Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 75 b 8vo

Calendarium Islandicum (rím), 1700-1725

Titilsíða

Calendaru | auctor | séra Ólafur Jónsson | prestur til Staðar í Grunnavík, sem deyði | í bólunni 1707, enn | það samskrifaði 1706 | sama ár er Erlendur son | hans fæddur á Stað sem þetta Rímtal á. (Bl. 1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-13r)
Calendarium Islandicum (rím)
Upphaf

Januarius 31 ...

Efnisorð
2 (13v-53v)
Útskýring rímtalsins
Titill í handriti

Útskýring þessa rímtals.

Upphaf

Þegar Guð skapaði himinn og jörð ...

Niðurlag

... mættum lifa eilíflega! Amen.

2.1 (17r)
Sumarið krabbinn sýnir þér
Upphaf

Sumarið krabbinn sýnir þér / segja með nær haustið ber ...

Niðurlag

... enn hrútsmerki tér.

Athugasemd

1 erindi.

3 (54r)
Meðan mæla gjörum
Upphaf

Meðan mæla gjörum / mánuði, aldir, daga, ...

Niðurlag

... flýr óafturkallanlegur tími.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 54 + i blað (105 +/- 1 mm x 69 +/- 1 mm). Autt blað: 54v.
Tölusetning blaða

  • Blöð 1v-13r og 54r eru ótölusett en 54r er nú blaðsíðumerkt.
  • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-81 (13v-53v).

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: 1-12, 6 tvinn.
  • Kver II: 13-24, 6 tvinn.
  • Kver III: 25-36, 6 tvinn.
  • Kver IV: 37-48, 6 tvinn.
  • Kver V: 49-54, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 105 +/- 1 mm x 67-70 mm.
  • Línufjöldi 22 línur í tímatali en um 14-16 línur í texta.
  • Leturflötur er afmarkaður með rauðum línum, hvorutveggja láréttum og lóðréttum. Í tímatalinu skipta þær textanum í 5-6 dálka, sbr. bl. 1v.

Ástand

  • Blettótt.
  • Blaðhorn eru sums staðar slitin.

Skrifarar og skrift

Handritið er skrifað með síðfljótaskrift, en töflur, fyrirsagnir og vísur með kansellíbrotaskrft.

Kålund í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, bls. 295 telur að skriftin líkist skrift Jóns Ólafssonar frá Grunnavík, bróður Erlendar.

Skreytingar

Víða notað rautt blek, t.d. bl. 1v.

Skýringamynd er tengist tímatalsfræði: 18r.

Töflur og ýmsar upplistanir eru á blöðum:

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Upprunalegt band (108 mm x 77 mm x 14 mm).

Pakkað inn í skinn og skrifað hefur verið á fremra og aftara spjald.

Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (204 mm x 101 mm x 31 mm).

Límmiði á kili með safnmerki.

Kápa lúin og snjáð.
Fylgigögn

Útklippt blað sjá fylgigögn 2r og viðbót 1v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett í upphafi 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 297.

Ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1977.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 29. nóvember 2023 ; bætti við skráningu 26. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 295.

Viðgerðarsaga
Gert var við handritið í mars 1972 og júlí til ágúst 1995.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn