Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 206 k 8vo

Rímur af Pétri Pors, 1805-1810

Titilsíða

Rímur | af Petri Pors og | köppum hans. (Bl. 1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-90v)
Rímur af Pétri Pors
Titill í handriti

Fyrsta ríma. Tu Præsens nostro succurre Labore. Astrorum Decus! Turnus. Formáli og upphaf sögunnar.

Upphaf

Kvásis spýti opnuð und / æða bunu rjóðri ...

Niðurlag

... silki röðuls hæða.

Notaskrá

Finnur Sigmundsson, (1966), Rímnatal, s. 381-382.

Athugasemd

14 rímur auk eftirmála.

Nafn höfundar kemur fram í 14. rímu erindi 69, ... ort þess heiti Finnur ..., bl. 89r.

Rímurnar eru ortar eftir Peder Pors Holbergs, en staðfærðar af Finni Magnússyni árið 1802.

Rímurnar finnast t.d. í eftirfarandi handritum: Lbs 704 4to, s. 46r-77v, Lbs 1308 4to og IB 86 4to.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír. Vatnsmerki.
Blaðfjöldi
ii + 90 + ii blöð (175-180 mm x 110-112 mm.) Autt blað: 90v.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-178, 115bis.

    Kveraskipan

    12 kver:

    • Kver I: 2 saurblöð + bl. 1-6, 4 tvinn.
    • Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
    • Kver III: bl. 15-22, 4 tvinn.
    • Kver IV: bl. 23-30, 4 tvinn.
    • Kver V: bl. 31-38, 4 tvinn.
    • Kver VI: bl. 39-46, 4 tvinn.
    • Kver VII: bl. 47-54, 4 tvinn.
    • Kver VIII: bl. 55-62, 4 tvinn.
    • Kver IX: bl. 63-70, 4 tvinn.
    • Kver X: bl. 71-78, 4 tvinn.
    • Kver XI: bl. 79-84, 3 tvinn.
    • Kver XII: bl. 85-90 + 2 saurblöð, 4 tvinn.

    Umbrot

    • Eindálka.
    • Letur flötur er 150 mm x 70-94 mm.
    • Línufjöldi er 20-24.
    • Leturflötur afmarkaður með broti í blaði.

    Ástand

    • Blettir bl. 4v-8v, 22r, en skerðir ekki texta.
    • Ytri jaðar er dekkri og snjáður.
    • Blöð bylgjuð.

    Skrifarar og skrift

    Óþekktur skrifari, snarhönd en kansellíbrotaskrift í síðasta erindi rímna og fyrirsögnum.

    Skreytingar

    Titilsíða, 1r.

    Fyrirsagnir eru með stærra letri en textinn (sjá. t.d. 7r). Hluti af síðasta erindi rímna með stærra letur (sjá. t.d. 13r).

    Línur eða skreytingar á milli erinda: 1r, 3r, 7r, 7v, 8r, 14r, 18r, 19r, 24r, 25r, 30v, 31v, 36v, 37v, 41r, 42v, 47r, 54r 59v, 60v, 67r, 74v, 75v, 82r, 83v, 88v.

    Spássíugreinar og aðrar viðbætur

    Á fremra spjaldi v er gamalt safnmark.

    Band

    Upprunalegt band (195 mm x 118 mm x 20 mm).

    Pappírskápa pökkuð inn í brúnan pappír, utanáliggjandi saumur (long-stitch binding, þ.e. sýnilegur saumur á ytra byrði bands). Fremra saurblað 1 og aftari saurblað 2 eru úr gömlu dönsku dagblaði, þar kemur fram dagsetningin 24. desember 1802.

    Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (214 mm x 139 mm x 34 mm). Límmiði á kili með safnmarki.

    Kápa handritsins er snjáð og slitin.

    Uppruni og ferill

    Uppruni

    Handritið er tímasett í kringum 1800 í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 929.

    Aðföng

    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

    Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

    Aðrar upplýsingar

    Skráningarferill

    MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 30. nóvember 2023 ; bætti við skráningu 19. janúar 2024.

    Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 295.

    Viðgerðarsaga
    Gert var við handritið í mars 1972 og júlí til ágúst 1995. Ekkert var hreyft við bandi, en handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
    Myndir af handritinu

    • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

    Notaskrá

    Lýsigögn
    ×

    Lýsigögn