Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 371 8vo

Tyrkjaránið ; Ísland, 1829

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Tyrkjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Sannferðug frásaga. Um það blóðuga morð og mannraunir sem Tyrkjar frömdu hér á landi bæði í Austfjörðum, Grindavík og Vestmannaeyjum. Anno Xti 1627

Efnisorð
2 (8r-35v)
Reisubók séra Ólafs Egilssonar
Titill í handriti

Reisubók síra Ólafs Egilssonar prests í Vestmanneyjum sem hertekinn var þar með öðrum mönnum af Tyrkjum það ár 1627 um þá sorglegu reisu hefur hann ritað frá 16. júlí sama ár til þess 6 ári síðar er hann hingað kom frá illvirkja staðnum yfir í Afríka, er liggur 300 mílur lengra úti heiminn, en sá er þeir sem í Grindavík voru teknir, voru til fluttir

Efnisorð
3 (36r-85r)
Tyrkjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Sú íslenska Tyrkjans ráns og hernaðar saga eður eitt skrif og skilmerkileg frásögn af þeim hernaði manndrápum og mannraunum þeirra spillvirkja og ræningja ódáðum, sem gjörð voru og framfóru á Íslandi árið 1627 ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
87 blöð (165 mm x 101 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd:

Óþekktur skrifari.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1829
Ferill
Á skjólblaði framanvið stendur: Síra J. Austmann í Vestmannaeyjum til herra De. Eigilsen (Ɔ: ljed).
Aðföng

Lbs 370-425 8vo er keypt 1891 úr dánarbúi Jóns Árnasonar, en þetta handrit er til hans komið frá Jóni Borgfirðingi 1860.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 81.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 30. mars 2022 ; Bragi Þorgrímur Ólafsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 26. október 2009.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn