Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1845 d 4to

Relation um Skriðuklaustur ; Ísland, 1741

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-8v)
Relation um Skriðuklaustur
Titill í handriti

Relation og kort under rieting um Skriðu klaustur, sem var í fyrstu bændaeign og af hvorri orsök þar var klaustur stiftað og um hvorn tíma það skéði í eftir því sem ráða er af klaustur skjölunum.

Upphaf

Skriðuklaustur hefur að upphafi og lengi fram eftir tímum ...

Niðurlag

... mótmælalaust so sem sjá má af hinn fyrrgreindum documentum Sub. Lit: B. og C.

Skrifaraklausa

Víðisvöllum Ytri, 23. október anno 1741. Guðmundur Einarsson. Þorsteinn Sigurðsson. (Bl. 7v).

Athugasemd

Á bl. 7v eru undirskriftir þessara manna ásamt staðsetningu og dagsetningu.

Efnisorð
2 (8r-8v)
Þrír póstar af Skriðuklausturs úttekt
Titill í handriti

Sub. Lit: B

Upphaf

Þrír póstar af Skriðuklausturs úttekt er gjörðist eftir ...

Niðurlag

... framast ber og hér fyrir framan skrifaður reikningur áhrærir og um getur.

Efnisorð
3 (9r-13v)
Um klaustur kirkjuna að Skriðu
Upphaf

Klaustur kirkjan að Skriðu í Fljótsdal byggð 1512 af biskup ...

Niðurlag

... undirskrifaðir sem saman lásu að Víðivöllum þann 14. okt. 1741. Grímur Bessason.

Athugasemd

Á bl. 13v kemur fram að kaflinn er afritaður úr Visitatíu bók Brynjólfs Sveinssonar biskups og lagfært.

Efnisorð
4 (14r-14v)
Jarðabók Skriðuklaustur
Titill í handriti

Jarðabók klausturins v. Gísla Magnússonar 1660

Upphaf

Fagridalur...

Niðurlag

... það vitna undir skrifaðir að Víðivöllum ytri 14. október 1741. Grímur Bessason. Þorsteinn Sigurðsson.

Athugasemd

Á bl. 14v kemur fram að kaflinn sé afrit af jarða registur skrifaðar af Árna Geirssyni.

Á bl. 14bisv er skrifað: Copia af Skriðu Clausturs máldaga og jarðabók Gísla Sál. Magnússonar 1660

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
15 blöð (202 mm x 166-170 mm). Bl. 14bis(r) er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt með bláleitum tréblýanti í efra hægri horn rektósíðna, 1-14, síðari tíma viðbót.

Bl. 14bis(r) er merkt með blýanti: 14bis.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-15 (13+14bis, 15) 1 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi er 21-22 línur og í hverri línu eru um 9-12 orð.
  • Griporð, bl.: 9r, 10r, 10v og 11r.

Ástand

  • Brúnir blettir eru á nokkrum blöðum, en skerða ekki texta (t.d. bl. 3v og 4r).
  • Blek hefur smitast í gegn, (t.d. bl. 1v og 7v).
  • Skorið hefur verið af jaðri bl. 1r, 2r , 3r, 4r, 5r, 6r, 8r og 13r sem skerðir aðeins textaflöt.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur:

1. Grímur Bessason, fljótaskrift, (bl. 1r-8v og 12r-14bis(v)).

2. Óþekktur skrifari, fljótaskrift, (bl. 9r-12v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra spjaldi er gamalt safnmark og hringlaga stimpill að innan með kórónu í miðjunni, texti raðast hringinn í kring um kórónuna og á honum stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Á bl. 14bis(v) stendur: Copia af Skriðu Klaust- | urs málsdaga og Jarðabók | Gísla Pál Magnússonar | 1660

Band

Sennilega upprunalegt band (202 mm x 168 mm x 5 mm).

Bókaspjald úr pappa með flæðimynstri. Límmiði á fremra spjaldi með stimpli sem á stenddur: Relation | um | Skríðu klaustur.

Handritið er í nýlegri öskju (206 mm x 174 mm x 12 mm).

Límmiði framan á með safnmerki.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | NKS | 1845 d || 1 bind

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi árið 1741. Þetta kemur fram, bæði í handritinu sjálfu, bl. 7v, 13v og 14v og í Katalog Kålunds, nr. 748.

Þar kemur einnig fram að Grímur Bessason prestur hafi skrifað handritið. Undirskrift hans má finna á bl. 13v og 14v.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. september 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

BK skráði handritið apríl 2023.

MJG bætti við skráningu samkvæmt TEI P5 13. september 2023 og uppfærði skráningu 9. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 244.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn