Skráningarfærsla handrits

Lbs 5686 4to

Kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum ; Ísland, 1791

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæðabók
Athugasemd

Óheilt, vantar framan af og einnig eitt blað innan úr (bls. 6-7).

Inn á milli eru sálmar sem eignaðir eru öðrum en Ólafi, þ.e. Jóni Þorsteinsson, Jórunni Jónsdóttur, Ástríði Gísladóttur og Guðrúnu Pálsdóttur.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
193 blöð (202 mm x 160 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari líklega:

Magnús Magnússon

Skreytingar

Skreytt titilsíða fyrir seinni hluta handritsins (bl. 108r).

Víða skreyttir upphafsstafir.

Bókahnútur á bl. 193v.

Skreyting á bl. 107v.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1791.
Ferill

Var meðal óskráðra handrita í handritageymslu.

Sett á safnmark í september 2020.

Aðföng

Handritið var í umslagi sem á stóð, með rithönd Ögmundar Helgasonar, fyrrum forstöðumanns Handritadeildar: Handrit, sem Smári Haraldsson kom með. Har[aldur] Bjarnason fornbókasali var faðir hans. ... Hdr. kom 4. júlí ári [eftir að Haraldur dó]. Þetta stemmir þó ekki, því Haraldur Bjarnason átti ekki son sem hét Smári. Hins vegar var miði inni í handritinu með nafni og símanúmeri Hrannars Haraldssonar, sem var sonur Haraldar. Reikna má með að handritið hafi verið í fórum Haraldar fornbókasala og að það hafi komið í safnið 4. júlí 1991, en hann lést 11. nóvember 1990.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 20. október 2020 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæðabók

Lýsigögn