Skráningarfærsla handrits

Lbs 3810 8vo

Fimmbræðrasaga ; Ísland, 1870

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Fimmbræðrasaga
Upphaf

Addoníus er nefndur jarl einn er réði fyrir Dalmaría, hann var kvongaður og átti fimm syni sem hétu: Abel, Endor, Dathan, Símon og Kristófer ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
98 blaðsíður (152 mm x 96 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Sigurður Jósefsson Hjaltalín

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1870.
Ferill

Aftan við söguna á bls. 97-98 kemur eftirfarandi fram: Uppskrifuð eftir handriti afa míns sál. séra Jóns Hjaltalíns er ég hefi fengið hér í norðurlandi, og veit ég þessa sögu hvergi til áður. Blöðin voru sundurlaus og víða hvar rotin svo ég varð aumstaðar að smíða orð inní, en efnið hefur þó haldið sér óbreitt. Enduð 8. maí 1870 að Melrakkadal og samdægurs gefin dóttur minni: Helgu Gróu, og er hún því réttur eigandi þessarar sögu. Vitnar, S. J. Hjaltalín.

Aðföng

Lbs 3810-3811 8vo, keypt 29. janúar 1970 af Guðjóni Guðjónssyni fornbókasala.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 28. júlí 2020.

Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 194.

Lýsigögn
×

Lýsigögn