Skráningarfærsla handrits

Lbs 4055 8vo

Sálma- og bænabók ; Ísland, 1800-1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmar og bænir
Titill í handriti

Nytsöm sálma- og bænabók innihaldandi fæðingrsálma prófasts séra Hjörleifs Þórðarsonar á Valþjófsstað, písla stundaglas séra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla, Hvítasunnusöng séra Ingimundar Gunnarssonar í Gaulverjabæ ásamt vikubænum dr. Jóhanns Jakobssonar Hvalsöes með mörgu fleiru.

Athugasemd

Höfundar eru fleiri, sjá skrá yfir Handritaskrá 4. aukabindi, bls. 244.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
490 blaðsíður (160 mm x 105 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Jón Jónsson kögull

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, fyrri hluti 19. aldar.
Ferill

Þrúður Ólafsdóttir Briem átti handritið og hefur skrifað á fremra spjaldblað: Agnes Ingimundardóttir frá Rofabæ gaf mér þessa bók. Stefán Hannesson á Hnausum gaf henni bókina. Að sögn Eyjólfs Eyjólfssonar bónda á Hnausum er bókin skrifuð af séra Jóni köggli. Sá Jón var faðir séra Jóns, föður Helgu á Hnausum. Bókin er gefin mér mánudaginn 5. ágúst 1940. Helga á Hnausum var langamma Þrúðar.

Aðföng

Afhent til varðveislu 10. maí 1974 af Helgu Einarsdóttur Álfhólsvegi 115 í Kópavogi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 12. ágúst 2020.

Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 244.

Lýsigögn
×

Lýsigögn