Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4391 8vo

Sálmabók ; Ísland, 1700-1750

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmar
Athugasemd

Nafngreindir höfundar: Jón Einarsson skólameistari í Skálholti (Krossskóli), séra Jón Magnússon í Laufási í Eyjafirði (Vikusálmar), Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (Vikusöngur út af bænabók D. Johannis Havermann), séra Stefán Ólafsson í Vallanesi (Kingosálmar) og Steinn Jónsson biskup á Hólum (Upprisusaltari og Vikusöngur D. Jóhannis Olearii). Upprisusaltari Steins biskups er skrifað eftir útgáfunni á Hólum 1730 (33r) og Kingosálmar í Mýnesi í Eyðaþinghá 1729, en þá sat þar Eiðapresturinn Einar Jónsson.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
152 blöð (160 mm x 98 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari óþekktur.

Nótur
Í handritinu eru sjö sálmar með nótum:
  • Í Jesú nafni uppgá (123v - 124r)
  • Hjartað, þankar, hugur sinni (129r)
  • Sæll dagur sá er ég sé nú upprenna (133v)
  • Kom sæl mæt morguntíð (138r)
  • Sólin upprunnin er, á austursíðu (141v - 142r)
  • Upp uppstatt í nafni Jesú (144v - 145r)
  • Rís upp mín sál og bregð nú blundi (149v)
Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á fyrri hluta 18. aldar.
Aðföng

Lbs 4391-4393 8vo. Gjöf 11. febrúar 1982 frá Halldóri Péturssyni rithöfundi í Kópavogi.

Á blaði (122v) stendur: Steinunn Runólfsdóttir á bókina með réttu af afa gefin 1810, B. K .

Á fremra skjólblað r er ritað nafn Sigurðar Sigurðssonar og á bl. 32v nöfnin: Runólfur, Pétur, Kristrún, Halldór, Hallfríður, Guðný og Steinunn. Allt munu þetta ættmenn gefanda. Sigurður Sigurðsson var föðurfaðir gefanda, síðast bóndi í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Gríms M. Helgasonar og Ögmundar Helgasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 4. aukabindi, bls. 298-299.

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 26. nóvember 2018.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 26. mars 2019.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmar

Lýsigögn