Skráningarfærsla handrits

NKS 30 4to

Nýja testamentið á norrænu ; Ísland, 1688

Titilsíða

Testamentum Novum. Það er Nýja testamentinu á norrænu með formálum D. Lutheri. Matth. 17. Þessi er hinn elskulegur sonur að hverjum mér vel þóknast. Ljónum skulu þér hlýða. Anno Dom. M DC LXXX VIII. (Bl. 2r).

Neðst til vinstri eru skammstafirnir: E.O.S.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-285v)
Nýja testamentið
Titill í handriti

Formáli yfir hið nýja test[a]menta

Upphaf

Eins líka svo sem ...

Niðurlag

... sem lesa má í píningar historninne.

Skrifaraklausa

Hanc versionem Novi Testamenti Domini Nostri Jesu Christi secundum autographum Nomophytacis Gotskalki, qui iltad omnium primus in linqvam Islandican transtalit, exscripsit Anno Christi MD CL XXX VIII. Oddur Einarson. MEH. (Bl. 288r).

Baktitill

Anno Domini Iesu Christi. M DC LXXX IIX. Soli. Deo. Gloria. FINIS.

Athugasemd

Bl. 2v er Bækur hins Nýja testamentis. (Efnisyfirlit).

Oddur Einarson hefur skrifað upp Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar.

Efnisorð
2 (286r-287v)
Boðorðin og upphaf Jóhannesarguðspjalls
Titill í handriti

Evangelium s: Iohannis I

Athugasemd

Á bl. 286r-287v eru samhliða dálkar með upphafi Jóhannearguðspjalls í grískum, latneskum og þýskum texta, auk 10 boðorða í latneskum og grískum texta.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 288 + i (201 +/-1 mm x 152 +/-1 mm). Bl. 215r er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti á efri rektósíðu, 1-288, seinni tíma viðbót.

    Umbrot

    • Eindálka.
    • Tvídálka (bl. 68v-69r).
    • Þrír dálkar (bl. 286r-287v).
    • Fimm dálkar (bl. 287v).
    • Leturflötur er 75-165 mm x 100-113 mm.
    • Línufjöldi 14-39.
    • Strikað fyrir leturfleti (sjá t.d. bl. 194r).
    • Texti endar í totu (bl. 4v, 39v, 63r, 94v, 118v, 119v, 147v, 153r, 175v, 176r, 190v, 197v, 209v, 219v, 222r, 264v, 277r, 285r).
    • Griporð víða.
    • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.
    • Eyður fyrir upphafsstafi (bl. 97r, 120r, 153r, 165v, 235v, 239r, 241v, 244v, 245r, 246r).
    • Fyrir neðan miðju á bl. 214v er hálfteiknaður upphafstafur, en á bl. 215v er stafurinn teiknaður og texti skrifaður.

    Ástand

    • Handritið opnast ekki vel.
    • Blað á milli 191 og 192 hefur verið skorið burt.
    • Bleksmitun.
    • Blöð eru bylgjuð.
    • Göt, bl. 128 skerðir smá texta, bl. 163 á spássíu.
    • Rifið af: horn bl. 156 og neðan af blaði bl. 215.

    Skrifarar og skrift

    Ein hönd, Oddur Einarsson, léttiskrift og kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum.

    Skreytingar

    Skeytt titilsíða.

    Skrautbekkur umhverfis titilsíðu.

    Stórir og íburðarmiklir upphafstafir (bl. 5r, 40r, 63r, 177r, 191v, 198r, 205r, 210r, 223r, 256r, 156r, 259r, 264r).

    Stórir upphafstafir í upphafi hvers kafla.

    Ígildi bókarhnúta (bl. 4v, 63r, 96v, 176r, 190v).

    Spássíugreinar og aðrar viðbætur

    • Á versósíðu fremra saurblaðs er gamalt safnmark og stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis. Stimpill er einnig á bl. 1v og 2v.
    • Efnisyfirlit er á bl. 2v.
    • Spássíugreinar og tilvísanir með hendi skrifara eru víða.
    • Á bl. 286r-287v eru samhliða dálkar með upphafi Jóhannesarguðspjalls í grískum, latneskum og þýskum texta, auk 10 boðorða í latneskum og grískum texta.

    Band

    Band frá því um 1688 (228 mm x 164 mm x 60 mm).

    Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu brúnu skinni með spennslum. Upphleyptur kjölur. Horn og miðjusköldur úr málmi (látúni).

    Skinnband, spennslur, miðjuskjöldur og horn virðast koma úr sitthvoru áttinni.

    Á versósíðu aftasta saurblaðs er sami texti og á bl. 49v, rektósíða saurblaðsins er autt.

    Handritið er í blágrænni öskju (252 mm x 193 mm x 88 mm). Kjölur úr ljósbrúnu skinni, safnmark þrykkt á með gyllingu.

    Uppruni og ferill

    Uppruni

    Ísland.

    Skrifað árið 1688, sjá titilsíðu (bl. 2r) og bl. 285v.

    Ferill

    Þórdís Þórðardóttir hefur átt handritið: Þessa bók á ég undirskrifuð Þórdís Þórðardóttir, (bl. 1r).

    Aðföng

    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1986.

    Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupamannahöfn.

    Aðrar upplýsingar

    Skráningarferill

    MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum, 18. desember 2023.

    Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 164-165.

    Viðgerðarsaga
    Myndir af handritinu

    • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

    Notaskrá

    Lýsigögn
    ×

    Lýsigögn