Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1885 b 4to

Braga saga ; Ísland, 1762-1775

Athugasemd
Efni handritsins NKS 1885 b 4to nær yfir síðari hluta Samantekta um skilning á Eddu eftir Jón lærða Guðmundssonar. Einar G. Pétursson telur handritið skrifað beint eða óbeint eftir handriti Jóns lærða, þó ekki endilega sama handriti og Jón Erlendsson skrifaði eftir. Þannig sé handritið eina kunna handritið sem eigi sér ekki sannanlegan millilið við handrit Jóns og gætu því verið upphaflegri leshættir í því en öðrum varðveittum handritum (Einar G. Pétursson (1998), Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, s. 200).
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6r)
Braga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Braga sögu af hverjum rökum skálda er dregin ungum skáldum til skilnings og skemmtilegrar undirstöðu.

Vensl

Lbs 1438 4to er eftirrit Páls Eggerts Ólasonar af NKS 1885 b, 4to, skrifað árið 1906. Sjá hér.

Upphaf

Maður er nefndur Ægir eða Hlér. Hann bjó ...

Niðurlag

... skyldi trúa það guði að vera.

Baktitill

... Hér endast Braga saga.

Tungumál textans
íslenska
2 (6r-13r)
Fornar sagnir
Vensl

Lbs 1438 4to er eftirrit Páls Eggerts Ólasonar af NKS 1885 b, 4to, skrifað árið 1906. Sjá hér.

Upphaf

Og með því að sú rétta fyllilega skálda ...

Niðurlag

... heldur láta þar vera á parti.

Notaskrá
Skrifaraklausa

Hér að framanskrifuð Braga saga og það sem henni fylgir er partur úr Eddu Jóns Guðmundssonar lærða sem hann samanskrifaði og sendi til eignar Mag: Brynjólfi Sveinssyni biskupi í Skálholti, svo sem sjá má af þessum hans skrifa strax eftir Braga sögu. F.I.N.I.S. (Bl. 13r).

Athugasemd

Þrjú síðustu blöðin eru auð.

Anthony Faulkes hefur bent á skyldleika texta handritsins við X-texta Laufás-Eddu Magnúsar Ólafssonar og eru nokkrir leshættir í handritinu örugglega komnir úr þeim texta. Faulkes, A. (1979), Two versions of Snorra Edda. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda)

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
Blaðfjöldi
14 blöð (206-208 mm x 163-165 mm). Blöð 13v-14v auð.
Tölusetning blaða

Upprunalega blaðsíðumerking 1-25,skrifuð með bleki á efri spássíu.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-14, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 mm x 130 mm
  • Línufjöldi er 25-28 línur.
  • Leturflötur afmarkaður með línum dregnum með þurroddi.

Ástand

  • Leturflötur er aðeins rauðleitur og virðist sem ryð hafi smitast úr blekinu.
  • Ytri jaðar blaða aðeins bylgjaður.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jakobs Sigurðssonar, fljótaskrift með kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum og sem áherslur í texta og fyrirsögnum, sjá dæmi bl. 5v.

Skreytingar

  • Nokkrir pennaflúraðir upphafsstafir, til dæmis í upphafi meginmáls, bl. 1r, 10r, 12r og 13r.
  • Fyrirsagnir eru ritaðar með fyrirferðameiri kansellíbrotaskrift en meginmálið, sjá dæmi 6r.
  • Frá og með bl. 6r, eru gæsalappir á ytri spássíum og marka þær það efni sem aukið er við upphaflegan texta Eddu. Telur Einar G. Pétursson það eiga uppruna í frumriti Jóns Guðmundssonar lærða og nefnir hliðstæðu við Grænlands annála. (Einar G. Pétursson (1998), Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, s. 210).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra spjaldi er gamalt safnmark.
  • Þó nokkkuð eru um undirstrikanir með blýanti, t.d. bl. 10v.

Band

Upprunalegt band (209 mm x 166 mm x 4 mm).

Bókaspjald úr pappa með flæðimynstri. Límmiði á fremra spjaldi með stimpli og: Braga saga | af hverjum | rökum Skálda | er dreginn.

Handritið er í nýlegri öskju (213 mm x 171 mm x 13 mm). Límmiði framan á með safnmarki.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. | Saml. | 1885 b|| Braga saga

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 797.

Skrifari handritsins var Jakob Sigurðsson (1724/1730-1779) og telur Einar G. Pétursson ritunartími vera á milli 1762-1775, (Einar G. Pétursson (1998), Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, s. 19, 202 og 205). Jakob mun hafa fæðst á árabilinu 1724 til 1730 og markar fyrra ártalið upphaf hjúskapar foreldra hans, Sigurðar Ketilssonar prests og skálds og Ingibjargar Jakobsdóttur, en hið seinna andlát föður hans. Jakob lést 1779 og eru engar heimildir um að hann hafi farið til Kaupmannahafnar (sjá nánar í Einar Jónsson (1959), Ættir Austfirðinga, IV, s. 853-854).

Handritið er því að líkindum skrifað á Íslandi (Einar G. Pétursson (1998), Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, s. 203).

Ferill

Handritið var áður c-liður í NKS 1703 4to og var það handrit allt áður með safnmarki Suhm 1310 4to. Ekki eru til gögn um hvernig P. F. Suhm fékk bækur sínar eða handrit. Einar G. Pétursson nefnir tvær hugsanlegar leiðir sem handritið gæti hafa borist eftir til Kaupmannahafnar. Hans Wium kann að hafa átt handritið og það hafi farið með honum til Kaupmannahafnar 1795. Einnig komi til greina að Eiríkur Guðmundsson Hoff hafi haft það með sér til Kaupmannahafnar (Einar G. Pétursson (1998), Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, I, s. 201-205).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. október 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

HOM skráði handritið 24. apríl 2023.

BS aðlagaði kóðann samkvæmt TEI P5 reglum 2. maí 2023.

MJG uppfærði upplýsingar 11. september 2023 ; 9. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 259.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn