Skráningarfærsla handrits

Lbs 49 4to

Jónsbók ; Ísland, 1717

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Jónsbók
Titill í handriti

Hér er Lögbók hin íslenska sem Magnús kongur hóf enn Eyrekur innskrifaði og ásamt Hákoni Hálegg jók og endurbætti

Skrifaraklausa

Hér framanskrifaðar Landslaga bókarrit ... á enda að Einarsstöðum í Reykjadal. Árum eftir burð Krists MDCCXVII, eftir bygging Íslands DCCCXLIII, eftir hingað sending bókarinnar CDXXXVII ... 10 aprilis. Benedix Þorsteinsson með eigin hendi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
I + 197 blöð (193 mm x 153 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Benedikt Þorsteinsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er yngra titilblað.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, 1717.

Aðföng

Úr safni Hannesar biskups.

Á aftasta blaði stendur: Þessa Lögbók á ég undirskrifaður hverja ég hefi samanskrifað, og er útskrifuð eftir einni gamalli Membrana. Til vitnis mitt nafn Benedix Thorsteinsson og Þessa Lögbók hefi ég undirskrifaður öðlast í arf eftir minn sáluga föður I. Benedixson.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 31. október 2019 ;

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 126-127.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jónsbók

Lýsigögn