Skráningarfærsla handrits

Lbs 364 4to

Rímnasafn I ; Ísland, 1700-1899

Titilsíða

Skemmtileg, rör, vönduð og (fáséð) rímnabók sem hefur inni að halda cx rímur, I af Olgeiri danska LX, II af Ferakut og Bálant XXIV, III af Otúels þætti VIII, allar ortar af Guðmundi Bergþórssyni og IV af Rollant XVIII, gjörðar af Þórði á Strjúgi. Til grandvarlegrar skemmtunar, gamans og fróðleiks, að nýju í eitt samanbundin MDCCCXIV.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-158v)
Rímur af Olgeiri danska
Upphaf

Snekkjan þundar snör málfars / snúi róms úr landi …

Athugasemd

60 rímur.

Líklega með hendi Guðmundar sjálfs aftur í 29. rímu, nema blöð 1-2.

Efnisorð
2 (159r-158v)
Rímur af Bálant
Upphaf

Herjans skyldi eg horna straum / hella úr keri góma …

Athugasemd

24 rímur.

Með hendi Ólafs Ólafssonar á Skáldstöðum (1770).

Efnisorð
3 (231r-262r)
Rímur af Otúel frækna
Upphaf

Fjölnirs læt ég flæða gamm / í fálu vindi skríða …

Athugasemd

Átta rímur.

Skrifaðar upp af Þorsteini skálda handa Hallgrími Bachmann lækni.

Efnisorð
4 (263r-314r)
Rollantsrímur
Upphaf

Mörg hafa fræðin mætir fyr / meistarar diktað fróðir …

Athugasemd

18 rímur.

Með sömu hendi og skrifaðar upp handa sama manni og Rímur af Otúel frækna.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 314 blöð (183 mm x 143 mm).
Skrifarar og skrift
Band

Skinnband með látúnsspennum.

Innbundið 1814, sbr. titilsíðu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, á 18. (og 19.) öld.

Ferill

Lbs 350-397 4to, úr safni Brynjólfs Benedictsens. Er flest af því úr safni föður hans, Boga Benediktssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 221.

Halldóra Kristinsdóttir skráði 9. nóvember 2016.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn