Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 15 4to

Sögurit ; Ísland, 1822

Titilsíða

Fyrsti hlutur af Þjóðverja sögum. Skrifað að Starrastöðum árið MDCCCXXII. Einar. (2r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Formáli skrifara
Skrifaraklausa

Þjóðverja sögur þessar í þremur bindum hripaði ég allar á einum vetri í flughasti á helgidagakvöldum og nóttum þegar aðrir sváfu því fyrir önnum sem ég á hendi hafði úti og inni gat ég ekki annan tíma brúkað til skrifta. Band og ritregla er víðast lík þeirri sem söguhöfundurinn hafði í sinni bók sem þessi er eftir ritin. Band brúkaði ég mér til flýtirs jafnvel þó ég sæi að það spillti leturgjörðinni í svo mikilli hraðskrift sem ég varð að hafa. Sumstaðar við landa staða og mannanöfn vantar áherslumerkin þar harður hljóðstafur á að vera en svo var nær alls staðar í frumritinu sem ég fyrir mér hafði. Vil ég því biðja þá sem bækurnar lesa eður eignast frá minni hendi að leiðrétta og umbæta þennan galla því aldrei mun ég orka að gjöra það sjálfur. Þann 12. febrúar 1849. Einar frá Starrastöðum. (1r)

Athugasemd

Án titils í handriti

Efnisorð
2 (2v)
Formáli höfundar
Titill í handriti

Formáli

Efnisorð
3 (3r-30v)
Landaskipan
Titill í handriti

Frá landaskipan

Athugasemd

Úti á spássíu: 1. þáttr tekur 2400 ár

Efni handritsins er skipt í 11 þætti og er tiltekið hve langt tímabil hver þáttur spannar. Þættirnir eru án fyrirsagnar. Kaflar handritsins eru 468, hver með sinni fyrirsögn.

Verða þáttaskilin og þær kaflafyrirsagnir sem næst þeim eru hafðar hér sem titlar handritsins en kaflanúmerum sleppt.

4 (30v-55v)
Frá Frönkum
Titill í handriti

II. þáttur tekur ccclx ár. Frá Frönkum

Efnisorð
5 (55v-78v)
Upphöf Loðvíks keisara
Titill í handriti

III. þáttur tekur 122 ár. Upphöf Loðvíks keisara

Efnisorð
6 (79r-107v)
Frá Venceslausi konungi
Titill í handriti

iv. þáttur tekur 88 ár Frá Venceslafi konungi

Athugasemd

Frá iv. til ár skrifað á ytri spássíu.

Efnisorð
7 (107v-147v)
Upphaf ríkis Konráðs
Titill í handriti

Vti þáttur tekur 101 ár. Upphaf ríkis Konráðs

Efnisorð
8 (147v-153v)
Upphaf Hlöðvers Saxa
Titill í handriti

vi. þáttur tekur xij ár. Upphaf Hlöðvers Saxa

Efnisorð
9 (153v-187v)
Upphaf Konráðs af Svafa
Titill í handriti

VII. þáttur tekur Liij ár. Upphaf Konráðs af Svafa

Athugasemd

Svafa er líklega Schwaben

Efnisorð
10 (187v-230v)
Upphaf Heinreks keisara
Titill í handriti

viii. þáttur tekur Lxvi ár. Upphaf Heinreks keisara

Efnisorð
11 (230v-240v)
Frá Manfreði
Titill í handriti

IX þáttur tekur xvi ár. Frá Manfreði

Efnisorð
12 (240v-268r)
Upphaf keisaradóms Ródólfs
Titill í handriti

X. þáttur tekur 36 ár. Upphaf keisaradóms Ródólfs

Efnisorð
13 (268r-358v)
Höfðingjar aðrir er uppi voru
Titill í handriti

XI þáttur tekur 39 ár. Höfðingjar aðrir er uppi voru

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
359 blöð (212 mm x 166 mm). Auð blöð: 1v, 359.
Tölusetning blaða
Gömul blaðsíðumerking:

  • 3-4 (4r-4v)
  • 6-22 (5v-13v)
  • 24-72 (14v-38v)
  • 74-77 (39r-40v)
  • 77 (41r)
  • 78-163 (41v-84r)
  • 165-206 (85r-105v)
  • 227-228 (106r-106v)
  • 209-235 (107r-120r)
  • 235 (120v)
  • 237-274 (121r-139v)
  • 276-362 (140v-183v)
  • 364 (184r)
  • 364-371 (184v-188r)
  • 373-375 (188v-189v)
  • 375 (190r)
  • 376-515 (190v-260r)
  • 517-572 (261r-288v)
  • 574-642 (289v-323v)
  • 644-712 (324v-358v)

Tíunda hvert blað var merkt fyrir myndatöku.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 160 165 mm x 125 mm.

Línufjöldi 26-29.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari

Einar Bjarnason.

Skreytingar

Upphafsstafur fyrstu línu flestallra þáttanna allmikið stækkaður og nokkuð skreyttur en ólitaður.

Upphafslína flestallra þáttanna víða rituð stærra og íburðarmeira letri en er á meginmáli.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ártöl á ytri spássíum flestra blaða.

Smálegar viðbætur og athugasemdir á spássíum á stöku stað í handritinu.

Band

Band frá því um 1849 (226 mm x 178 mm x 71 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu bókfelli. Saumað á utanáliggjandi bönd.

Snið rauðlituð.

Límmiðar á kili.

Fylgigögn

Tveir lausir seðlar fremst, annar úr prentaðri bók á latínu í átta blaða broti, hinn partur af sendibréfi og minnispunktar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1822
Ferill

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR A. 21.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson lagfærði 21. maí 2010 ; Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 25. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×

Lýsigögn