Skráningarfærsla handrits

ÍBR 14 4to

Sögurit ; Ísland., 1820-1843

Titilsíða

Sögur Norðurhálfubúa og annarra merkilegra þjóða á hinum seinni öldum, sannar og sem fáorðastar. Annars hlutar önnur bók af öllum Norðurhálfubúum, páfa og Tyrkja ríki, umbreytingum og upplýsingu. Samanritaðar af Jóni Espólín umhverfis árið Krists MDCCC þá hann hafði Borgarfjarðarsýslu sunnan Hvítá í vetrarhjáverkum. (2r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2v-66v)
Svaeakeisara saga
Titill í handriti

XXXI Svaeakeisara saga

Efnisorð
2 (66v-75v)
Stjórnleysa
Titill í handriti

XXXII Stjórnleysa

Efnisorð
3 (76r-97v)
Saga Ródólfs frá Habsborg, Aðalbjartar sonar hans og þeirra samaldra
Titill í handriti

XXXIII. Saga Ródólfs frá Habsborg, Aðalbjartar sonar hans og þeirra samaldra

Efnisorð
4 (98r-156v)
Lytzelborgar keisara saga og samtíðis höfðingja
Titill í handriti

XXXIV. Lytzelborgar keisara saga og samtíðis höfðingja

Athugasemd

Lytzelborg er líklega Luzern

Efnisorð
5 (156v-180v)
Saga Fridreks kyrra og Tyrkja
Titill í handriti

XXXV Saga Fridreks kyrra og Tyrkja

Efnisorð
6 (180v-196v)
Saga Maximilianus og hans samaldra
Titill í handriti

XXXVI Saga Maximilianus og hans samaldra

Efnisorð
7 (196v-226v)
Saga Karls keisara hins ríka
Titill í handriti

XXXVII. Saga Karls keisara hins ríka

Efnisorð
8 (226v-262v)
Saga Austurríkiskeisara Heinreks mikla
Titill í handriti

XXXVIII. Saga Austrríkiskeisara Heinreks mikla

Efnisorð
9 (262v-335v)
Saga Austurríkiskeisara og Loðvíks hins ríka eður XIVda Frakkakonungs
Titill í handriti

XXXIX Saga Austrríkiskeisara og Lodviks hins ríka eður XIVda Frakkakonungs

Efnisorð
10 (335v-348v)
Nýu aldar saga
Titill í handriti

XL Nýu aldar-saga

Efnisorð
11 (349v)
Þinni tæru sagnalist
Upphaf

Þinni tæru sagnalist

Athugasemd

8 erindi

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
353 blöð (205 mm x 170 mm). Auð blöð: 352v, 353.
Tölusetning blaða
Gömul blaðsíðumerking:

  • 2-3 (3v-4r)
  • 5-40 (5r-22v)
  • 42-84 (23v-44v)
  • 86-178 (45v-90v)
  • 180-186 (91r-94r)
  • 186-192 (94v-97v)
  • 194-221 (98v-112r)
  • 223-234 (112v-118r)
  • 234-275 (118v-139r)
  • 277-395 (140r-198r)
  • 398-445 (198v-222r)
  • 445-457 (222v-228v)
  • 459-528 (229r-268v)
  • 539 (269r)
  • 530-534 (269v-271v)
  • 544-546 (272r-273r)
  • 548-563 (273v-281r)
  • 568-651 (281v-323r)
  • 653-654 (323v-324r)
  • 654-708 (324v-351v)

Tíunda hvert blað var merkt fyrir myndatöku.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 155 160 mm x 130 mm.

Línufjöldi 26-27.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari

Einar Bjarnason.

Skreytingar

Upphafsstafir allra sagnanna talsvert stækkaðir og dálítið skreyttir en margir ólitaðir.

Stækkaðir og skreyttir og litaðir upphafsstafir sagna. Litir gulur, brúnn, rauður og fjólublár: 3r, 98r, 180v, 197r.

Upphafsstafir kafla víða ögn stækkaðir og ögn skreyttir, en ólitaðir, og upphafslínur kafla víða ritaðar heldur stærra letri en er á meginmáli.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar á blaði 1v.

Ártöl á ytri spássíum flestra blaða.

Viðbætur og athugasemdir á neðri spássíu blaða 37v, 99v, 127v, 133v, 164v, 187r, 200v.

Band

Skinnband, blindþrykkt og með upphleyptum kili.

Fylgigögn
Tveir lausir seðlar fremst.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland. 1820-1843
Ferill

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR A. 18.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson lagfærði 23. apríl 2010 ; Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 13. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.

Lýsigögn