Skráningarfærsla handrits

Lbs 4962 4to

Sparitímar ; Ísland, 1800-1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sparitímar
Titill í handriti

Horæ Succisicæ eður Sparitímar nokkra umþenkinga stílaðar eftir vorri skyldu, við Guð vorn, náunga og oss sjálfa. Fyrst skrifaðar í engelsku tungumáli af Joseph Henshau, læriföður h. skriftar. Síðan útlagðar á þýsku af einum sem kallar sig Iafnitann. Og nú eftir þýsku útleggingunni snúnar á íslensku, af þeim sem vill í sérhverju sem er kristilegt, finnast sínum samkristnum eftir fremsta mætti jafnan þénandi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Blaðsíðutal 59-220 (203 mm x 164 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Björn Hjálmarsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á fyrri hluta 19. aldar.
Ferill

Björn Björnsson hefur skrifað á fremra skjólblað v: Hér eru fögur heilræði / hvörgi til, so ég viti, / utan þessi: eigandi / að þeim verði Finnbogi. Er þá ferillinn auðrakinn.

Á fremra spjald utanvert er þrykkt: A. Petersen 1777.

Aðföng

Lbs 4962-4963 4to. Gjöf 16. apríl 1982 frá systkinunum Benedikt Þórðarsyni, Sigríði Þórðardóttur, Sigurrós Guðbjörgu Þórðardóttur og Valdísi Þórðardóttur. Móðir þeirra var Guðrún á Klúku í Steingrímsfirði, Finnbogadóttir á Klúku, Björnssonar á Klúku, Björnssonar prests í Tröllatungu Hjálmarssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 3. janúar 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sparitímar

Lýsigögn