Skráningarfærsla handrits

Lbs 4982 8vo

Plánetubók ; Ísland, 1886-1887

Titilsíða

Plánetubókin eður hin 12 stjörnumerki himinsins, art þeirra og eiginleiki ásamt plánetunum og fleiru. Gefinn [hér koma þrjú tákn sem standa líkast til fyrir upphafsstafi þess sem handritið fékk]. Hin tólf merki himinsins. Ritað hefur E. E. Víum

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Plánetubók
Athugasemd

Skrifað upp eftir gömlu handriti frá 17. öld.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 57 + i blað (165 mm x 101 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Eyjólfur Eyjólfsson

Skreytingar

Mikið af skreyttum upphafsstöfum í rauðum, bláum og svörtum lit. Flestir þessara stafa eru skreyttir með dýramyndum og/eða laufformum.

Teikning af skipi og teikning af kastalavegg.

Ýmsar stjarnfræðilegar töflur.

Tvær skreyttar titilsíður.

Bókahnútur á blaði 30r, í rauðum, bláum og svörtum lit með upplýsingum um hvenær efnið þar á undan var skrifað og upphafsstöfum skrifar.

Bókahnútur á blaði 42v, í svörtum lit með dýramyndum og laufformum.

Bókahnútur á blaði 48v, í rauðum, bláum og svörtum lit með dýramyndum og laufformum.

Upphaf margra kafla er skrifað með skrautskrifuðum stöfum.

Víða eru borðar, bæði einfaldir og flóknari í lit og jafnvel með mynstri.

Fremst og aftast í handritinu eru límdar inn myndir úr prentuðum bókum, annars vegar af Martin Luther og hins vegar af Filip Melankton.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1886-1887.
Ferill

Sigurjón Páll Ísaksson afhenti 9. mars 2015. Keypt í Bókavörðunni 12. nóvember 1996.

Sjá: Lbs 5641-5642 4to og Lbs 4964-4996 8vo.

Sett á safnmark í apríl 2016.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir skráði 15. apríl 2016 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Plánetubók

Lýsigögn