Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 2131 4to

Inntak úr ævisögu hr. Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1r-20v)
Inntak úr ævisögu hr. Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum
Titill í handriti

Inntak úr lífs historíu hr. Guðbrands Thorlakssonar biskups á Hólum.

Upphaf

Faðir Guðbrands biskups var séra Þorlákur ...

Niðurlag

... Nulla ferent talem secla futura Virum.

Athugasemd

Á bl. 6r er tafla yfir bækur Guðbrands.

Bl. 19r-v eru á latínu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
20 blöð (199 mm x 158 mm). Auð blöð: 20r-v.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti á rektósíður 1-19.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-20, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 133 mm.
  • Línufjöldi er 22-26.
  • Leturflötur afmarkaður með broti í blaði.

Ástand

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift en snarhönd í fyrirsögnum, nöfnum og staðarheitum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á versósíðu fremra saurblaðs er gamalt safnmark.
  • Neðst á bl. 1r stendur orðið: Suhm sem er tilvísun í Peter Frederik Suhm, danskan fræðimann.

Band

Upprunalegt band (200 mm x 160 mm x 5 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd gráleitu flæðimynstri.

Límmiði á fremra spjaldi: Curriculum Vitæ | Gudbrandi Thorlacii fil. | Episc. Holensis. | (Islandice.)

Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (213 mm x 171 mm x 15 mm). Límmiði á kili með safnmarki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 18. öld í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 917.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupamannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 2. október 2023 ; bætti við skráningu 15. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 292.

Viðgerðarsaga
Gert var við handritið í mars 1972 og maí til ágúst 1995. Ekkert var hreyft við bandi, en handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmundun og viðgerð fylgdi með.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn