Skráningarfærsla handrits

Lbs 4442 8vo

Kvæðakver ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæði
Athugasemd

Nafngreindir höfundar: Hjálmar Jónsson í Bólu (Tíðavísur), Jón Guðmundsson í Hrúthúsum í Fljótum (Ljóðabréf yfir árið 1838), séra Þórarinn Jónsson í Múla í Aðaldal (Tíðavísur) og Þorvaldur Rögnvaldsson (Æviraun). Hér eru ennfremur Kvæði af Alexander blinda, Rauðaspegill og vers, svo og líkpredikun eftir Jón Ólafsson.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Níu kver bundin saman. 81 blað (173 mm x 105 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; skrifarar óþekktir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 19. öld.
Ferill

Eigendur: Anna Jónsdóttir á Siglunesi og víðar í Siglufirði (blöð 6r, 17r og v, 18r, 26v, 42v, 49r, 50v, 66r og 81r) og Jóhann Þorsteinsson (26r, 42v, 49r og 50v).

Nöfn í handriti: Snorri Pálsson (49r), Páll Snorrason (49r) og Níels (50v).

Aðföng

Afhent 1. apríl 1971 af Haraldi Sigurðssyni bókaverði.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 21. mars 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæði

Lýsigögn