Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 327 b 4to

Balænarum ICHTIOLOGIA Islandica per Haltorum Iacobi conscripta et Figuris adornata, 1777

Titilsíða

Balænarum ICHTIOLOGIA Islandica per Haltorum Iacobi conscripta et Figuris adornata Delineavit: S:M:HOLM 1777. Cum Versione latina MDCCLXXVII. (Bl. 1r).

(Veiðifræði íslenskra hvala eftir Halldór Jakobsson skrifaður og skreyttur með fígúrum. Sæmundur Holm teiknaði. Latínu útgáfa 1777.)

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1r-19r)
Balænarum ICHTIOLOGIA Islandica per Haltorum Iacobi conscripta et Figuris adornata
Upphaf

Af þeim smærstu hvalakynum telja ...

Athugasemd

Sæmundur Hólm hefur teiknað myndir.

Texti er á íslensku en latína er á bl. 7v, 8v, 9v, 10v, 12r,14v, 15v og 19v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír. Vatnsmerki.
Blaðfjöldi
19 blöð (199 mm x 160 mm). Auð blöð: 11v, 12v, 13r, 13v, 17v, 18r. Bl. 16r-16v eru stærri (199 mm x 313 mm).
Tölusetning blaða

Rektósíður blaðmerktar 1-19.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: blöð 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: blöð 9-14, 2 tvinn + 2 stök blöð límd við bl. 11 og 13.
  • Kver IV: blöð 15-19, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 133 +/- 1 mm x 104 +/- 1 mm.
  • Línufjöldi 9-18.
  • Leturflötur er afmarkaður með þurroddi.

Ástand

  • Blettótt víða, en skerðir ekki texta (sbr. bl. 8r, 8v og 14v).
  • Texti sést víða í gegn (sbr. bl. 1r, 3v, 7v og 15v).
  • Skorið neðan af bl. 16v.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd í fyrirsögnum, blendingsskrift og sprettskrift í texta.

Sæmundur Hólm teiknaði myndir.

Skreytingar

Teiknaðar myndir, 7r, 8r, 9r, 10r, 11r, 12r, 14r, 15r, 16v, 17r og 19r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra spjaldi er gamalt safnmark og stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Á bl. 1v er stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Spássíumerkingar víða (sbr. bl. 4r, 4v, 5r, 6r og 6v).

Band

Upprunalegt band (200 mm x 163 mm x 5 mm).

Bundið í brúnan pappír.

Handritið er í nýlegri öskju (205 mm x 170 mm x 13 mm).

Límmiði framan á með safnmerki Árnastofnunar.

Pappírskápa

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. | Saml. | 327 b,|

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett 1777 bæði í handritinu sjálfu, bl. 1r og í Katalog Kålunds, nr. 475.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. september 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupamannahöfn

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum, 29. september 2023 ; bætti við skráningu 12. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 171.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn