Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1516 4to

Kvæðabók ; Ísland, 1689

Titilsíða

Ein lítil summa eður vísna samdráttur þeirra kvæðis erinda sem á tuttugu ára tíma hafa til andlegrar skemmtunar og skammdægurs við og við af munni fallið, nú upp teiknuð þeim til gagns og góða, sem þau vilja þiggja, og fyrir munni kveða. Kveðin af sr. Ólafi Jónssyni á Söndum í Dýrafirði. Skrifuð á ný anno 1689 af Jóni Bjarnasyni á Höfða við Dýrafjörð.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmar og vísur

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 126 blöð (208 mm x 167 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Jón Bjarnason

Nótur
Í handritinu eru þrír sálmar með nótum:
  • Sterkur himnanna stýrir (31v)
  • Gaumgæfið kristnir og gefið til hljóð (50r-50v)
  • Syng mín sál með glaðværð góðri (92r-92v)
Band

Skinnband og hefur verið með spennum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1689.
Ferill

Mun hafa verið í eigu Hálfdans Einarssonar, sbr. laust blað framan við.

Í spjöldunum virðist vera blað úr reikningabók Guðbrands biskups.

Nöfn í handriti: Herdís Guðmundsdóttir, Þorleifur (102v).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Arnheiður Steinþórsdóttir jók við skráningu 26. júní 2020 ; Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 14. janúar 2019; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 31. janúar 2017 ; Handritaskrá, 1. bindi, bls. 540.
Lýsigögn
×

Lýsigögn