Skráningarfærsla handrits

NKS 2076 b 4to

Reisusaga Jóns Ólafssonar Indíafara, 1700-1799

Titilsíða

Ævisaga Jóns Ólafssonar Íslendings Indía fara, af honum sjálfum uppteiknuð fyrir frómra manna umbeiðni, eftir því sem hann kann framast minnast, nú í sínum aldurdómi 1661. Biðjandi alla fróma og guðhrædda landsmenn, hærri stéttar og lægri þetta svo fánýtt og auðvirðilegt verk vel að virða, hvers hann af þeim auðmjúklega beiðist. (Bl. 1r, (bls. 1)).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4r (bls. 1-4))
Inngangsbréf
Titill í handriti

Náð, friður og blessan drottins vors Jesú Christí sé með yður öllum! Amen.

Upphaf

Elskulegir vinir! Skylt væri ég að ...

Niðurlag

... til allrar umhyggju lífs og sálar. Jón Ólafsson Indía-fari.

2 (4r-195v)
Ævisaga Jóns Ólafssonar Indíafara
Titill í handriti

Hér byrjast ævisagan. 1. kapítuli.

Vensl

Sama handrit og NKS 2076a 4to.

Upphaf

Innihaldandi um mína fæðing, ætt og uppfóstur ...

Niðurlag

... á síns aldurs ári átttugasta og sjöunda.

Notaskrá

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 195 + i blað (196 mm x 161 mm). Blað 195v (bls. 378) autt.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking í 1-17 (bl. 1r-9r).
  • Blaðsíðumerking með blýanti 6 (sem er einnig merkt sem bls. 17) -377 (bl. 9v-195r). En 16bis, 150bis og hlaupið yfir bls. 45.
  • Blaðamerkingar á neðri rektó spássíu eru ekki réttar.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur fyrir
    • bl. 1r-8v (bls. 1-16) og 192r-195r (bls. 371-377) er 160-167 mm x 150-155 mm.
    • bl. 9r-191v (bls. 17-370) er 156-159 mm x 125-128 mm.
  • Línufjöldi er
    • 15-17 fyrir bl. 1r-8v (bls. 1-16) og 192r-195r (bls. 371-377).
    • 29-32 fyrir bl. 9r-191v (bls. 17-370).
  • Griporð eru víða.

Ástand

  • Blettótt, en skerðir ekki texta.
  • Blöð eru lítilega bylgjuð.
  • Gulnuð blöð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, bl. 1r-8v (bls. 1-16) og 192r-195r (bls. 371-377), settskrift.

Óþekktur skrifari, bl. 9r-191v (bls. 17-370), blendingsskrift.

Skreytingar

Óskreytt titilsíða.

Skreyttir upphafstafir í upphafi hvers kafla.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á innri bókakápu eru tveir stimplar I. Bibliotheca Regia Hafniensis og II. Det Store Kongelige Bibliothek.
  • Handskrifað safnmark er á versósíðu fremra saurblaðs.
  • Bl. 1-8 (bls. 1-16) og bl. 192-195 (bls. 371-377) eru innskotsblöð.

Band

Upprunalegt band (201 mm x 172 mm x 40 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd marmarapappír með leðurskili og -hornum.

Kjölur þrykktur með gyllingu og heiti handrits.

Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (220 mm x 188 mm x 46 mm). Límmiði á kili með safnmarki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 909.

Sigfús Blöndal í Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara, 1908, bls. xxi telur að það sé skrifað á síðari hluta 18. aldar eða um 1780-1800.

Ferill

Handritið var áður í eign prófessors Birgis Thorlacius, (1775-1829). Hið íslenska bókmenntafélag í Kaupmannahöfn keypti það árið 1830, á bókauppboði. Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara, 1908, bls. xxi.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum nóvember/desember 2023.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 289.

Viðgerðarsaga
Gert var handritið fyrst í mars 1972, en seinast í ágúst 1995. Ekkert var hreyft við bandi, en handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn