Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 40 4to

Sögu- og kvæðabók ; Ísland, 1819

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-84v)
Sögur af Persakóngum
Titill í handriti

Hér byrjar sögur af Persakóngum allt til Alexandrum magnum.

Upphaf

Upphaf ríkis Cyri kóngs

2 (85r-92r)
Friðriksvarði
Titill í handriti

Friðriksvarði á Íslandi eður eitt kvæði

3 (93r-119v)
Mágus saga
Titill í handriti

Sagan af Bragða-Mágus jarli með öllum sínum þáttum tilheyrandi

Skrifaraklausa

Annó 1819 og enduð 5. marti. Nóta, skrifað eftir hendi Halldór[s] Jak[obs]s[onar] sýslumanns. En sú saga var skrifuð eftir hendi Jóns sál. Steinssonar eftir gamalli skinnbók sem skrifuð var annó 1702. (119v)

Athugasemd

Lengri gerð sögunnar.

Efnisorð
3.1 (119v)
Vísa
Vensl

Sama kvæði er einnig að finna í Lbs 152 4to.

Upphaf

Mágus saga margan mann …

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 119 blöð (198 mm x 154 mm)
Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

[Bólu-Hjálmar?]

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar víða, skriftaræfingar að mestu með einni hendi, m.a. mannanöfn.

Band

Skinnband með tréspjöldum.

Saurblað úr prentaðri bók á þýsku.

Spjaldblöð, texti á latínu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1819
Ferill

Eigandi handrits: Jón Jónsson (60v og víðar)

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson lagaði skráningu, 28. desember 2009 ; Bragi Þ. Ólafsson lagaði skráningu fyrir birtingu mynda 19. janúar 2009 ; Handritaskrá, 2. bindi ; Sagnanet 7. janúar 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

Lýsigögn
×

Lýsigögn