Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1865 4to

Íslenskt orðskviðasafn, A-Æ, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-52v)
Íslenskt orðskviðasafn, A-Æ

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
52 + i blað (161 mm x 138 mm). Auð blöð: 2v, 3, 6r, 8, 9, 15, 17v, 18, 23v, 24, 26, 27, 29v, 30, 33, 35, 37v, 38r, 39v, 40v, 45, 46v, 47, 52r.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti á neðri rektósíðu, 1-52.

    Kveraskipan

    6 kver:

    • Kver I: blöð 1-9, 4 tvinn og 1 stakt blað.
    • Kver II: blöð 10-21, 6 tvinn.
    • Kver III: blöð 22-29, 4 tvinn.
    • Kver IV: blöð 30-39, 5 tvinn.
    • Kver V: blöð 40-47, 3 tvinn og 1 stakt blað.
    • Kver VI: blöð 48-52 og saurblað, 3 tvinn.

    Umbrot

    • Eindálka.
    • Leturflötur er 22-155 mm x 48-130 mm
    • Línufjöldi er 3-24.

    Skrifarar og skrift

    Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

    Spássíugreinar og aðrar viðbætur

    Á fremra spjaldi er gamalt safnmark.

    Band

    Upprunalegt band (160 mm x 137 +/- 1 mm x 9 mm).

    Bókaspjöld úr pappa klædd pappír með flæðimynstri.

    Handritið er í nýlegri öskju (166 mm x 149 mm x 18 mm). Límmiði framan á með safnmarki og merki Árnastofnunar.

    Bandið er slitið.
    Fylgigögn

    Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. | S. | 1854m | IIIa || Jón Ólafsson, en það er búið að krota yfir. Á bakhlið hans stendur: Ny kgl. | Saml. | 1865,|

    Uppruni og ferill

    Uppruni

    Handritið er tímasett á 18. öld í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 775.

    Aðföng

    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. október 1986.

    Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupamannahöfn.

    Aðrar upplýsingar

    Skráningarferill

    MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 30. október 2023 ; uppfærði skráningu 24. janúar 2024.

    Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 251.

    Viðgerðarsaga
    Myndir af handritinu

    • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

    Notaskrá

    Lýsigögn
    ×

    Lýsigögn