Skráningarfærsla handrits

ÍB 878 8vo

Dýrafræði ; Ísland, 1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Dýrafræði
Titill í handriti

Ritgjörð tilheyrandi Dýra fræðinni samantekin og út dregin af ýmsum bókum náttúrufræði manna enn þó mest part úr Fleischers náttúru historiu og þeim nýjustu ritgjörðum sem til hafa fengist.

Ábyrgð

Þýðandi : Jón Bjarnason

Athugasemd

Dýrafræði í þrem þáttum, mest tínd úr Fleischers Náttúru Historiu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
(xii) + 178 + 350 (+26) + 136 (+10) blaðsíður (178 mm x 111 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Jón Bjarnason

Skreytingar

Myndir í fyrri hluta handritsins.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1850.
Ferill
ÍB 878 - 980 8vo er komið til bókmenntafélagsins smám saman á árunum 1895 - 1912 frá Jóni Borgfirðingi.
Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 189.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 28. ágúst 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Dýrafræði

Lýsigögn