Skráningarfærsla handrits

Lbs 1417 4to

Rímnabók ; Ísland, 1797-1813

Titilsíða

Rímnabók. Fullgjörð árið 1813 af Thómasi Jónssyni(1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-2v)
Formáli
Titill í handriti

Formáli til lesarans í ljóðmælum, gjörður af Benedikt Sigurðssyni, á Stóru-Þverá í Fljótum anno 1734, er hann kvað hentugan til að fylgja sérhvörri kvæða-, rímna- og sögubók

Efnisorð
2 (2v)
Efnisyfirlit
3 (3r-22v)
Rímur af Jasoni bjarta
Upphaf

Margir stirðar stundir sér / styttu á fyrri dögum …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru ortar af sál. Jóni Þorsteinssyni, endaðar 20. Januarii anno 1797 af Tómasi Jónssyni (22v).

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
4 (23r-41r)
Rímur af Ingvari Ölvessyni
Upphaf

Herjans farmur hreyfir sér / heldur lítið nú um stund …

Skrifaraklausa

Endað d. 26. Februarii anno 1797, Tómas J.s. (41r)

Athugasemd

12 rímur.

Í handritinu er höfundur rímunnar sagður Magnús Ásgrímsson, en í Rímnatali er hún eignuð Magnúsi Hallssyni.

Efnisorð
5 (41r-54v)
Rímur af Úlfi Uggasyni
Upphaf

Valur flýgur visku lands / Viðrix firði nærri …

Skrifaraklausa

Endaðar d. 13. maí anno 1797, T.J.s. (54v)

Athugasemd

Sex rímur.

Efnisorð
6 (55r-90v)
Rímur af Ásmundi víking
Upphaf

Ráð er best að rýma þögn / rænulands úr sundum …

Skrifaraklausa

Endaðar d. 16. Martii anno 1798, Tómas Jónsson (90v).

Athugasemd

14 rímur.

Efnisorð
7 (90v-97r)
Rímur af Gríshildi
Upphaf

Hróðrar kliður styttir stund / stiftast lofleg gleðin …

Skrifaraklausa

Endaðar dag 24. Januari anno 1801, Tómas Jónsson (97r).

Athugasemd

Þrjár rímur.

Efnisorð
8 (97r-110r)
Rímur af Otúel frækna
Upphaf

Fjölnis læt ég flæðar gamm / í flegðu vindi skríða …

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
9 (110r-118r)
Rímur af fóstbræðrum Agnari og Sörkvi
Upphaf

Frosta vilda eg fleyta knör / fram úr vörum sagna …

Athugasemd

Sex rímur.

Efnisorð
10 (118r-122r)
Tímaríma
Upphaf

Oft eru kvæða efnin rýr, / ekki stundum parið …

Skrifaraklausa

Endaða 1813, T. J.s. (122r)

Efnisorð
11 (122r-123r)
Hugarfundur
Upphaf

Margt kann buga heims um höllu …

12 (123v)
Næsturgisting
Upphaf

Mig bar að byggðum seint á degi …

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 123 + 1 blöð (198 mm x 160 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Tómas Jónsson

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1797-1813.
Aðföng

Lbs 1407-1435 4to, eru úr safni Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal, sem keypt var til Landsbókasafns í júlí 1906.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi, bls. 512-513.

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 28. apríl 2017.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III

Lýsigögn