Skráningarfærsla handrits

SÁM 25b

Sögubók (2/6) ; Ísland, 1900-1910

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-17v)
Sagan af kóngsdætrunum og veiðimönnunum
Titill í handriti

Sagan af kóngsdætrunum og veiðimönnunum (ævintýri)

Upphaf

Einu sinni í fyrndinni …

Niðurlag

… Og lifði allt vel og lengi, Og lýkur hér sögunni. Endir.

Athugasemd

Blað 18 er autt.

Efnisorð
2 (19r-25v)
Sundmaðurinn
Titill í handriti

Sundmaðurinn

Upphaf

Einu sinni í fyrndinni bjuggu karl og kerling í koti sínu …

Niðurlag

… mikið viljugri að vinna eftir en áður. Enda þurfti hann þess nú ekki. Endir. Endir.

Athugasemd

Blað 26 er autt.

Efnisorð
3 (27r-39v)
Sagan af Steini bónda á Þrúðvangi
Titill í handriti

Sagan af Steini bónda á Þrúðvangi

Upphaf

Steini var eitt sinn á ferð …

Niðurlag

… Steinn bóndi bjó þarna til elli og farnaðist alltaf vel. Og svo ljúkum vér sögu þessari.

Skrifaraklausa

Saga þessi á að hafa fundist í skræðum eftir Helga í Húsavík. Hvort hún er eftir hann sjálfan eða er æfagömul munnmæli veit eg ekki. Einhver eining af sögu þessari kom út í Þjóðsögum Jóns bókavarðar Árnasonar í Reykjavík, en ekkert er hún lík þessari sögu. Sögu þessa sagði mér móðir mín Helga húsfreyja Sæmundsdóttir í Leirhöfn. Helgi Kristjánsson frá Leirhöfn.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 39v.

Blað 40 er autt.

4 (41r-57r)
Sagan af enum tólf stúdentum
Titill í handriti

Sagan af enum tólf stúdentum; sögn Páls Illugasonar. Handrit Helga Kristjánssonar frá Leihöfn.

Upphaf

Einu sinni voru tólf skólasveinar sama vetur …

Niðurlag

… er draugarnir gáfu honum. Og endar svo saga þessi.

Athugasemd

Blöð 57v-58v eru auð.

Sagan er einnig í SÁM 25 e; ekki er um orðrétt sömu uppskrift að ræða og niðurlag er með öðru móti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
58 blöð (170-180 mm x 105-115 mm) (blöð 41r-56v eru minni (170 mm x 105 mm).
Tölusetning blaða

Blöð eru númeruð af skrásetjara (með blýanti): 1-58.

Kveraskipan

Tuttugu og þrjú kver.

  • Kver I: blöð 1-2, 1 tvinn.
  • Kver II: blöð 3-4, 1 tvinn.
  • Kver III: blöð 5-6, 1 tvinn.
  • Kver IV: blöð 7-8, 1 tvinn.
  • Kver V: blöð 9-10, 1 tvinn
  • Kver VI: blöð 11-12, 1 tvinn.
  • Kver VII: blöð 13-14, 1 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 15-16, 1 tvinn.
  • Kver IX: blöð 17-18, 1 tvinn.
  • Kver: X: blöð 19-20, 1 tvinn
  • Kver XI: blöð 21-22, 1 tvinn.
  • Kver XII: blöð 23-24, 1 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 25-26, 1 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 27-28, 1 tvinn.
  • Kver XV: blöð 29-30, 1 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 31-32, 1 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 33-34, 1 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 35-36, 1 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 37-38, 1 tvinn.
  • Kver XX: blöð 39-40, 1 tvinn.
  • Kver XXI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver XXII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver XXIII: blöð 57-58, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 145 mm x 110 mm.
  • Línufjöldi (áprentaðar línur) er 19.

Ástand

  • Óinnbundið.

Skrifarar og skrift

Með hendi Helga Kristjánssonar í Leirhöfn (sbr. blað 54r); snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á umslaginu sem er utan um handritið er síðari tíma viðbót: Gamlar sögur. Einnig kemur þar fram upplistun: 1. Bokki sat í brunni, 2. Drengurinn Dali, 3. Strákurinn sem … 4. Hart bítur sá hvíti, 5. Sjaldan breytir … en ekkert af þessu efni (1-5) er í handritinu.

Band

Handritið er óinnbundið; er í brúnleitu umslagi.

Það liggur í grárri pappaöskju með handritum a, c-f.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega í upphafi tuttugustu aldar.

Ferill

Það er í umslagi með brúnum miða, sem á er prentað: Héraðsbókasafn Norður-Þingeyjarsýslu, Leirhöfn, Norður-Þingeyjarsýslu, Iceland. Póststimpillinn gefur til kynna að það sé sent frá Havant Hants, Great Britain, 17. nov. 1969.

Aðföng

Bókin er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 3. nóvember 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn