns …

Explicit

“…Og nú er lokið Lundúnakvæði.”

Keywords
40.1.2(319v)
Stígum við stórum …
Incipit

Stígum við stórum …

Explicit

“…gott barn í kvöld, því heilagt er á morgun.”

Keywords
40.1.3(319v)
Gekk ég upp á hólinn …
Incipit

Gekk ég upp á hólinn …

Explicit

“… Dansar mín Anna.”

Keywords
40.1.4(320r)
Stúlkurnar ganga / sunnan með sjá …
Incipit

Stúlkunar ganga / sunnan með sjá …

Explicit

“… Í hempunni grænni / svo enginn sést vænni.”

Keywords
40.1.5(320r)
Stúlkan í steininum …
Incipit

Stúlkan í steininum …

Explicit

“… þó þeim lítist á hana.”

Keywords
40.1.6(320v)
Heyrði ég í hamrinum …
Incipit

Heyrði ég í hamrinum …

Explicit

“… en ríða varð ég þó.”

Keywords
40.1.7(320v)
Bokki sat í brunni …
Incipit

Bokki sat í brunni …

Explicit

“… og kembir ull nýja.”

Keywords
40.1.8(320v)
Karl og kerling …
Incipit

Karl og kerling …

Explicit

“… - Svona er nú sagan af þeim.”

Keywords
40.2(321r)
Krummavísur/-þulur
40.2.1(321r)
Krumminn á skjánum …
Incipit

Krumminn á skjánum …

Explicit

“… bóndi góður minn.”

40.2.2(321r)
Krummi situr á kvíavegg …
Incipit

Krummi situr á kvíavegg …

Explicit

“… og ná ná.”

40.2.3(321r)
Krumminn á skjá, skjá …
Incipit

Krumminn á skjá, skjá …

Explicit

“… Leiður er krummi sá, sá.”

40.2.4(321r)
Krummi situr á kirkjuburst …
Incipit

Krummi situr á kirkjuburst …

Explicit

“… með gullhempu og svarta skó.”

Keywords
40.2.4(321r)
Krummi krunkar úti …
Incipit

Krummi krunkar úti …

Explicit

“… Kroppaðu með mér, nafni minn.”

Keywords
40.3(321v)
Grýluþulur
40.3.1(321v)
Grýla kallar á börnin sín …
Incipit

Grýla kallar á börnin sín …

Explicit

“… Skinnbrók og Skjóða.”

40.3.2(321v)
Grýla er að vísu / gömul herkerling …
Incipit

Grýla er að vísu / gömul herkerling …

Explicit

“… Sighvat og Surtlu / sofnuðu bæði.”

40.3.3(321v)
Grýla reið fyrir ofan garð …
Incipit

Grýla reið fyrir ofan garð …

Explicit

“… og þar skal fara í barnið leitt.”

40.4(322r)
Dúðadurtskvæði
Incipit

Hér er kominn Dúðadurtur …

Explicit

“… þú ert fæstum jafn.”

Keywords
41(323r-v)
Greinar úr Morgunblaðinu
Note
Í handritsöskjunni eru í plastmöppu, úrklippa úr Morgunblaðinu sunnudaginn 16. nóvember 1975 og blaðsíður 11-38 úr sama blaði, þriðjudaginn 30. janúar 1979. Bls. 11 og 12 og bls. 37 og 38 hafa verið skildar frá bls. 13-36. Einnig er í möppunni miði sem á stendur: “Viðbót við þjóðfr. óinnfært 11.6. '93”.

Úrklippan (blað 323r) frá 16. nóvember 1975 tengist vísunni: Upp er skorið, engu sáð … og í greininni segir Bjartmar Guðmundsson frá Sandi “frá vísunni, höfundi og hvar hún varð til.”

Hugsanlega eru minningagreinar um Svövu Þórhallsdóttur frá Hvanneyri ástæða þess að hluti Morgunblaðsins frá 30. janúar 1979, er í plastmöppunni. Það má styðja með því að bls. 11 og 12 og bls. 37 og 38 (hér blöð 324-325) hafa verið skildar frá bls. 13-36 (hér blöð 326r-337v) en minningagreinin er á blaði 325. Hugsanlega getur þó fleira komið til en um það eru engar vísbendingar.

Keywords

Physical Description

Support

Mismunandi pappír.

No. of leaves
Mismunandi stærðir blaða.
Layout

Mismunandi.

Script
Binding

Óbundið… . Handritið er í brúnleitri pappaöskju sem merkt er með blýanti: “ SÁM 32” “Þjóðfræðasafn frá Jóni Samsonarsyni 2.” Um efni frá flestum heimildarmönnunum er pappírskápa þar sem fram kemur á vélrituðum miða sem límdur er á kápuna, innihald og nafn heimildarmanns og á stundum er heimkynna getið. Það efni sem ekki var frágengið með þessum hætti við upphaf skráningar var aðgreint með samanbrotnu blaði (A4) og framan á það skrifaðar sambærilegar upplýsingar og eru á fyrrnefndum pappírskápunum. Efni handritsins er flokkað eftir heimildamönnum í stafrófsröð og hefur það borist Stofnuninni á seinni hluta síðustu aldar.

History

Origin

Skrifað á 20. öld.

Provenance

Þjóðfræðauppskriftir úr þjóðfræðasafni frá Jóni Samsonarsyni.

Additional

Record History

VH skráði handritið í lok október og 1. nóvember 2010.

« »