Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1510 4to

Fornmannasögur ; Ísland, 1900

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda tuttugasta bindi. Skrifaðar að nýju árið nítján hundruð (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-4v)
Formáli
Efnisorð
2 (5r-57v)
Tryggva saga karlssonar
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Tryggva karlssonar

Upphaf

Á fyrri öldum var sá konungur er stýrði Pólínalandi er nefndur er Sigmundur …

Niðurlag

… áttu þau konungur og drottning mörg börn og mannvænleg, er eigi getið um nöfn þeirra en koma mjög við aðrar sögur. Lýkur hér með sögunni af Tryggva karlssyni og fóstbræðrum hans.

3 (58r-119v)
Ásmundar saga, Vilhjálms og Valtara
Titill í handriti

Sagan af Vilhjálmi, Ásmundi og Valtara

Upphaf

1. kap. Sá hertogi réði forðum fyrir Langbarðalandi er Arnþór er nefndur, var þá landinu skipt í mörg hertoga- og greifadæmi …

Niðurlag

… Ásmundur konungur varð gamall maður, og stýrði hann ríki sínu til dauðadags, og lýkur hér sögunni af þeim fóstbræðrum.

4 (120r-157v)
Dínus saga drambláta
Titill í handriti

Sagan af Dínusi drambláta

Upphaf

1. kap. Svo finnst skrifað í fornum fræðibókum að heiminum sé skipt í þrjá hluti …

Niðurlag

… og mun þess glöggt getið í króníkum Egyptalands konunga. Og lyktar hér sagan af Dínusi hinum drambláta, og hinni ágætu Filótemíu drottningu og öllum þeim brögðum og ævintýrum sem urðu þeirra í millum; hafi sá þökk sem las, svo og þeir sem hlýða, og gaman hefir að orðið, fróðri frásögu og ágætu ævintýri.

Efnisorð
5 (158r-188v)
Parmes saga loðinbjarnar
Titill í handriti

Sagan af Parmes loðinbirni

Upphaf

1. kap. Fyrir sunnan Alpesfjöll sem eru takmörk á milli Vallands og Frakklands stendur borg ein sem heitir Augusti Taranas …

Niðurlag

… þá varð Villimannaland alkristið eftir daga Parmesar þá er samgöngur fjölguðu og siðaðir menn settust það að og námu sér land. En með þessu efni lýkur hér sögunni af Parmesi loðinbirni.

Efnisorð
6 (189r-244v)
Villifers saga frækna
Titill í handriti

Sagan af Villifer frækna

Upphaf

1. kap. Það er upphaf þessarar sögu að fyrir Serklandi réð sá konungur er Agnar hét …

Niðurlag

… en þá tók Arteus öll yfirráð á Serklandi, og varð hann ríkur höfðingi. Og lúkum vér hér sögu af Villifer hinum frækna og bræðrum hans.

Efnisorð
7 (245r-288v)
Nitida saga
Titill í handriti

Sagan af Nitida frægu

Upphaf

1. kap. Það er upphaf þessarar sögu að hér segir frá einum ágætum konungi er Vilhjálmur hét …

Niðurlag

… og aldrei hafði hún brögð sín né vélar í frammi, upp frá þessum tíma. Eigi vitum vér að segja af afkomendum þeirra. Lýkur þar með sögu Nitida drottningar.

Efnisorð
8 (289r-327v)
Úlfars saga sterka
Titill í handriti

Sagan af Úlfari sterka og Önundi fríða

Upphaf

1. kap. Um þann tíma sem gyðingafólk var í herleiðingunni í Babilon var Sýrus einvaldskonungur í Persíu …

Niðurlag

… og eftir dauða Önundar tók hann bæði löndin undir sig, varð hann líkur föður sínum til allra hreistiverka, er og mikil saga af honum. Lýkur hér sögu Úlfars sterka og Önundar fríða.

Efnisorð
9 (328r-352v)
Hauks saga hugglaða og Úlfs konungs illa
Titill í handriti

Sagan af Hauki hugglaða og Úlfi konungi illa

Upphaf

1. kap. Úlfur er konungur nefndur er í fyrndinni réði því landi er Márland var kallað …

Niðurlag

… Þau konungur og drottning áttu tvö börn er úr æsku komust. Úlfur hét son þeirra en Ása dóttir, urðu þau mikilmenni með aldri. Lýkur þar með sögu þessari.

10 (353r-404v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Titill í handriti

Sagan af Háldáni Brönufóstra

Upphaf

1. kap. Hringur er konungur nefndur er réði fyrir Danmörk …

Niðurlag

… hann þótti ávallt mikill höfðingi og stjórnsamur. Og lýkur með þessu efni sögunni af Hálfdáni konungi Brönufóstra.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 404 + i blöð (196 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi skrifara: iii-viii (2r-4v) og 1-800 (5v-404v).

Blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson í Tjaldanesi.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1900.
Aðföng

Magnús Jónsson í Tjaldanesi, seldi, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 536-538.

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 6. apríl 2017.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn