Skráningarfærsla handrits

Lbs 50 4to

Jónsbókarskýringar og fleira lögfræðilegs efnis ; Ísland, 1750

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Dimm fornyrði lögbókar
Titill í handriti

Hér byrjast skýrsla og ráðning, dimmra fornyrða Íslendinga Lögbókar, eftir A.B.C. Hvör segir sína meining. Samanskrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá

Efnisorð
2
Nokkur fornyrði og þeirra meiningar
Titill í handriti

Alio auctore. Nokkur fornyrði Lögbókar Íslendinga og þeirra meiningar.

Efnisorð
3
Laga greinar nokkrar tvíræðar
Titill í handriti

Laga greinar nokkrar tvíræðar, af þeim lögvísa manni Bárði Gíslasyni útlagðar. Þingfararbálkur

Efnisorð
4
Lagagreinar óljósar
Titill í handriti

Þessar eftirfylgjandi lagagreinar hefur sálugi Þorsteinn Magnússon samantekið úr vorri Lögbók eftir befalningu sáluga Herra Gísla Hákonarsonar lögmanns, hverjar óljósar, tvíræðar, villusamar fundist hafa. Item í sama máta samandregið og uppleitað það nokkuð, sem þessari öld þéna kann til lögmáls sannfæringar að Ketilsstöðum í Mýrdal Anno 1627

Efnisorð
5
Dómar nokkurir og synodalia 1533-1650
Titill í handriti

Um Synodum Generalem: item um prestana kosning og köllun, sem og innsetning. M:B:S:S: Anno 1639 kalendis Julii.

Efnisorð
6
Erfðatal og arftökur
Athugasemd

Eftir Þorstein Magnússon og fleiri.

Svipað hendi Magnúsar amtmanns Gíslasonar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
I + 337 blöð (200 mm x 150 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu; þekktur skrifari.

Björn Jónsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er yngra titilblað.

Band

Skinnband með spennu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, 1750.

Aðföng

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 1. nóvember 2019 ;

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 127.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn